Apinn sem keypti grænmeti og aura - Birgir Þór Árnason í hljóðmynd

Fimmtudaginn 8. október 2008 útvarpaði ég stuttum þætti um börnin í leikskólanum í Tjarnarási í Hafnarfirði. Þátturinn hverfðist um Birgi Þór, barnabarn okkar Elínar sem þá var þriggja ára. Sagði hann mér þá söguna um apann sem keypti bæði grænmeti og aura og Krista Sól Guðjónsdóttir sagði frá músinni sem renndi sér niður rennibrautina.
Í morgun bauð Hrafnkell Daði, yngsti bróðir Birgis Þórs okkur föður sínum í morgunmat. Hann er nú í Tjarnarási eins og eldri bræðurnir, Birgir Þór og Kolbeinn tumi.
Þátturinn er í fullum hljóðgæðum. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var með Sennheiser MD21U og Shure VP88 hljóðnemum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinnuslys á sjó

Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áramótaflugeldar 2014-15 - the fireworks 2014-15

Eins og undanfarin ár var áramótaflugeldaskothríðin hljóðrituð. Að þessu sinni voru notaðir tveir Sennheiser ME-62 hljóðnemar með barnabolta (babyball) sem þakinn var loðveldi þar sem öðru hverju gustaði talsvert um hljóðnemana. Þeim var komið fyrir norðaðn við húsið að Tjarnarbóli 14 í AB-uppsetningu. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.Hljóðritið hefst l. 23:22 og endar kl. 20 mínútur yfir miðnætti. Skothríðin nær hámarki þegar um 31 mínúta er liðin af hljóðritinu.

 

In English

The world famous display of fireworks in the Reykjavik area was recorded as in the previous years. This time 2 Sennheiser ME-62 mics were used ina AB-setup with 30 cm spacing. Babyballs with a fur protected them against the wind. The recorder was Nagra Ares BB+

Good headphones are recommended. The recording starts at 23:22 and ends ad 00:20. The climax of the noise is around minute 31.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband