Færsluflokkur: Umhverfishljóð

Engisprettur á Krít - Grasshoppers on Creta (Crete)

Dagana 17.-28 september vorum við Elín á Krít. Var það bæði áhugaverð og yndisleg ferð.

Föstudaginn 21. sept. fórum við ásamt nokkrum Íslendingum á matreiðslunámskeið á býlinu Kissamos skammt utan við Chania, sem er næststærsta borg eyjarinnar. Var þar haldið matreiðslunámskeið sem var í raun í því fólgið að við tókum þátt í undirbúningnum.
Þegar verkefnin urðu of flókin kom ég mér fyrir skammt frá býlinu og hljóðritaði engisprettur.
Máltíðin var unaðsleg. Býlið er sjálfbært að mestu leyti og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 100 ár.
Meðfylgjandi hljóðrit er samsett úr fjórum hljóðritum. Styrkurinn var hinn sami en engispretturnar voru misjafnlega hávaðasamar.
Mælt er með góðum heyrnartólum og hafið þau ekki of hátt stillt.

In English
My wife and I spent our time on the island of Creta (Crete) on sept 17-28 this year.
On September 21 We went together with some Icelanders to the Kissamos farm close to the town of Chania in north-west Crete for a cooking course.
The farm has been in the same family for 100 years and the environment is wonderful.
The agriculture there is mostly sustainable.

When things got too complicated I went to the garden recording the grasshoppers.
Enjoy the listening.
Good headphones recommended. Be careful with your ears. The recording is made of several recordings.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþon 2018 - Reykjavik Marathon 2018

Reykjavíkurmaraþonið var þreytt í 23. sinn í dag, 18. ágúst. Þúsundir fólks tóku þátt í því, 10 km hlaupi o.s.frv.
Þetta hljóðrit er frá því kl. 09:55. Stemmingin heyrist vel og fótatak hlauparanna.
Hljóðritað var með Zoom H6 með áföstum víðómshljóðnema. Tækinu var komið fyrir í Blimp-vindhlíf.
Mælt er með góðum heyrnartólum.
Hljóðritað var við Tjarnarból 14 Nesvegs-megin.

IN ENGLISH

The annual Reykjavik Marathon was held on August 18 2018. Thousands of people ran in support for various welfare-organisations.
The recording started at 09:55. The athmosphere     can be enjoyed as well as the sounds og the leaping masses.
Recorded with Zoom H6 with attached Stereo microphone. The device was in a Blimp windshield.
The recording was made at Seltjarnarnes, Iceland - in front of Tjarnarbol 14.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klappirnar við Akranesvita - The boulders nearby Akranesviti

Akranesviti dregur að sér fjölda fólks vegna sérkennilegs hljómburðar sem stafar af því að vitinn er hringlaga.

Skammt frá vitanum eru klappir þar sem sjórinn gnauðar árið um kring.

Hljóðritað með Zoom H6 með áföstum kúluhljóðnema.

 

In English

The lighthouse at Akranes, West-Iceland, attracts many tourists due to the special sound which is created by the circular form of the lighthouse.

Nearby are the boulders, where the sea howls all the year around.

Recorded on July 19 2018 on a Zoom H6 with attachable MS-microphone in stereo mode.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Öldugjálfur á huldustað - Soft waves at a hidden place

Eiginkona mín á sér leyndan stað austur í Berufirði þar sem hún leitar fjársjóða úr steinasafni því sem sjórinn hefur mótað.

Föstudaginn 6. júlí sl. Fórum við þangað. Á meðan hún var í fjársjóðsleitinni hljóðritaði ég sjávargjálfrið sem lét ljúflega í eyrum.

Hljóðritin voru tvö. Þau voru tengd saman þegar 9:35 mín. Voru liðnar.

Hljóðritað var með Zoom H66 og notaður áfestur kúluhljóðnemi.

 

Njótið og slakið á.

 

In English

My wife has a hidden place in Berufjörður in East Iceland. There she looks for stones which the sea has shaped into several forms.

On July 6 we visited the place. While she looked for stones I recorded the small waves kissing the sand.

A Zoom H6 recorder was used with attached microphone.

Enjoy the relaxing sounds.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vindasöm aðfaranótt Þorláksmessu 2017 - A windy night of December 23 2017

Aðfaranótt Þorláksmessu var fremur vindasöm á Seltjarnarnesi. Þar sem hann var af norðaustan var skjól á svölunum og því var reynt að fanga vindhljóðið.

Hljóðritað var með Zoom H6 hljóðrita með áföstum MS-hljóðnema. Notuð var loðhlíf frá Rycote.

 

In English

After midnight on December 23 it was a windy night. I used the opportumity to capture the sound as the wind was from north-east and I could use the balkony of the house as a shelter.

Recorded with Zoom H6 and a fury windshield from Rycote.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haglél 21. desember 2017 - A snowstorm Dec. 21 2017

Fimmtudaginn 21. desember 2017 gekk á með éljum. Tækifærið var notað um kl. 14:30 og reynt að fanga hljóðið.

Þessi meðferð á litlum hljóðritum er varla samkvæmt ráðleggingum framleiðenda. Notaður var áfestur MS-hljóðnemi með loðhlíf frá Rycote og vindhlíf frá Sennheiser.

 

In English

The Thursday December 21 2017 was rather a windy one in Seltjararnes in the Reykjavik area. At around 14:30 we had some snowstorms. The Zoom H6 was taken out for recording. I have to admit that this treatment of the recorder is not something supposed by the producer.

An MS-microphone, attached to the device, was protected by a fury windshield from Rycote and an extra foam windshield from Sennheiser.

Good headphones recommended.

 

Þessi meðferð á litlum hljóðritum er varla samkvæmt ráðleggingum ramleiðenda. Notaður var áfestur MS-hljóðnemi með loðhlíf frá Rycote og vindhlíf frá Sennheiser.

 

In English

The Thursday December 21 2017 was rather a windy one in Seltjararnes in the Reykjavik area. At around 14:30 we had some snowstorms. The Zoom H6 was taken out for recording. I have to admit that this treatment of the recorder is not something supposed by the producer.

An MS-microphone, attached to the device, was protected by a fury windshield from Rycote and an extra foam windshield from Sennheiser.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samræður tveggja hrafna 2 Two ravens discussing

Föstudaginn 24. nóvember 2017, sem var jafnframt svartur föstudagur, var stynningskaldi af norðri á Seltjarnarnesi og formenn þriggja stjórnmálaflokka sátu við að mynda stjórn.
Um kl. 14:30 heyrðust tveir hrafnar hefja samræður um hvernig skipta skyldi völdum við Tjarnarból. Samræðurnar voru hljóðritaðar.
Skorið var af 100 riðum til að draga úr vindhljóðunum.
Hljóðritað með Zoom H6 kúluhljóðnema og notuð loðhlíf.

In English
On Friday Nov. 24 2017 the chair persons of 3 Icelandic political parties were working on a new government. At around 14:30 2 ravens seemed to be discussing how to devide the street of Tjarnarbol between them. The discussions were recorded using a Zoom h6 using a fury protection.
As there was a strong breeze from the north the vind noice might be a little disturbind, but I had to cut of the 100 Hertz.
Good headphones recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Yndisstund við Ægisíðu - A pleasant moment at a pedestrian path

Miðvikudaginn 25. október 2017 var gott veður á Reykjavíkursvæðinu.

Um kl. 15:30 settist ég á bekk við göngustíginn við Ægisíðu og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.

Zoom H6 hljóðritinn lá á bekknum hjá mér. Notaður var X/Y-víðómshljóðneminn sem stilltur var á 120°.

Það heyrist í flugvélum og umferðinni fyrir aftan mig, en hljóðneminn vísaði í átt að sjó. Þá heyrist í vatni sem drýpur niður, fuglum og vegfarendum. Sérstaklega er vakin athygli á fólki sem nálgaðist (um 5:30 mín.) en eiginmaðurinn gerði sér grein fyrir að verið væri að hljóðrita og fóru hjónin að hvíslast á.

Mælt er með góðum heyrnartólum og lokið augunum á meðan þið hlustið.

 

In English

The weather in the afternoon on October 25 2017 was wonderful in Rthe Reykjavik area.

The recording was made on the pedestrian path along ægisíða at the western south coast of Reykjavík. The trafic behind is heard as well as dripping water and birds as well as planes.

Recorded with Zoom H6 / X/Y mic, set on 120°.

Please close your eyes while listening to the planes, birds, the trafic behind and some birds as well as dripping water and the pedestrians.

Good headphones recommended.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Samsung og iPhone hljóðrit - Samsung and iPhone recordings

Að undanförnu hefur vakið nokkra athygli hvað hljóðritunarforrit í farsímum eru orðin góð. Að vísu verður að vera logn ef hljóðritað er úti.

Gísli Helgason fór í Sorpu um daginn með Samsung S6-síma og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar með Amazing MP3 hljóðrita.

Um svipað leyti var Herdís Hallvarðsdóttir, eiginkona hans, í París og hlustaði á götulistamenn. Hún var með iPhone. Hljóðrit Gísla er í víðómi.

 

IN ENGLISH

Som fieldrecordists are wondering if smartphones can be used for field recording.

Indeed the phones are sensitive for wind.

Gísli Helgason brought his waste to a recycling centre in Reykjavik one Sunday morning and recorded among other things the sound of the machine which counts tins and bottles.

His recording was made with Samsung S6 and Amazing MP3 Recorder, originally as a 16 bits wav-file.

His wife, Herdís Hallvarðsdóttir, brought her iPhone to Paris and recorded some dixyland music

outdoors.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við Tjörnina - At the Lake in Reykjavík

Veðrið var einstaklega gott í Reykjavík í dag, föstudaginn 3. Mars.

Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og héldum niður að Tjörn. Þar var gargað, skrækt og skvaldrað sem aldrei fyrr.

Við hljóðrituðum á fjórum stöðum skammt frá Ráðhúsinu og enduðum við andapollinn þar sem heitt vatn streymir út í Tjöfnina

Hljóðritað var með Zoom H6. Notaður var áfestur víðómshljóðnemi stilltur á 120°.

Mælt er með góðum heyrnartólum.

Njótið vel.

 

In English

The weather today, Friday March 3, was sunny and just a gentle wind.

I and my wife went to the lake in the center of Reykjavik. There was a lot of screeming and shouting of the swans, ducks and geese as well as other urban sounds.

We made recordings at 4 spots close to the City hall of Reykavik and concluded where warm water runs into the lake to keep a small pool open for the birds, as the lake is now covered with ice.

Recorded with a Zoom H6 recorder with an attached stereomic set up as 120°.

Good headphones are recommended.

Enjoy the listening.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband