Hrafnkell Daði Árnason - fyrsta viðtalið

Hrafnkell Daði tók sér örstutt leikhlé fyrir viðtalið.Hrafnkell Daði er yngstur sona Elfu Hrannar Friðriksdóttur og Árna Birgissonar, en Hrafnkell varð þriggja ára í haust.

Afi hefur nokkrum sinnum beðið hann um viðtal, en sá stutti hefur jafnan neitað. Fimmtudaginn 21. janúar var hann í fóstri hjá ömmu og afa og féllst þá góðfúslega á að veita stutt viðtal. Amma tók einnig þátt í viðtalinu, en afi er dálítið klaufskur spyrjandi.

Örlítið ber á yfirmótun þegar Hrafnkell talar sem hæst og er það vankunnáttu hljóðmannsins að kenna.

Hljóðritað var með Samsung S6 og Amazing Audio MP3 Player. Mælt er með góðum heyrnartólum. Þá heyrist glögg hvernig snáðin var á iði, enda mikill fjörkálfur.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Birgir Þór Árnason og áhugamálin

Birgir Þór Árnason er fæddur 15. febrúar 2005. Ég hef hljóðritað hann öðru hverju frá því að hann var kornabarn. Um daginn hittumst við og ég innti hann eftir því hvað hann fengist við um þessar mundir. Viðtalið var hljóðritað á Samsung S6 farsíma með Amazing Audio MP3 forriti.Birgir Þór og klarinettið.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samsung S6 og hrafnar - A Samsung s6 and ravens

Amazing Audio MP3 recorder er sérstaklega hannaður fyrir Android snjalltæki. Hægt er að hljóðrita jafnt mp3 og wav-hljóðskrár.

Þegar Wav er notað nýtir forritið báða hljóðnemana á framhlið símans. Sá neðri hljóðritar vinstri rás en efri hljóðneminn þá hægri.

Þá nýtist einnig hljóðnemi á bakhlið símans sem er ætlaður einkum fyrir myndbandsupptökur.

Í dag vorum við hjónin á göngu í Laugardalsgarðinum. Þar voru nokkrir hrafnar að huga að ástarsambandi. Flaug mér þá í hug að reyna gæði forritsins.

Fyrst hélt ég símanum lóðréttum en setti hann síðan í lárétta stöðu.

Hljóðritað var á 16 bitum og 44,1 kílóriðum.

Hér er slóðin að hljóðritanum á Playstore.

 

Hér er ítarlegur leiðarvísir. Þar er sérstakur kafli fyrir blinda notendur.

 

In English

The Amazing Audio MP3 Recorder is specially designed with the needs of recordists in mind and fully accessible. Both mp3 and wav-files can be recorded.

Today I went for a walk with my wife in a park in Eastern Reykjavik. There we heard some ravens flirting.

The phone was first in a vertical position but later on changed to horizontal.

This recording is made with a Samsung S6 phone using 16 bits and 44 khz.

 Here is the link to the recorder on Playstore.

Here is a detailed users manual. There is a special chapter with information for visually impaired people.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áramótaflugeldar 2015-16 - The new years fireworks 2015-16

Hljóðritið nær frá 23:45-0:11 eftir miðnætti.

Ljóst er af meðfylgjandi hljóðriti að dæma að mun meira var skotið upp af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Að þessu sinni voru tveir Sennheiser-hljóðnemar ME-62 settir upp á svölum á suðvesturhlið Tjarnarbóls 14, en ekki norðan við húsið eins og í fyrra. Nýtt fjölbýlishús vestan við breytti nokkuð hljóðumhverfinu.

Reynt var að hljóðrita einnig norðan við húsið en vindhlíf með hljóðnema fauk um koll og skemmdist.

Reyndar fuku hljóðnemarnir einnig um koll á svölunum í snarpri vindhviðu kl. 27 mínútur yfir miðnætti, en þá var gauragangurinn um garð genginn.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.

Takið eftir gauraganginum þegar hljóðritið nálgast endinn.

 

In English

The fireworks in Reykjavik on new years eve is world famous. It was a lott more noisy this time than last year.

This stereo-recording of the fireworks display is from 23:45-0:11 on new years eve.

Recorded with Nagra Ares BB+ and two Sennheiser ME62.

Headphones recommended.

Please note the big noise around the end of the recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband