Færsluflokkur: Umhverfishljóð

Fjölbýlishús í byggingu - Building a new appartment house

Nú er smíði fjölbýlishúss á horni Skerjabrautar og Nesvegar langt komin. Hin fjölbreytilegustu hljóð heyrast í margs konar tólum, tækjum og mönnum.

Í dag var tekið hljóðsýni sem fylgir hér. Einnig heyrist umferðin eftir Nesveginum á bak við, vatn sem drýpur á svalirnar og sumarfuglar láta á sér kræla. Mælt er með góðum heyrnartólum.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir Røde Nt-2A og NT-55 í MS-uppsetningu.

 

In English

The construction of a new appartment house at the corner of Skerjabraut and Nesvegur in Seltjarnarnes, Iceland, is now passing well on. All kinds of sounds from various tools, equipments and human beings are heard from the building.

This morning I made some sound tests. The trafic behind is heard as well as some drops and summer birds. Good headphones recommended.

The recorder was Nagra Ares BBB+ with Røde NT-2A and NT-55 in an MS-setup. The original recording is in 24 bits.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðrið 14. mars - The Tempest on March 14

Enn eitt óveðrið geisaði á sunnanverðu landinu að morgni 14. Mars 2015. Á Keflavíkurflugvelli var vindhraðinn um 30 m/sek kl. 10:00 og má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður hér á Seltjarnarnesi.

Tækifærið var notað og ósköpin hljóðrituð í stofunni á heimili okkar sem veit mót suðvestri. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti ásamt tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu.

Hljóðritun hófst kl. 09:45.

Upprunalega hljóðritið er 24 bita og 48 kílórið. Ekkert hefur verið skorið af lágtíðni hljóðritsins, en hin djúpu hljóð, sem steinsteypt hús gefa jafnan frá sér í ofviðri, heyrðust vel og því óeðlilegt að breyta þeim. Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

 

In English

Yet another tempest raged in Southwest Iceland in the morning of March 14 ths year. The wind speed was about 30 m/sek.

A recording was made in our living room facing south-west.

A Nagra Ares BB+ was used together with 2 Røde NT1-A microphones in an AB-setup. The original recording is in 48 kHz and 24 bits.

The lower frequencies have not been cut off. Therefore the deep rumbling sounds of the hous are easily heard. We heard them ourselves and therefor I thought it unnecessary to edit the sound.

The recording starts at 09:45.

Good headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofviðri í desember - A Tempest in December

Að kvöldi sunnudagsins 1. desember gekk ofviðri yfir vestanvert landið. Á Keflavík varð veðurhæðin allt að 30 m. Má því búast við að veðurhæðin hafi verið svipuð á Seltjarnarnesi, en veðurfari þar svipar mjög til Keflavíkur.

Ég kom fyrir tveimur Røde NT1-A hljóðnemum í AB-uppsetningu með um 30 cm millibili á borðstofuborðinu u.þ.b. 2 m frá gluggunum. Athyglisvert er að heyra hina djúpu undirtóna hússins sem undirleik vindsins og ýmissa smáhluta sem reyna að rífa sig lausa. Þessar 11 mínútur gefa ágæta mynd af því hvernig er að vera einn heima í slíku veðri.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.

 

In English

In the evening of December 1, 2014, we had a tempest from southwest in Southern Iceland. At Keflavik Airport the strongest blasts were at least 30 m/sec (108 km per hour). The weather is quite similar where I am living at Seltjarnarnes.

I placed 2 Røde NT1-A microphones in an AB-array with 30 cm spacing in the livingroom aproximately 2 m from the windows. It is quite interesting to sense the deep roaring of the house as an accompaniment to the wind, pressing through and some objects outside trying to leave the balcony. This recording describes what it is like staying alone at home as the tempest is raging outside.

Good headphones are strongly recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Dulúðug sumarnótt - A Mysterious Summer Night

Fuglalífið við Kirkjuból er fjölskrúðugt.

Hjónin Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli I fyrir sunnan Hólmavík hafa komið upp myndarlegri gistiaðstöðu ásamt ýmsu, sem tengist sögu og menningu Strandamanna.

Við Elín gistum þar aðfaranótt 14. júlí í sumar. Um kl. Hálftvö um nóttina blés hann dálítið upp, en lægði síðan. Upp úr kl. 5 um morguninn fór að rigna og jókst rigningin framundir kl. 8:00.

Við Elín settum upp tvo Sennheiser ME-62 hljóðnema í AB-uppsetningu s.s. 12 metra frá íbúðarhúsinu. Sneru þeir upp í holtið og voru klæddir Rycode vindhlífum. Eins gott miðað við það sem á eftir fór.

Með þessari færslu fylgir 15 mínútna hljóðsýni frá því um kl. 01:23-01:38. Þá héldu fuglar sig fremur fjærri. Flóð var og heyrðist því vel öldugjálfrið frá fjörunni auk lækjarniðar.

Styrkur hljóðritsins hefur verið aukinn mjög mikið. Sum náttúruhljóðin eru svo lág a þau eru vart greinanleg með öðrum hætti. Þeir sem vilja lifa sig inn í hljóðritið ættu að nota góð heyrnartól ef þau eru fyrir hendi. Þá er eins og við heyrum hjal álfanna og annarra landsins vætta.

Þessa nótt voru hljóðritaðar með Nagra Ares BB+um 7 klst af efni. Meira verður birt á næstunni.


In English

At Kirkjubol south of the village of Hólmavík in North-west Iceland is a guesthous run by Jón Jónsson and his Wife, Ester Sigfúsdóttir. I and Elin stayed there the night before July 14 this summer. We set up 2 Sennheiser ME-62 mics in an AB-setup 12-14 m from the house, facing towards the hills. This sample of 15 minutes is from 01:23-01:38.

Just after the recording starts the wind increases. The tide is high and therefore the sound of the waves is heard as well as the klinging sounds of a small stream nearby. Most of the birds were so far away that some of them were hardly audible with human ears. As there are not much contrasts in this recording it was possible to increase the volume greatly.

Those who want to live themselve into the mysterious sounds of the Icelandic summer night can try to listen, if they can hear the sounds of the elfs and other supernatural beings of Iceland.

About 7 hours were recorded during this night with my excellent Nagra Ares BB+. More recordings are to be released later.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjöruborðið við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar - The Seaside at the Art Museum of Sigurjón Ólafsson

Laugarnestangi er eins konar griðastaður. Þar er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og þar er Hrafn Gunnlaugsson.

Við Elín settum upp tvo Senheiser ME-62 hljóðnema í fjöruborðinu rétt vestan við listasafnið. Þegar hljóðritið hófst var hvalaskoðunarbátur á leið í höfn og sigldi til vesturs. Þegar 14 mínútur eru liðnar af hljóðritinu heyrist glöggt að annar bátur stefnir að hljóðnemunum en beygir til norðurs.

Notuð var AB-uppsetning. Einungis voru 16 cm milli hljóðnemanna, en það virðist ekki koma að sök.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti.

Hljóðritið kann einhverjum að finnast heldur lágt. Að ásettu ráði var ákveðið að auka ekki styrkinn. Ekkert hefur verið átt við hljóðstillingar.

 

In english

The Laugarnes in Reykjavik is in a way a quiet place. There is the Art Museum of the sculpture, Sigurjón Ólafsson and there is the world famous filmdirector, Hrafn Gunnlaugsson.

I and my wife, Elin, set up 2 Senheiser ME-62 mics close to the sea a little west from the art museum At the beginning of the recording a sight-seeing ship pas.ses by towards the harbour. Later in the recording (about 14 min) a ships can be heard heading towards the mics, but it turns to the north instead of sailing to the east.

The mics were in an AB-setup with only 16cm between them. S <Nagra Ares BB+ was used.

The recording may seem to be a little low. The volume was not increased to to some hight contrasts. The frequencies have not been cut.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

suðvestanhvellur á Stöðvarfirði - A storm froum southwest at Stöðvarfjörður, Iceland

Að kvöldi skírdags, 17. Apríl 2014, skall á suðvestan rok á Suðausturlandi eins og spáð hafði verið. Veðrið fór versnandi þegar á kvöldið leið og náði sennilega hámarki upp úr miðnætti.

Hafist var handa við að hljóðrita í eldhúsinu í Rjóðri á Stöðvarfirði, en glugginn glugginn veit á móti norðaustri.

Þaðan var haldið í stofuna þar sem vindurinn skall á húsinu. Upp úr miðnætti var svo endað í suðvestur-herberginu. Tekið skal fram að Rjóður er timburhús og hljómar eins og aðstæður gefa tilefni til.

Hljóðritað var með Olympus LS-11. Eindregið er mælt með að hlustað sé með heyrnartólum.

1.      Hljóðritið er samfelld hljóðmynd.

2.      2. Hljóðritið er úr eldhúsinu, það þriðja úr stofunni og að lokum er fjórða hljóðritið úr suðvestur-herberginu. Þau eru birt í fullri upplausn.

3.       

In English.

In the evening of April 17 2014 a southwesterly storm went over southeast Iceland. The recording started in the kitchen of Rjóður at Stöðvarfjörður, but the kitchen faces the northeast. Then I moved to the living room on the southwest side and ended at the room furthest to the west also facing southwest.

The house is built of wood and sounds like an excellent typical house of that kind.

 The first recording is a sound immage of the storm in all the 3 rooms.

Recordings 2-4 are un-compressed recordings from the kitchen, living room and the room furthest to the west in WAV-form. Headphones are recommended.

Recorded with an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fýllinn á Heyklifi - The Fulmars at Heyklif

Fýlaskvaldrið er glaðlegt og hrífandi.

Þriðjudaginn 15. Apríl 2014 héldum við Kristján Agnar Vágseið, 17 ára gamall fóstursonur Ástu Snædísar Guðmundsdóttur og Hrafn Baldursson, afi hans, út að Heyklifi að hljóðrita fýlinn, sem heldur sig í klettunum norðan við bæinn. Þeir Kristján og Hrafn hjálpuðu mér að setja upp hljóðnemana, en þá settum við sunnan við sólpallinn og nutu þeir skjóls fyrir hvassri suðvestanáttinni, sem bar að hljóðin frá fýlnum frá okkur. Ekki var mikið um fýl í klettunum, en því var haldið fram að refurinn ylli þar nokkru um.

Brimið og veðurgnýrinn settu sterkan svip á hljóðritið. Auk fýlsins heyrist í skógarþröstum og öðrum smáfuglum. Þegar 10 mínútur eru liðnar af fyrra hljóðritinu heyrist hópur grágæsa fljúga framhjá og í því síðara heyrist jafnframt í einni lóu.

Við Hrafn höfum verið vinir og félagar í rúma fjóra áratugi, en hann var í nokkur ár tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum þegar hlustað er á hljóðritið.

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og 2 Røde Nt-2A hljóðnemar í AB uppsetningu. Vindhlífin var „dauður köttur“ og voru hljóðnemarnir í körfum..

 


In English

On April 15 2014 I went to the farm of Heyklif, which lies between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland, though closer to Stöðvarfjörður. In the cliffs north of the farm the fulmars are nesting. We set up the microphones close to the house which gave them a shelter from the strong southwestern wind.

The recording is quite descriptive for the sometimes stormy spring in Iceland. The deep sounds of the sea and the wind are heard as well as the fulmars, Redwings, some geeze, and other birds.

Headphones are recommended.

My assistants were Kristján Agnar Vágseið, a 17 years old boy together with his grandfather, Hrafn Baldursson.

Two Røde Microphones NT-2A were used in an AB setup. The mics were in baskets and „dead cats“ were also used.

 

In the first recording a flock og geeze is heard when 10 minutes have passed and a plower is heard in the second recording.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljólreiðakeppni - andstæð hljóð

Arnþór yljar sér á kaffi. Ljósmynd: Elín Árnadóttir

Alvogen Trial hjólreiðakeppnin var haldin í fyrsta sinni að kvöldi 4. Júlí. Norðurhluta Sæbrautarinnar var breytt í leikvang hjólreiðafólks. Slóðin á keppnina er http://hjolamot.is. Við Elín fórum á staðin og komum okkur fyrir milli göngu- og hjólreiðastígsins og akbrautarinnar skammt vestan við Sólfarið. Reynt var að fanga reiðhjólakliðinn og hófst hljóðritun skömmu áður en kapparnir hófust handa. Óneitanlega truflaði hávaðinn frá umferðinni, en þegar keppnin hófst færðist umferðin á suður-akreinarnar og nokkru fjær hljóðnemunum. Notaðir voru tveir Røde NT-2 hljóðnemar í AB-uppsetningu og voru hafðir í 2,5 m hæð. Eindregið er mælt með að fólk hlusti í góðum heyrnartólum. Hljóðnemarnir voru stilltir á víða uppsetningu og skorið var af 80 riðum. Þeir voru klæddir í loðfeldi vegna golu og skúraleiðinga.

The Alvogen Trial Cyclingrace was held in Reykjavik in the evening of July 4, see link above. The northern lanes of Sæbraut, one of the mainstreets along the coast were closed for motor-trafic. The recording started a little before the contest. Røde NT-2A mics were used in an AB-setup with apr. 55 cm spacing. The mics were set up as omnidirectional and covered with fur as there was some breeze and showers. Headphones are recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ritan og vorverkin - The Sea Swallow and the spring activities

KRiturnar í Illa bás. Ljósmynd: ToggiKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.

INENGLISH

The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband