Færsluflokkur: Minningar

40 ára farsæld - í minningu Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi

Sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóri á Seltjarnarnesi árin 1965-2002, lést að heimili sínu 3. þessa mánaðar á 83. aldursári.

Sigurgeir setti mikinn svip á samfélagið. Hann var tíðum umdeildur, en þegar ferill hans er gerður upp er niðurstaðan sú að hann hafi verið farsæll í störfum sínum fyrir bæjarfélagið þau 40 ár sem hann var í hreppsnefnd og bæjarstjórn.

Árið 2006 hljóðritaði ég viðtöl við hann sem útvarpað var daginn eftir kosningar þá um vorið.

Fylgir útvarpsþátturinn hér fyrir neðan.

 

http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1240227/


Skroppið til shanghai - A short trip to Shanghai

Þann 4. September 2016 flaug ég áleiðis til Shanghai með viðkomu í París. Í Shanghai dvaldi ég til 8. Sept. Þá hélt ég til Íslands með viðkomu á Schiphol-flugvelli í Amsterdam.

Hér eru þrjú hljóðskjöl:

Það fyrsta er örstutt hljóðmynd frá Putong-flugvelli í Shanghai. Þar er þjónusta til mikillar fyrirmyndar. Hljóðritið var gert eftir að ég hafði kvatt ágæta leiðsögukonu mína, Song Zhemin, sem reyndist mér einstök hjálparhella á meðan á dvöl minni stóð.

Annað hljóðskjalið er úr Boing 777 flugvél á leiðinni til Amsterdam.

Að lokum er brugðið upp stuttri kvöldhljóðmynd af erli starfsmanna á Schiphol-flugvelli.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

In English

On September 4 I went to Shanghai via Paris. There I stayed until Sept. 8, when I went back to Iceland via Amsterdam.

There are 3 recordings attached to this report.

 

  1. A short sound immage from Putong airport, recorded after I had said goodbye to my guide, Miss Song Zhemin who was a wonderful helping hand during my stay in shanghai. At the airport I enjoyed an excellent service.
  2. On board a Boing 777 on the way to Schiphol airport.
  3. A short evening recording from Schiphol airport.

 

An Olympus LS-11 was used. Good headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áður en jarðarför hefst - Before the funeral

Um stundarfjórðungi áður en jarðarför hefst í Fossvogskirkju er klukkunni hringt á nokkurra sekúndna fresti. Andrúmsloftið ber þá vitni um söknuð og íhugun.

Þetta hljóðrit er frá útför tengdamóður minnar, Sólveigar Eggerz Pétursdóttur, 1. apríl 2016.

Hljóðritað var með Samsung S6 farsíma og Amazing Recorder forriti.Hljóðritið er 16 bitar og 44,1 kílórið.

Mælt er með góðum heyrnartólu.

Hlustið á fremur lágum styrk.

 

In English

 

The passina bell starts at Fossvogs Church in Reykjavik, Iceland, around 15 minutes before the funeral ceremony starts. The ambience is marked with reflection and regret.

This recording was made on April 1, 2016.

Recorded with a Samsung S6 and Amazing MP3 recorder.

The recording is in 16 bits, 44,1 kHz.

Godd headphones recomended with the volume set to low.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þrjú útvarpsviðtöl við Arnþór Helgason

Hér eru birt þrjú útvarpsviðtöl.

1. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 2. október 2009.

2. Kvöldgestir í umsjón Jónasar Jónassonar, útvarpað 9. október 2009.

Í þessum þáttum segir undirritaður frá ævi sinni.

 

3. Ferðalag í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, útvarpað 19. september 2015. Sagt er frá  fyrstu ferð undirritaðs til Kína árið 1975, en samferðamenn hans voru Páll Helgason, Lárus Grétar Ólafsson og Magnús Karel Hannesson.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950

Þessi þáttur var frumfluttur í Ríkisútvarpinu 16. janúar 2000, en 7. þess mánaðar voru liðin 50 ár frá því að Helgi VE 333 fórst við Faxasker í Vestmannaeyjum ásamt 7 manna áhöfn og þremur farþegum.

Þátturinn byggir á viðtölum sem tekin voru á árunum 1994-2000.
Rakin er saga skipsins frá upphafi smíði þess árið 1935 allt til þess að rekinn úr því var nýttur við Breiðafjörð.
Eftirtaldir koma fram:
Guðrún Stefánsdóttir, ekkja Helga Benediktssonar, útvegsbónda í Vestmannaeyjum,
Séra Halldór E. Jonsson (fórst með Helga),
Björn Sigurðsson frá Hallormsstað (vann að smíði skipsins),
Gísli Brynjóúlfsson, sonur Brynjúlfs Einarssonar, bátasmiðs,
Halldóra Úlfarsdóttir (vann hjá Guðrúnu og Helga),
Vernharður Bjarnason (starfaði um árabil við inn- og útflutning hjá Helga Benediktssyni),
Hallgrímur Hallgrímsson (sonur Hallgríms Júlíussonar, skipstjóra á Helga),
Andrés Gestsson, háseti á Helga um nokkurra ára skeið,
Einar Vilhjálmsson, fv. tollvörður,
Sigtryggur Helgason (sonur Guðrúnar og Helga),
Aðalheiður Steina Scheving,
Jón Hjörleifur Jónsson, fv. skólastjóri,
Árni Ingvarsson, fyrrum háseti á Herðubreið,
Sigríður Ólafsdóttir (Sirrý í Gíslholti), vinkona og fyrrum vinnustúlka hjá Helga og Guðrúnu,
Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð,
Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrum hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi Vestmanneyja,
Gunnar Eyjólfsson frá Lambavatni á Rauðasandi,
Ari Ívarsson frá Melanesi á Rauðasandi,
Eigill Ólafsson frá Hnjóti í Örlygshöfn,
Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk.

Lesari var Sigrún Björnsdóttir og kynnir í lok þáttar Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

Kór Langholtskirkju flutti kvæði Halldórs E. Johnsons í lok þáttarins við lag Arnþórs Helgasonar

 

Sigtryggur Helgason kostaði gerð þáttarins.

Tæknimaður við samsetningu var Vigfús Ingvarsson.

Höfundur handrits: Arnþór Helgason

 

Vakin skal athygli á þættinum "Faxasker" sem er neðar á síðunni. Þar er fjallað um sögu þeirra þriggja skipa sem fórust við skerið á síðustu öld. Í þættinum koma fram ítarlegri upplýsingar um Helga VE 333 og ýmislegt sem tengist Helgaslysinu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fiskurinn hefur fögur hljóð - skrúfuhljóðið sem fældi burt síldina

Fjallað er um upphaf notkunar fiskleitartækja á Íslandi. Eggert Gíslason, skipstjóri segir frá. Þá er stórfróðlegt viðtal við Baldur Böðvarsson, útvarpsvirkja, en hann tók þátt í að mæla hljóð frá skrúfum fiskiskipa, en margir skipstjórar töldu skrúfuhljóðin fæla burtu síldina. Í þessu viðtali greinir Baldur frá ýmsu viðvíkjandi þessum málum og birt eru hljóðrit sem þeir feðgar, Baldur og Hrafn gerðu. Baldur fjallar einnig um aðrar nýjungar svo sem ratsjána og upphaf hennar. Þá greinir
Páll Reynisson hlustendum frá heyrn fiska
Þátturinn var á dagskrá Ríkisútvarpsins í júlí 1999 og er birtur hér í minningu Baldurs Böðvarssonar, en hann lést 2. júlí 2015 á 91. aldursári.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Meingunarslysið um borð í Röðli í janúar 1963

Þessi þáttur er byggður á viðtölum sem Hugi Hreiðarsson tók árið 1998 við skipverja sem lifðu af skelfilegt meingunarslys um borð í togaranum Röðli í janúar 1963. Þættinum var útvarpað í júlí 1999. Sögumenn eru Bárður Árni Steingrímsson og Þórir Atli Guðmundsson.
Afleiðingar slyssins settu mark sitt á þá sem lifðu af og flestir hafa þeir þurft að glíma við afleiðingar eitrunarinnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kópur, fyrsta selveiðiskip Íslendinga

Þáttur þessi er einkum byggður á ævisögu Jóns Guðmundssonar, Jóns í Belgjagerðinni, "Sonur Bjargs og báru", sem Guðmundur Hagalín skráði.

Eftir að þættinum var útvarpað bárust mér heimilidir um fleiri selveiðiskip en Kóp, sem voru í eigu Íslendinga.

Í lok þáttarins er stutt viðtal við Árna Jónsson, son Jóns Guðmundssonar.

Tekið skal fram að sumt í frásögn Guðmundar Hagalíns, sem birt er í þessum þætti og varðar björgun áhafnarinnar á Kópi, þykir sumum ættingjum skipverja heldur missagt. Hefur ekki verið gerð tilraun til að leiðrétta frásögn Guðmundar Hagalíns og bíður það betri tíma.

Lesari í þættinum var Gunnþóra Gunnarsdóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íslendingur afvopnar bandarískan hermann

Valdimar Haraldsson sagði mér þessa sögu á þrettándanum árið 2000. Henni var útvarpað þá um haustið. Frásögn Valdimars er hreinskilin og fátt undanskilið, enda vakti hún talsverða athygli.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Faxasker

Hér er greint frá skipum þeim sem strönduðu og fórust við Faxasker á síðustu öld, en þau voru Ester 1918, Helgi VE 343 7. janúar 1950 og Eyjaberg í mars 1966. Mannbjörg varð er Ester og eyjabergið strönduðu, en 10 manns fórust með Helga (sjá þáttinn Helgaslysið 7. janúar 1950). Lesari í þættinum var Gunnþóra Gunnarsdóttir. Honum var útvarpað haustið 1999. Lesið er m.a. bréf sem Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri á Helga, skrifaði vini sínum, Þórði Benediktssyni, um mikla svaðilför sem Helgi fór til Bretlands í febrúar 1943.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband