í minningu tengdamóður minnar, Sólveigar Eggerz Pétursdóttur

Blessunin hún tengdamóðir mín, Sólveig Eggerz Pétursdóttir, var jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag. Gerði séra Svanhildur Blöndal það af stakri snilld.
Sólveig var kunn myndlistarkona, málaði, teiknaði og varð fyrst Íslendinga til þess að mála á rekavið.
Í maí 2010 hélt hún sýningu á málverkum sem hún kallaði Svipina í hrauninu og hún hafði málað með akríl-litum, en Sólveig hafði þá nýlega tekið að nota þá við listsköpun sína. Af því tilefni setti ég á hljóðbloggið viðtal við hana. Í dag birti ég það á ný, bæði klippta og óklippta útgáfu, en þar kemur frásagnarlist Sólveigar glögglega í ljós. Hver hefði trúað því að þar talaði 85 ára gömul kona?
Til minningar um kveðjustundina set ég á milli viðtalanna 23. sálm Davíðs, sem sunginn var í dag af kammerkór undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Lagið er tileinkað Elínu, eiginkonu minni og var einnig sungið við útför föður hennar, Árna Jónssonar. Það var upphaflega frumflutt í Seltjarnarneskirkju árið 2003 og samið að tilhlutan Gunnlaugs A. Jónssonar.

 

Sólveig Eggerz Pétursdóttir á góðri stund í Laugardalsgarðinum 2015


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband