Færsluflokkur: Reykjavík

Víðar tekist á en á Alþingi

 

Þegar gengið er meðfram Reykjavíkurtjörn virðist oftast nær allt með kyrrum kjörum. En þar er háð skefjalaus barátta um lífsins gæði.

Mánudaginn 2. júlí vorum við Elín þar á ferð ásamt barnabarni okkar, Birgi Þór Árnasyni, 7 ára. Skammt frá Ráðhúsinu var ákveðið að gefa fuglunum brauð og voru ýmsir um hituna: stokkendur, mávar, mávategundir og svanir.

Í bakgrunni heyrist maður safna saman tómum flöskum og fleira ber fyrir eyru. Í lokin verður nokkur hamagangur þegar svanur bítur í væng eins andarsteggsins sem hringsnýst og reynir að losa sig. Það er víðar barist hér á landi en á Alþingi.

 

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

 

IN ENGLISH

 

While walking along the shore of the Lake of Reykjavik, which is located in the center of town, everything seems mostly calm. But things can change rapidly.

 

On July 2 this year I and Elin were walking along with our 7 years old grandson and it was decided to feed the birds with som bread, even though they stay in „The largest bread soup of Iceland". We were on the east bank not far from the City hall.

 

There were ducks, several kinds of seaguls and swans struggling to get their share. At the end a swan bit one of the ducs in the wing and held her for a while, but the duck struggled to get itself free.

 

The recording was made with a Olympus LS-11 in 16 bits, 44,1 kHz.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tvíhljóða hrafn - ástarsöngur að hausti

 

Þegar við hjónin gengum meðfram KR-vellinum síðdegis í gal í allhvassri austangolunni, varð á vegi okkar hrafn, sennilega unglingur, sem sat efst á ljósastaur. Hann krunkaði ákaft, en lækkaði róminn um leið og við námum staðar og ég rétti að honum hljóðnema. Sumir hald því fram að þessi hljóð heyrist fyrst og fremst þegar hrafnar undirbúa hreiðurgerð, en sú virðist ekki raunin.

Eftir að hljóðritun lauk hófst hann handa að nýju, en vegna ákefðar missti ég af seinnihluta sönglistar hans. Örlítið heyrist í jakka vegfaranda sem stóð nærri.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Hljóðritað var á 16 bitum, 44,1 riðum.

 

A raven with two sounds

 

When I and my wife were walking on the pedestrian road nearby the KR-sports stadium in western Reykjavik today we heard a raven, probably a youngster, croaking loudly. It hat placed itself on the top of a lamppost, but lovered his voice when we stopped and pointed the mics towards it. I have been told that these sounds are only heard when the ravens are preparing their nesting, but obviously this is not the case.

The wind disturbed a little and a little sound came from the jacket of a nearby person.

An Olympus LS-11 was used.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Byggingaverkamenn að störfum austan Oddagötu í Reykjavík

 

Austan Oddagötu á svæði Háskóla Íslands eru nú reistar nýjar stúdentaíbúðir. Þegar við hjónin hjóluðum þar framhjá í fyrradag á tveggja manna hjólinu Orminum bláa, bar fyrir eyru hljóð, sem vart hafa heyrst á þessu svæði í nokkur ár - byggingarverkamenn voru að störfum. alls konar hljóð bar fyrir hlustir: negldir voru venjulegir naglar með hömrum, sagir hljómuðu, slípirokkar, sementshrærivélar o.s.frv. Þess vegna var farið á staðinn í gær og tekið hljóðsýni.

Mælt er með góðum heyrnartólum. Njótið hávaðans og fjölbreytni hans en gætið þess að skaða ekki heyrnina.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Blimp-vindhlíf var notuð.

 

A construction side in Reykjavik.

 

In Reykjavik, east of Oddagata, a street at the area of The University of Iceland, a team of construction workers is currently building an apartment house with flats for students. These sounds are not as frequently heard in Iceland as in the years before the financial crash in 2008 and the econonic recession, which followed., when I and my wife passed by on our tandem 2 days ago. all kinds of machinery and old fashioned hammers were heard and many things more.

We went there again yesterday and I collected some samples of sounds.

A Nagra Ares BB+ was used, recorded at 44,1 kHz and 24 bits. Røde NT-2A and NT-55 omnidirectional were used in a MS-setup, covered by a blimp.

Good headphones are recommended. Please enjoy the noise!Take care of your ears and enjoy the sounds.

comments are welcomed at

arnthor.helgason@gmail.com.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skrúðgangan að leiði Jóns forseta

Sautjándi júní var haldin hátíðlegur um allt land í dag.
Eftir að hafa hlýtt guðsþjónustu í dómkirkjunni og hlustað á hátíðarhöldin á Austurvelli, héldum við sem leið lá með skrúðgöngu upp í Hólavallakirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar. Í fararbroddi fór Lúðrasveit verkalýðsins og lék íslensk ættjarðarlög. Í með var Olympus LS-11 hljóðriti. Vegna golunnar var nauðsynlegt að skera af 100 kílóriðum. Dreifingin í hljóðritinu er allsérstök.
Hljóðritið er birt með samþykki formanns Lúðrasveitar verkalýðsins.

In English

The Icelanders celebratet their national day on June 17. After the ceremony at the Cathedral of Reykjavik we listened to the performances and the speechof the prime minister outdoors. Then we went with the parade to the grave of Jón Sigurðsson, our national heroe. The Workers Brassband lead the parrade and played songs in praise of the motherland.
An Olympus LS-11 was used as the recorder. due to the breeze I had to cut of frequencies under 100 kHz.
This recording is published with the permission of the chairman of the brassband.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kröfuganga í Reykjavík 1. maí 2012

 

Kröfuganga var farin í Reykjavík í dag, 1. maí, sennilega í 90. skipti. Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fóru fyrir göngunni. Svanurinn var eftri og fylgdum við Elín honum. Fátt var um baráttulög, en heilmikið um skemmtilegar útsetningar.

Olympus LS-11 hljóðriti var með í för. Vegna norvestan-áttarinnar var skorið af 80 riðum. Kröfugangan fylgir hér í heild mönnum til ánægju og yndisauka.

 

IN ENGLISH

 

A demonstration was held in Reykjavik om May first as usually as well as a meeting at Ingolfs Square.

Two brassbands lead the demonstration. The workers Brassband and Svanur (swan).

An Olympus LS-11 was used to record the atmosphere. Due to the westerly wind I had to cut off frequencies below 80herz.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Starrar og nokkrir skógarþrestir í Fossvoginum

 

Stundum fer ég léttvopnaður í leiðangra. Þá er hljóðritun ekki megintilgangur ferðarinnar heldur útivist og það sem að höndum ber.

Í gær drógum við Elín Orminn bláa út úr híði sínu og héldum sem leið lá eftir reiðhjólastígum í austurátt. Skammt fyrir austan brúna, sem liggur yfir umferðarfljótið Kringlumýrarbraut, var mikið starrager og nokkrir skógarþrestir. Þar sem Olympus LS-11 var í rassvasanum var numið staðar og hljóðið fangað. Talsverður gæðamunur er á þessu hljóðriti og þeim sem gerð eru með Nagra Ares BB+ og voldugum hljóðnemum. Samt er gaman að geta deilt með ykkur haustfuglasöng í Reykjavík.

 

Redwings and starlings

 

I sometimes leave my heavy recording geer at home but bring with me some light equipments when walking or biking. Then the main purpose is the enjoyment of spending time with my wife and enjoying everything which appears.

Yesterday I and Elin took our tandem, The Blue Dragon, out of it‘s lair and took a ride around Reykjavik. East of the bridge for cyclists and pedestrians, which crosses the trafic ocean Kringlumýrarbrautb there was a flock of starlings and some redwings singing and chatting. As I had an Olympus LS-11 in my pocket the sound was captured.

The quality of the sound cannot be compared with recordings made with Nagra Ares BB+ and some heavy mics. But it is still a pleasure of providing you with some birdsongs from an autumn day in Reykjavík.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2011

 

Aldrei hafa fleiri skráð sig í Maraþon og hálf-Maraþon Íslandsbanka en í gær, 20. ágúst. Hið sama átti við um 10 km hlaupið.

http://mbl.is/mm/greinilegur/frett/1588519/

Nokkrum sinnum hefur undirritaður reynt að hljóðrita skemmtiskokkið og eru hljóðrit frá árinu 1998 og 2010 á þessum síðum. Í gær, laugardaginn 20. ágúst, viðraði einstaklega vel. Fyrstu Maraþonhlaupararnir fóru vestur Nesveginn við Tjarnarból 14 um kl. 08:50. Komið var fyrir Røøde NT-2A og NT-55 hljóðnemum í vindhlíf. Notuð var MS-uppsetning. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

 

Óvænt truflun

 

skemmtiskokkið var einnig hljóðritað. Rétt áður en það hófst hljómaði lagið Austrið er rautt í farsímanum, en ég hafði gleymt að slökkva á honum. Glöggum hlustendum, sem hlusta á hljóðritið með heyrnartólum, skal bent á að vel heyrist að ég sat fyrir aftan hljóðnemana. Hlustendur eru hvattir til að láta ekki hávaða vélknúinna ökutækja fæla sig frá því að hlusta á hljóðritið.

 

In English

 

The day of Reykjavik is 18. August. The first Satureday after 18. August is called „Cultural night" probably because when it was first celebrated the main emphasis was on evening and night activities. But now the festival takes place during the day.

http://menningarnott.is/

 

Before the start of the cultural activitees there are some sport events organized by the Bank of Iceland - Marathon, Half-Marathon and 10 km run. On August 20 this year 684 people took part in the Marathon, 1852 in half-Marathon and 4.431 in the 10 km run.

First the Marathon and Half-Marathon runners passed by my house at around 08:30 (the first recording) and at around 09:40 both the Marathon runners as well as 10 km runners starting flowing from east to west.

 

Unexpected Disturbance

 

Just after the second recording was started my mobile phone began playing The East is Red as I had forgotten to turn it off. Those, who listen to the recording with stereo headphones, will notice that I was sitting behind the microphones.

I used the same setup as in previous recordings.

Do not let the noise from passing cars disturbing you from enjoying the recording and the atmosphere.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðidagurinn mikli í Reykjavík 6. ágúst 2011 - sameiningartákn

 

Það er óhætt að fullyrða að Hinsegin dagar og þá einkum gleðigangan séu orðin tákn þeirra sem berjast fyrir því að auðugt mannlíf sé virt og menn njóti fjölbreytileika þess. Samtök eins og aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands ættu að geta lært heilmikið af þeim árangri sem samkynhneigt fólk hefur náð að undanförnu. Það hefur komist svo langt að fá notið sín þrátt fyrir og vegna sérstöðu sinnar.

Þannig á það að vera um fleiri. Þeir eiga að njóta þess að vera eins og þeir eru þrátt fyrir og vegna þess að vera eins og þeir eru. Þess vegna nýt ég lífsins og nýt þess að vera blindur. Um leið vorkenni ég þeir sem vantreysta þessum fámenna hópi Íslendinga.

Við hjónin áttum þess ekki kost að taka þátt í gleðigöngunni en létum þó sjá okur í mibæ Reykjavíkur upp úr kl. 16:00. Brugðið var á loft Olympus LS-11 vasahljóðrita og andrúmsloftið fangað á Ingólfstorgi. Þaðan var haldið um Austurstræti að Arnarhóli þar sem Hera Björk gladdi mannskapinn. Beðist er velvirðingar á lökum hljóðgæðum í lokin, en þau eru eingöngu sök hljóðmeistara síðunnar.

 

In English

 

The Gaypride festival in Reykjavik has become a symbol for all groups who fight for their equal rights and want people who enjoy their life even though they are as the are and because they are as they are. The Organasation of Disabled in Iceland should learn from the struggle of the homosexuals who have learned how to enjoy their life both because and though they are as theyy are. I enjoy my blindness both because I am as I am and though I am as I am. I feel sorry for those who distrust the blind community of the world and prevent them from normal participation in the society because of lack of understanding and knowledge.

I and Elin were not able to join the March of Happiness. Later on at around 16:00 we went downtown and I recorded the atmosphere, as about 30% of the population of Iceland had gathered in the center of Reykjavik to participate in the happiness. A small Omympus LS-11 was used to capture the atmosphere. Faults in the sound quality in some parts of the recording are due to mistakes of the recorrdist.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Snöggsoðinn seytjándi

Þetta er örstutt ágrip þess sem bar fyrir eyru á seytjándanum í Reykjavík árið 2011. Hafist var handa á Austurvelli, hljóðrituð lúðrasveit sú er lék þar, megininntak ræðu Jóhönnu sigurðardóttur, Karlakór Reykjavíkur og stúlknakór Kársnesskóla. Þaðan var haldið á dansleik Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsinu um kvöldið. Þar lék Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur fyrir dansi og skemmti fólk sér konunglega. Framhjá okkur fóru að mestu tónleikar á Ingólfstorgi og Arnarhóli. Olympus LS-11 neitaði að hljóðrita þá.

Reynt var að fanga umhverfi og nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglasöngur og umhverfið í Laugardalnum

Um hádegisleytið fórum við Elín í Laugardalinn að njóta návistar við gróður og fugla. Ég hafði með mér Røde NT-2A og NT-55 í blimp vindhlíf, setta upp í MS-uppsetningu. Í norðvestur-hluta Laugardalsins stillti ég ölu saman upp og hófst handa við að hljóðrita þrastasöng. Mest bar á skógarþröstum en svartþrestir héldu sig fjær.

Á 12. mínútu, u.þ.b. 11,50 mínútu, varð einhver árekstur milli svartþrastar og skógarþrastar. Nokkuð bar á loftræstingu, sennilega frá Laugardalshöllinni, en hún er hluti umhverfisins.

Seinna hljóðritið er gert skammt austan við kaffihúsið Flóru. Þar var svartþröstur nærri göngustígnum, en hann færði sig um set þegar ég birtist og hélt sig fjærri, flutti sig reyndar yfir gangstíginn. Í þessu hljóðriti ber mest á skógar- og svartþröstum, hani galar í fjarska og nokkrir smáfuglar koma við sögu auk vegfarenda. Hlustendur geta spreytt sig á að greina fuglategundirnar.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband