Færsluflokkur: Tónlist

Skrúðgangan að leiði Jóns forseta

Sautjándi júní var haldin hátíðlegur um allt land í dag.
Eftir að hafa hlýtt guðsþjónustu í dómkirkjunni og hlustað á hátíðarhöldin á Austurvelli, héldum við sem leið lá með skrúðgöngu upp í Hólavallakirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar. Í fararbroddi fór Lúðrasveit verkalýðsins og lék íslensk ættjarðarlög. Í með var Olympus LS-11 hljóðriti. Vegna golunnar var nauðsynlegt að skera af 100 kílóriðum. Dreifingin í hljóðritinu er allsérstök.
Hljóðritið er birt með samþykki formanns Lúðrasveitar verkalýðsins.

In English

The Icelanders celebratet their national day on June 17. After the ceremony at the Cathedral of Reykjavik we listened to the performances and the speechof the prime minister outdoors. Then we went with the parade to the grave of Jón Sigurðsson, our national heroe. The Workers Brassband lead the parrade and played songs in praise of the motherland.
An Olympus LS-11 was used as the recorder. due to the breeze I had to cut of frequencies under 100 kHz.
This recording is published with the permission of the chairman of the brassband.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vísur Gísla Ólafssonar um lækinn og Eiríksstaðalækurinn

Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu  tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.

Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kröfuganga í Reykjavík 1. maí 2012

 

Kröfuganga var farin í Reykjavík í dag, 1. maí, sennilega í 90. skipti. Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fóru fyrir göngunni. Svanurinn var eftri og fylgdum við Elín honum. Fátt var um baráttulög, en heilmikið um skemmtilegar útsetningar.

Olympus LS-11 hljóðriti var með í för. Vegna norvestan-áttarinnar var skorið af 80 riðum. Kröfugangan fylgir hér í heild mönnum til ánægju og yndisauka.

 

IN ENGLISH

 

A demonstration was held in Reykjavik om May first as usually as well as a meeting at Ingolfs Square.

Two brassbands lead the demonstration. The workers Brassband and Svanur (swan).

An Olympus LS-11 was used to record the atmosphere. Due to the westerly wind I had to cut off frequencies below 80herz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing The Chime at the old railway station in Beijing

Hamingjusamur hljóðritariEnnþá hljómar Austrið er rautt

Þeir sem eru kunnugir Hljóðblogginu vita, að lagið Austrið er rautt er lag lífs míns.

Um tíma var þetta lag eins konar þjóðsöngur Kínverja, en árið 1942 var ort ljóð um Mao formann við þennan ástarsöng, sem áður hét "Ríðandi á hvítum fáki" og fjallaði um ungan mann, sem hugsaði til unnustu sinnar, sem hann mátti ekki vera að því að hitta, því að hann var genginn í andspyrnuher kommúnista gegn Japönum. Klukknaspilið á gömlu járnbrautarstöðinni í Beijing leikur ennþá þetta lag. Það hljóðritaði ég þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn kl. 17:00 að staðartíma. Notað var Olympus LS-11 tæki með vindhlíf frá Røde, en snarpur vindur var á þetta síðdegi.

THE CHIME OF THE OLD RAILWAY STATION IN BEIJING

The tune "The East is Red" is the song of my life as those, who have enjoyed this blog, know. First it was a lovesong which later was changed to a song in praise of Chairman Mao Zedong and was for some time a kind of a national anthem in China.

The chimes at the old railway station in Beijing still play this beautiful and magnificent tune. It was recorded on April 3 2012 at 17:00. An Olympus LS-11 was used with a windscreen as it was quite windy that afternoon.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Slaghörpusafnið á Gulanyu (Trumbuey)

Steinwey-flygill frá 1881 

Á Gulan-ey (Trumbuey), sem er örskammt undan strönd Xiamen-borgar í Suðaustur-Kína, ríkir sérkennileg kyrrð þrátt fyrir mergð ferðamanna, sem eru aðallega kínverskir. Menn njóta unaðar í þægilegu umhverfi, undur fögru, og mild hafgolan stýkur um vanga og hár.

Í hljóðritinu, sem fylgir þessari færslu, njóta menn mannlífsins, skoða hið fræga slaghörpusafn þar sem er að finna hvers konar slaghörpur (þá elstu frá árinu 1788) og heyra útskýringar leiðsögumannsins, ungrar konu, sem er prýðilegur slaghörpuleikari. Því miður var hljóðritari þessarar síðu of óþolinmóður við Olympus LS-11-tækið til þess að leikur hennar næðist. Í staðinn heyrum við í sjálfspilandi slaghörpu og rammfölskum lýrukassa frá Bretlandi.

Flygillinn á myndinni er af gerðinni Steinway, smíðaður 1881.

 

The Piano Museum on Gulan Island

 

Gulan Island, located 700 meters from the harbour of Xiamen in southeast-China, is a peacefule place inspite of the numerous tourists, mainly from China, visiting the island. The atmosphere is relaxing ant the gentle breeze from the ocean makes the climate confortable and enjoyable.

 

In the attached recording, we walk around, enjoying the sounds of the environment. Then we enter the famous Piano Museum, consisting of 89 pianos, the oldest one from 1788. We hear some explanations from the local guide who is an excellent pianoplayer. As I was a little too impatient with the Olympus LS-11 recorder, her pianoplaying was not captured. Instead we listen to a self-playing piano and an english hurdy-gurdy (made in 1936), which is out of tune.

The grand-piano on the photo is a Steinway from 1881.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Söngkona bak við luktar dyr

 

Fyrir tæpu ári lagði ég leið mína í fjölbýlishús nokkurt á höfuðborgarsvæðinu vestanverðu. Að eyrum mér barst undurfagur söngur. Greinilegt var að óperusöngkona undirbjó sig væntanlega undir tónleika.

Það hefur aldrei þótt siðsamlegt að liggja á hleri, en ég stóðst ekki mátið. Olympus LS-11 var í vasanum. Ég tók hann upp og mundaði hann að dyrunum.

 

Þegar ég ætlaði síðar að leita leyfis hjá söngkonunni til að birta þetta hljóðrit, var mér sagt að hún væri flutt.

 

IN ENGLISH

 

In February 2011 I entered an appartment house in the Reykjavik area. While walking upstairs I heard that a woman, obviously a professional opera singer, was rehearsing.

 

I know that it is not considered being polite listening to people through closed door. I had my Olympus LS-11 pocket recorder with me and couldn‘t do but recording the rehersal. Later on, when I wanted to ask for her permission to publish this recording on the web, I was told that she had moved away.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld"

Föstudaginn 5. janúar árið 1962 barst mér eftirfarandi símskeyti:

„Bláa dísin heimsækir útvarpið annað kvöld. Svavar.“

Sumarið áður lék Hljómsveit Svavars Gests fyrir dansi á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Mig bar þar að, sem hljóðfæraleikari í hljómsveitinni var að spjalla við einhvern Vestmannaeying og þegar hlé varð á samræðunum, spurði ég: „Afsakið, eruð þér í Hljómsveit Svavars Gests?“

Hljóðfæraleikarinn, sem var reyndar gítarleikari og hét Örn Ármannsson, spurði, hver væri svona kurteis og vakti athygli Svavars á þessum 9 ára gamla snáða, sem kunni að þéra. Þar með hófust kynni okkar Svavars, sem stóðu á meðan báðir lifðu.

Svavar komst að því að ég hefði gaman af að búa til lög og fékk mig til þess að leika nokkur þeirra fyrir sig inn á segulband. Þeim hef ég nú flestum gleymt. Þar á meðal var rúmban „Bláa dísin“, sem ég setti saman norður á Laugarbakka í Miðfirði mánudaginn 28. ágúst sumarið 1961, en þar vorum við tvíburarnir og móðir okkar í heimsókn hjá heiðurshjónunum Skúla Guðmundssyni og Jósefínu Helgadóttur. Svavar ákvað að taka Bláu dísina til flutnings í þætti, sem var á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda, en þeim þáttum var útvarpað um árabil á þrettándanum. Hann fékk Jón Sigurðsson, trompetleikara, til þess að leika lagið með hljómsveitinni.

Frumritþáttarins hefur ekki varðveist hjá Ríkisútvarpinu. Veturinn 1990-91 sá Svavar um þætti sem hann nefndi „Sungið og dansað í 60 ár“, þar sem rakin var saga íslenskrar dægurlagatónlistar. Í þættinum, sem fjallaði um dægurlagahöfunda frá Vestmannaeyjum, lék hann hljóðrit af Bláu dísinni. Einhver hefur hljóðritað þáttinn úr langbylgjuútvarpi, eins og heyra má á meðfylgjandi hljóðriti.

Hér birtist nú Bláa dísin enn á ný í tilefni þess að þann 6. janúar verða liðin 50 ár frá frumflutningi hennar. Svavar og hljómsveit hans léku lagið á tónleikaferðum sínum um landið þá um sumarið og lék þá Finnur Eydal laglínuna á klarínett. Þá útgáfu heyrði ég í Vestmannaeyjum og fannst hún jafnvel hljóma betur en trompet-útgáfan.

Ekki man ég nú, hvers vegna ég skírði lagið Bláu dísina. Sennilega er fyrirbærið komið úr sögunni um spýtustrákinn Gosa, en þar varð Bláa dísin honum bjargvættur.

Því miður eru hvorki varðveitt frumrit á Ríkisútvarpinu af þáttum Svavars á vegum Félags íslenskra dægurlagahöfunda. Veturinn 1964-65 sá Svavar um þáttinn „Á svörtu nótunum“, þar sem hann kynnti íslensk og erlend dægurlög. Þar á meðal flutti hann lag Oddgeirs Kristjánssonar „Þar sem fyrrum“ við texta Ása í Bæ og miðvikudaginn 24. mars árið 1965 voru á dagskrá þáttarins lög eftir okkar tvíburana. Mitt lag hét Heimþrá og var í fremur Shadows-legri útsetningu. Sennilega finnst það lag nú hvergi nema í minni höfundarins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Viltu ekki spila fyrir þá nýja þjóðhátíðarlagið?"

Í dag er þess minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar, þess manns sem einn getur kallast þjóðartónskád Vestmannaeyinga.

Oddgeir setti sterkan svip á bæjarlífið í Vestmannaeyjum. Hann stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja í tæpa þrjá áratugi, lék í hljómsveitum, samdi þjóðhátíðarlög áratugum saman, kenndi söng í Barnaskóla Vestmanneyja, þjálfaði hljóðfæraleikara og var hvarvetna hrókur alls fagnaðar þar sem hann átti leið um. Oddgeir var, auk þess að vera tónskáld, orðhagur maður og setti einatt saman kviðlinga sem flugu víða.

Oddgeir Kristjánsson hafði áhrif á alla sem kynntust honum og þegar hann lést, 18. febrúar árið 1966, varð almenn sorg í Vestmannaeyjum. Allir vissu að skaparinn hafði hrifið til sín einn af eyjanna bestu sonum.

Í morgun rifjaðist upp fyrir mér dálítið atvik frá sumrinu 1962. Ég sótti þá píanótíma hjá Hrefnu, dóttur Oddgeirs. Einhvern tíma miðsumars, þegar við tvíburarnir vorum stadir hjá Hrefnu, kom Oddgeir inn í stofuna og spurði hvort hún vildi ekki spila fyrir okkur nýja þjóðhátíðarlagið. Það hét þá ekkert annað, því að textinn var ekki tilbúinn, en hlaut svo nafnið "Ég veit þú kemur".

Í minningu minni hafði Hrefna stutt forspil að laginu. Okkur ber ekki saman um upphafið, en í huga mínum mótaðist minningin með þeim hætti sem meðfylgjandi hljóðrit ber með sér.

Lag þetta varð síðan eitt af fyrstu lögunum sem Gísli Helgason, blokkflautuskáld úr Vestmannaeyjum, lærði og olli tímamótum í lífi hans.

Í kvöld verður efnt til tónleika í eldborgarsal Hörpu, þar sem flutt verða lög Oddgeirs Kristjánssonar. Er það tilhlökkunarefni hverjum þeim, sem ann tónlist þessa merka manns og tónlistarfrömuðar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vísnasöngur á Iðunnarfundi

 

Sitthvað bar til tíðinda á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var í B-sal Gerðubergs föstudagskvöldið 4. nóvember.

 

Á meðal flytjanda var Eggert Ólafur Jóhannsson, vísnasöngvari, er söng nokkrar vísur eftir Cornelis Vresvijk og lék undir á gíta. Að lokum söng hann lag eftir Magnús Einarsson.

 

Eggert kom fram á fundi Iðunnar 7. janúar síðastliðinn og vakti þá verðskuldaða athygli.

http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1131854/

 

Notaður var Shure VP88 víðómshljóðnemi og Nagra Ares BB+ hljóðriti. Vegna þess hvað salurinn er hljómlítill var bætt dálitlum endurómi við hljóðritið.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fiðluleikarar og óperusöngvarar í Hofi himinsins í Beijing

Íslendingur kynnist leyndardómum kínverskrar fiðlu 

 

 

Sunnudaginn 30. október síðastliðinn höfðum við 5 Íslendingar verið á ferð og flugi meðfram austurströnd Kína til þess að leita hugmynda um það hvernig halda megi upp á 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins veturinn 2013-14. Ákveðið var að menn fengju frí á sunnudeginum, sem var síðasti heili dagurinn í Beijing.

 

Leiðsögumaður okkar og góð vinkona mín, Lv Yanxia, bauð mér að fara með sér á rand og hófumst við handa í Hofi himinsins, sem var eitt meginhofa Beijing á öldum áður.

 

Garðarnir umhverfis hofið iða af lífi um helgar. Þar kemur fólk saman, gerir margs kyns æfingar, ssyngur af hjartans list, leikur á hljóðfæri eða gengur um og nýtur lífsins. Mjög ber þar á aldurhnignu fólki.

Eftir að hafa verið við hljóðritanir á

söng og hljóðfæraslætti rákumst við á hóp manna sem léku á ýmsar fiðlur, svo sem Jinghu, sem einkum eru notaðar í Pekingóperum. Úr þessu varð hinn skemmtilegasti hljóðhræringur.  Í fjarska heyrðust söngvar og jafnvel kínversk rokktónlist.

 

Þegar nálgast lok hljóðritsins heyrist sungin aría úr byltingaróperunni Hvernig Tigurfjall var tekið með herkænsku.

 

English

 

On Sunday October 30, my friend, Lu Yanxia, took me to the gardens of the Temple of Heaven in Beijing where people gather and carry on with all kinds of entertainments as singing, dancing, gymnastics etc. After having recorded some singing we came across a group of men playing Jinhu, the traditional 2 string violine, used in the Peking opera. In the distance all kinds of music were heard. One singer sang wholeheartedly some arias from the opera Taking Tigermountain by strategy.

This all created a wonderful cacophony.

 

Recorded on an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband