Færsluflokkur: Music

Söngvöndur frá KÍM

Í kvöld lét ég að formennsku í Kínversk-íslenska menningarfélaginu. Eftir að aðalfundarstörfum lauk var mér færð einstök gjöf. Hópur kvenna undir stjórn Margrétar Bóasdóttur, sungu lag lífs míns - lag allra laga og söngva - Austrið er rautt. Upphaflega var lagið ástarsöngur en varð síðar lofsöngur um Mao Zedong. Það hefur fylgt mér í 50 ár og var flutt sem forleikur að brúðarmarsinum í brúðkaupi okkar Elínar.

Þetta var indæl stund og erum við hjónin hrærð yfir öllu lofinu sem ausið var yfir okkur.

Guðrún Margrét Þrastardóttir er nýr formaður KÍM.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hljómsveit og kór Eyjapistils

Fyrir nokkru fundust frumrit tónlistar sem flutt var í Eyjapistlum okkar tvíburanna árið 1973. Skömmu eftir að gosið hófst setti Árni Johnsen saman lag um eyjuna og orti við kvæði. Árni er athafnasamur og vildi ólmur fá að flytja lagið í þættinum. Var það því hljóðritað í skyndingu og búið til fyrirbærið Hljómsveit og kór Eyjapistill. Undirritaður annaðist undirleik á Farfisa rafmagnsorgel, höfundurinn sló gítarinn og fyrrum trymbill Hljóma, Eggert V. Kristinsson sá um slagverk. Í kórnum voru þeir Gísli, sem auk þess lék á flautur, Árni Gunnarsson, fréttamaður, Eggert V. Kristinsson og einhverjir fleiri sem áttu leið framhjá hljóðverinu sem notað var sem tónleikasalur o.fl. á Skúlagötunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinsæl tónlist í Kína - Popular music in China (1973)

Fyrir skömmu fannst gamalt segulband með útvarpsþættinum Vinsæl tónlist í Kína sem útvarpað var 29. Desember 1973.

Þar fór undirritaður á kostum í hrifningu sinni á tónlistinni sem þá var vinsæl í landinu og fjallaði um föðurlandið, flokkinn og Mao formann. Upphafsstefið var fengið úr óperunni Shajiabang frá 1967.

Þessi þáttur ber glöggt merki þess hvað ritstjórnarstefna dagskrárstjóra var frjálslynd á þessum tíma.Hljóðskráin er í fullri upplausn og getur tekið nokkrar sekúndur að hala henni niður.

 

Njótið vel.

 

In English

Recently I found an old magnetic tape with a radioshow which was broadcast on Icelandic Radio at December 29 1973.

Ther I enjoyed myself introducing the most popular music of China at that time, mainly in praise of the motherland, the party and Chairman Maozedon.

The first one is taken from the modern revolutionary opera of Shajiabang (The East is red), and then songs like Sing of our Socialist Motherland, a song about the party, Long live Chairman Mao, The Train to Shaoshan etc.

This radioshow is a good example of the liberal policy of the Icelandic radio at that time.

Have a good time.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Barbörukvæði - The Poem of St. Barbara

Í haustferð Kvæðamannafélagsins Iðunnar 6. september var fyrst áð við kapellu heilagrar Barböru í Kapelluhrauni við Reykjanesbraut, en Barbara var dýrlingur ferðamanna. Þar var sungið úr Barbörukvæði, sem varðveittist á Austurlandi ásamt þjóðlagi í lydískri tóntegund. Bára Grímsdóttir söng fyrir og tóku ferðafélagar undir í viðlaginu. Undirleik annaðist fjöldi bifreiða.

Þau erindi sem sungin voru eru birt hér fyrir neðan.


In English

St. Barbara is the saind of travellers. In a small chapel, on the way to Keflavik airport, an old poet about Barbara was chanted by Bára Grímsdóttir, a known composer and specialist on Icelandic Folk music. Members of Kvæðamannafélagið Iðunn chanted with her in the refrain.

The poem and melody come from Eastern Iceland.


Barbörukvæði.

 

Dyspoteus hét drengurinn heiðinn

af djöflinum var hans maktar seiðinn

í huganum var hann harla reiðinn

hans var dóttir dýr að sjá

blessuð meyjan Barbará

 

Ólst þar upp hinn unga svanni

lof hún bar af hverjum manni

lausnara himna dyggð með sanni

lá hún jafnan bænum á. Blessuð .....

 

Hennar biðja höldar teitir

hæversk brúðurin þessum neitir

og þeim öllum afsvör veitir

engan þeirra vill hún sjá. Blessuð.....

 

Heiðin maður lét höllu smíða

hugði sjálfur í burt að ríða

fullgjörð innan fárra tíða

formanns hús hún vildi sjá. Blessuð.....

 

Glugga tvo á glæstum ranni

gjörði’ að líta’ hin unga svanni

mælti’ hún þá með miklum sanni

að minni skipan gjörið þér þrjá. Blessuð...

 

Smiðirnir játa því sæta beiðist

en svara þú fyrir ef faðir þinn reiðist

svo merkilega mál vor greiðist

muntu verða fram að stá. Blessuð.....

 

Allt var gjört að ungfrúr ráði

engin annað hugsa náði

heim á torg kom hilmir bráði

hallar smíðið lítur á. Blessuð.....

 

Garpurinn lítur glugga þrenna

gjörði heift í brjóst að renna

eftir spurði um atburð þennan

allt hið sanna greindu frá. Blessuð.....

 

Kölluð var þangað kæran fína

keisarinn talar við dóttur sína

formáð hefur þú fyrirsögn mína

fylltist upp með forsi og þrá. Blessuð.....

 

Auðgrund svarar og hlær á móti

hlýddu faðir með engu hóti

gef ég mig ekki að goðanna blóti

því guð hefur valdið himnum á. Blessuð.....

 

Hyggur hann þá með heiftar lundu

höggva víf á samri stundu

borgarmúrinn brast á grundu

brúðurin fékk í burt að gá. Blessuð.....

 

Himna guð sem hér skal greina

hóf hana upp í fjallshlíð eina

þar verandi vífið hreina

hirðar tveir að þetta sjá. Blessuð.....

 

Eftir spyr hinn armi herra

ekki lét sér skorta verra

grimmdar maður með giftina þverra

greindi hinn sem hana sá. Blessuð.....

 

Annar var sem ei vildi greina

þó hann vissi um vífið hreina

honum varð ekki margt til meina

mildin guðs er mikið að sjá. Blessuð.....

 

Ótrúr var sá til hennar sagði

Snarlega fékk hann hefnd að bragði

og svo strax í hugsótt lagðist

hjörð hans varð að flugum smá. Blessuð.....

 

Milding eftir meynni leitar

margfaldlega siðunum neitar

hans mun spyrjast heiftin heita

í helli einum hún lét sér ná. Blessuð.....

 

Vendir hann heim með vífið bjarta

sárlega bjó honum grimmd í hjarta

hann bauð henni til heims að skarta

en hverfa Jesú siðunum frá. Blessuð.....

 

Hún kvaðst ekki þjóna fjanda

þó hún kæmist í nokkurn vanda

eilífur mun þeim eldurinn granda

öllum er goðin trúa á. Blessuð.....

 

Brjóstin skar hann af blíðum svanna

bragna var þar enginn manna

helst mun þetta hróðurinn sanna

sem haldið gátu vatni þá. Blessuð.....

 

Hún kvaðst ekki heldur blóta

þó hún yrði pínu að hljóta

hún kvað sér það helst til bóta

að sviptast skyldi heiminum frá. Blessuð.....

 

Hilmir biður að höggva mengi

halurinn vafin glæpa gengi

vildi til þess verða enginn

varð hann sjálfur fram að gá . Blessuð.....

 

Heggur hann þá með hjaltaskóði

höfuðið burt af sínu jóði

sætu léttir sorg og móði

sálin fór til himna há. Blessuð.....

 

Dárinn varð fyrir drottins reiði

dró þá myrkur yfir sól í heiði

eldurinn grandaði örfa meiðir

enginn mátti fyrir ösku sjá. Blessuð.....

 

Eilífur guð og englar blíðir

annast fljóð sem engu kvíðir

seggir hver henni signa tíðir

sál þeirra láttu friðnum ná

heilög meyjan Barbará



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Í minningu kvæðamanns - In memory of a rhapsodist

Magnús Jóel Jóhannsson lést 26. ágúst síðastliðinn. Hann var eðalhagyrðingur Og um árabil einn fremsti kvæðamaður Íslendinga.

Hann kunni góð skil á bragfræði og kenndi hana.

Magnús samdi þar að auki nokkrar stemmur sem eru í kvæðalagasafni félagsins og bera þær vandvirkni hans vitni.

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar sem haldinn var 9. nóvember 2007, kvað hann nokkrar vetrarvísur sem hann hafði ort. Bragarhátturinn er svokallað Kolbeinslag, kennt við Kolbein jöklaraskáld.


Árið 2010 var hljóðritað talsvert af kveðskap hans og ljóðum. Bíður það efni úrvinnslu og birtingar.


In English

Magnús Jóel Jóhannsson (1922-2014) was one of the best rhapsodists of Iceland. He chanted rhymes in the Icelandic way and even composed some of the melodies himself.

This recording is from a meeting in Kvæðamannafélagið Iðunn on November 9 2007. There Magnús chanted his rhymes about the winter.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjórir mansöngvar við nýorta rímu

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.

http://rimur.is/?p=1976#content


Friðargangan og Hamrahlíðarkórinn


Friðarganga fór niður Laugaveginn á Þorlálksmessu nú eins og
undanfarna áratugi. Að þessu sinni var hún mjög fjölmenn. Hamrahlíðarkórinn
söng jólasöngva undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og fór fyrir göngunni.

Örlitlum hljóðnemum var komið fyrir í eyrunum og námu þeir

hljóðið. Kórinn liðaðist framhjá í langri röð, en stundum gengum við með honum
og vorum eiginlega mitt á meðal kórfélaga. Hér er örlítið sýnishorn.


 Eindregið er mælt með
að fólk hlusti á hljóðritið í góðum heyrnartólum.


Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og
Nagra Ares BB+ hljóðriti.



Binaural recording from a Peace Parade in Reykjavik

The Peace Parade was held in Reykjavik on December 23 as the

last 3 decades. The Quire of The College of Hamrahlíð lead the march and sang
some festivalsongs. The conductor was Þorgerður Ingólfsdóttir, who has lead
this quire since 1967. I and my wife joined the procession as sometimes before.

The quire meandered by in a long procession. Sometimes we

walked along with the quire, but we stodd also stil while the quire passed by.

Binaural microphones from Sound Professionals were used together

with A Nagra Ares BB+.

Headphones are recommended.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Langdregin aðventuhátíð á Austurvelli

 

Sumar athafnir eru í svo föstum skorðum að fátt breytist nema ræðumenn og þeir sem kynna eða skemmta.

Því hefur verið haldið fram að jólin séu fyrst og fremst hátíð barnanna og um leið aðventan. Í dag, fyrsta sunnudag í aðventu var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, sem er gjöf Óslóborgar til Reykjavíkur og á þessi hefð sér rúmlega 6 áratuga sögu.

Lúðrasveit Reykjavíkur hóf að leika jólalög um kl. 15:30. Það spillti nokkuð hljómi sveitarinnar að hann var magnaður upp með hátölurum. Um það bil 5 mínútur yfir 4 síðdegis hófust ræðuhöld: kynnir, norski sendiherrann, gestur frá Ósló og Jón gunnar Kristinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Loksins um kl. 16:20 var kveikt á jólatrénu og lustu þá viðstaddir upp fagnaðarópi.

Um kl. 4 fór að fjölga mjög á Austurvelli og voru þar foreldrar, afar og ömmur með börn og barnabörn. Mestur hluti fólksins þyrptist umhverfis tréð og beið þar óþreyjufullur, en þangað heyrðust hvorki kórsöngur né ræðuhöld.

Hér fylgir örstutt hljóðdæmi. Fyrst leikur Lúðrasveit Reykjavíkur hið undurfagra lag Sigvalda Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein. Síðan bregðum við okkur að jólatrénu, reynum að greina lokaorð Jóns Gunnars og síðan upphafið af Heims um ból.

Mælt er með því að borgarstjórn endurskoði þessa hátíð og geri hana skemmtilegri fyrir börnin. Flest þeirra virtust á heileið þegar jólasveinana bar að garði. Ræðuhöldin duga í Ráðhúsinu.

Notast var við Olympus LS-11. Mælt er með góðum heyrnartækjum.

 

The Christmas Tree of Central Reykjavik

 

The city of Oslo donates a big christmas tree to Reykjavik City every year and has done so since 1951. On the first sunday of advent lights are turned on the tree. Then at least 3, if not 4 speeches are held and the children must wait until the lights are turned on.

today people started to gather around at Austurvöllur in Reykjavik where the Reykjavik Brass Band began to play some christmas songs at 15:30. At around 16:00 the crowd moved towards the christmas tree to be closer to it. Then the speeches started and noone seemed to listen as nothing could be heard.

This compacted recording depicts the atmosphere during the ceremony. First the brass band playing a christmas song by Sigvaldi Kaldalóns, then the last words of the mayor-s speech, he counting down until the lights are turned on and at that time a quire starts singing Wholy night. Afterwards the Icelandic christmas boys came to amuse the children, but most of them had got enough and were leaving.

Good headphones recommended.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýir kvæðamenn í Iðunni

 

Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.

Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.

Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.

 

Two young rhapsodists

 

At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.

These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.

Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vísur Gísla Ólafssonar um lækinn og Eiríksstaðalækurinn

Laugardaginn 9. júní verður alþýðuskáldið Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í öndvegi á menningarvöku sem hefst í Húnaveri kl. 14:00. Sitthvað verður þar til fróðleiks og skemmtunar. Ingimar Halldórsson, kvæðamaðurinn góðkunni, kveður nokkrar vísur Gísla. Við Ingimar vorum fengnir til að kveða þar vísur Gísla um lækinn, sem gerðu hann umsvifalaust eitt af dáðustu alþýðuskáldum landsins á sinni tíð. Í gær hljóðrituðum við vísurnar við hina alkunnu  tvísöngsstemmu þeirra Páls Stefánssonar og Gísla, sem gefin var út fyrir rúmum 80 árum og naut mikilla vinsælda. Fylgir hljóðritið þessari færslu ásamt hjali Eiríksstaðalækjarins, en hann var hljóðritaður 17. september árið 2010.

Þegar stemman var kveðin notuðum við tvo Røde NT-2A hljóðnema í ms-uppsetningu, en Eiríksstaðalækurinn var hljóðritaður með tveimur Senheiser ME-62 hljóðnemum með 90° horni. Hljóðritinn var Nagra Ares BB+.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband