Færsluflokkur: Seltjarnarnes

Árleg flugeldaskothríð - The Annual Fireworks

Um áramótin 2016-17 var talsverð flugeldaskothríð á Seltjarnarnesi.

Tveimur Sennheiser ME-64 var komið fyrir norðan við Tjarnarból 14 u.þ.b. 10 m frá húsinu. Vísuðu þeir út á nesveginn og var um 30° hallli á þeim. Uppsetningin var AB með 30 cm. Millibili. Þeir voru klæddir í loðfeld frá Rycote.

Hljóðritað var með NAGRA Ares BB+, 24 bitum.

Um er að ræða tvær útgáfur:

 

  1. Fyrri útgáfan er Frá kl. 23:50-0,05 eftir miðnætti.
  2. Hljóðritið er frá kl. 23:30-0:26 eftir miðnætti.

Mælt er með góðum heyrnartólum. Gætið þess að skaða ekki heyrn ykkar.

Hægt er að fá upprunalegu WAV-hljóðskrárnar með því að senda tölvupóst á arnthor.helgason@gmail.com

 

 

In English

The world famous fireworks took place all over Iceland on new years eve.

Two Sennheiser ME-64 were placed some 10 cm from the apartment house of Tjarnarból 14 in Seltjarnarnes facing the main road in a AB setup with 30 cm space. The mics were directed upwards around 30°.

 

There are 2 versions of the recording:

  1. From 23:10‘0,04
  2. From 23:30-0,26.

Recorded in 24 bits with a Nagra Ares BB+.

 

Wav-files can be obtained by sending email to

Arnthor.helgason@gmail.com

 

Good headphones recommended. Please be careful not to damage your hearing.

 

Lengri


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðiboðskapur aðventunnar - predikun dr. Gunnlaugs A. Jónssonar, prófessors, á 4. sunnudegi í aðventu 18. desember 2016

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, predikaði í Seltjarnarneskirkju um gleðiboðskap aðventunnar. Í þessari predikun fléttaði hann saman ýmsa þræði sem greina inntak og eðli kristinnar trúar. Ræðan var flutt af miklum lærdómi og einlægni sem höfundi er í blóð borin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lítil flugvél flýgur yfir Seltjarnarnes - A small aircraft flies across Seltjarnarnes

Á meðan fólk hljóp sem ákafast í 10 km hlaupinu í Reykjavík 20. Ágúst birtist lítil flugvél úr suðaustri og flaug í norðvestur yfir Seltjarnarnes.

Hreyfingin heyrist einkar skemmtilega ef notuð eru góð heyrnartól.

MS-uppsetning: Røde  Nt-2A og NT-55.

 

In English

While people were running in the Reykjavik run on August 20 a small airplane appeared from south-east flying north-west across Seltjarnarnes.

The movement is quite audible if headphones are used.

MS-setup: Røde NT-2A and NT-55.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

10 km hlaupið - The 10 km run

Laugardaginn 20. ágúst var 10 km hlaupið háð að venju í aðdraganda Reykjavíkurnætur.

Þúsundir fólks þreyttu hlaupið.

Andrúmsloftið var þrungið gleði og þátttakendur voru óspart hvattir.

Hljóðritað var norðanmegin við Tjarnarból 14, þegar fólk hljóp framhjá eftir Nesveginum.

Nagra Ares BB+ var notaður.

Hljóðnemunum var komið fyrir í u.þ.b. 175 cm hæð. Eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vera neðar til þess að fanga betur fótaburð þátttakenda.

Sérstök athygli er vakin á lítilli flugvél sem heyrist í lokin (í kringum 26 mín). Glöggt heyrist hvernig hún kemur úr suðaustri og heldur í norðvestur.

Notaðir voru Røde NT2A, stilltur á áttu og NT55. Hljóðritað var í MS-stereo.

Mælt er eindregið með góðum heyrnartólum.

 

In English

The annual 10 km run was held in Reykjavik on August 20 in advance of The Reykjavik Marathon with thousands of participants. The atmosphere was quite vivid and the participant were stimulated by the audience.

Please pay attention to a episode close to the end of the recording, when a small aeroplane which is heard coming from the south-east flying to north-west (around 26 minutis).

A Nagra BB+ was used together with Røde NT-2A in an 8 setup and NT55 as the mid channel. The recording was made in MS-stereo.

The mics were located around 175 cm above the ground. Perhaps they should be kept a bit lower to record the foodsteps of the participants.

Good headphones are recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bletturinn sleginn - Tne lawn mowed

Í dag var grasflötin við Tjarnarból slegin með hávaðasamri sláttuvél. Hljóðið var fangað. Í fjarska var verið að vinna við bílskúrsgólf.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með dauðum kettlingi.

 

In English

Today our lown was mowed with a noisy machine. In a nearby hous the garage was being repaired.

Recorded with an Olympus LS-11 with it‘s mics and a dead kitten.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rigning og slagharpa - Rain and a grand piano

Mánudaginn 25. Júlí skall á hellirigning á höfuðborgarsvæðinu upp úr kl. 3 síðdegis.

Hljóðritun hófst við bílskúrana á Tjarnarbóli 14 kl. 16:35. Fyrst var hljóðritað utan dyra en seinna hljóðritið er innan úr skúrnum.

Ýmis umhverfishljóð eru látin halda sér.

Notaður var Samsung S6 sími og Amazing MP3 recorder-hljóðrit.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

 

IN ENGLISH

In the afternoon on Monday July 25 it burst on with buckets of rain in the Reykjavik area.

These 2 recordings were made at around 16:35 pm. The first one is made outside a garage and the second one inside.

Recorded with a Samsung S6 Galaxy smartphone using Amazing MP3 recorder. The mics in the phone were used.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áramótaflugeldar 2015-16 - The new years fireworks 2015-16

Hljóðritið nær frá 23:45-0:11 eftir miðnætti.

Ljóst er af meðfylgjandi hljóðriti að dæma að mun meira var skotið upp af flugeldum um þessi áramót en í fyrra. Að þessu sinni voru tveir Sennheiser-hljóðnemar ME-62 settir upp á svölum á suðvesturhlið Tjarnarbóls 14, en ekki norðan við húsið eins og í fyrra. Nýtt fjölbýlishús vestan við breytti nokkuð hljóðumhverfinu.

Reynt var að hljóðrita einnig norðan við húsið en vindhlíf með hljóðnema fauk um koll og skemmdist.

Reyndar fuku hljóðnemarnir einnig um koll á svölunum í snarpri vindhviðu kl. 27 mínútur yfir miðnætti, en þá var gauragangurinn um garð genginn.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+.

Takið eftir gauraganginum þegar hljóðritið nálgast endinn.

 

In English

The fireworks in Reykjavik on new years eve is world famous. It was a lott more noisy this time than last year.

This stereo-recording of the fireworks display is from 23:45-0:11 on new years eve.

Recorded with Nagra Ares BB+ and two Sennheiser ME62.

Headphones recommended.

Please note the big noise around the end of the recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjölbýlishús í byggingu - Building a new appartment house

Nú er smíði fjölbýlishúss á horni Skerjabrautar og Nesvegar langt komin. Hin fjölbreytilegustu hljóð heyrast í margs konar tólum, tækjum og mönnum.

Í dag var tekið hljóðsýni sem fylgir hér. Einnig heyrist umferðin eftir Nesveginum á bak við, vatn sem drýpur á svalirnar og sumarfuglar láta á sér kræla. Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir Røde Nt-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

The construction of a new appartment house at the corner of Skerjabraut and Nesvegur in Seltjarnarnes, Iceland, is now passing well on. All kinds of sounds from various tools, equipments and human beings are heard from the building.

This morning I made some sound tests. The trafic behind is heard as well as some drops and summer birds. Good headphones recommended.

The recorder was Nagra Ares BBB+ with Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. The original recording is in 24 bits.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vindur í húsasundi - The wind between two houses

Það sem af er sumri hefur verið fremur sólríkt, vindasamt og svalt. Í morgun áttaði ég mig á skemmtilegum hljóðum sem norðanvindurinn myndaði á svölunum á Tjarnarbóli 14 sem vísa í suðvestur. Vegna nýrrar byggingar sem er vestan við Tjarnarból 14 þýtur öðruvísi í vindinum en áður.
Notast var við einfaldan búnað, Olympus LS-11 og skorið af 100 riðum. Hljóðritið er í fullum gæðum, 24 bitum og er því niðurhalið fremur hægt.
Mælt er með góðum heyrnartólum.

In English.
This summer has up to now been sunny, cold and windy. I noticed that the wind produced some special sounds on my balkony facing southwest. The northern wind now has to go through between our hous and the new one close to the west.
A simple geer was used, Olympus-11.
The recording is in 24 bits and the download can therefore be a little slow.
Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðrið 14. mars - The Tempest on March 14

Enn eitt óveðrið geisaði á sunnanverðu landinu að morgni 14. Mars 2015. Á Keflavíkurflugvelli var vindhraðinn um 30 m/sek kl. 10:00 og má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður hér á Seltjarnarnesi.

Tækifærið var notað og ósköpin hljóðrituð í stofunni á heimili okkar sem veit mót suðvestri. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti ásamt tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu.

Hljóðritun hófst kl. 09:45.

Upprunalega hljóðritið er 24 bita og 48 kílórið. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðni hljóðritsins, en hin djúpu hljóð, sem steinsteypt hús gefa jafnan frá sér í ofviðri, heyrðust vel og því óeðlilegt að breyta þeim. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

 

In English

Yet another tempest raged in Southwest Iceland in the morning of March 14 ths year. The wind speed was about 30 m/sek.

A recording was made in our living room facing south-west.

A Nagra Ares BB+ was used together with 2 Røde NT1-A microphones in an AB-setup. The original recording is in 48 kHz and 24 bits.

The lower frequencies have not been cut off. Therefore the deep rumbling sounds of the hous are easily heard. We heard them ourselves and therefor I thought it unnecessary to edit the sound.

The recording starts at 09:45.

Good headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband