Færsluflokkur: Útvarp

Útvarpsviðtal hljóðritað í boston og norður í Bitrufirði - A Radio Interview recorded simultaniously in Boston And Northwest Iceland

Mánudaginn 14. júlí síðastliðinn námum við Elín staðar norður í Bitrufirði á Ströndum til hvíldar frá akstrinum. Rétt eftir að við höfðum hallað okkur hringdi farsíminn og og á línunni var David Leveille, dagskrárgerðarmaður frá Boston, sem vinnur fyrir Public Radio International og BBC. Hann hafði eitt sinn haft samband við mig á póstlista áhugahljóðritara og óskað eftir að fá að nýta sér hljóðrit af hljóðblogginu.

Nú vildi hann fá viðtal. Ég taldi netsambandið varla uppfylla gæði fyrir

Skype. Spurði hann mig þá hvort ég væri ekki með hljóðrita meðferðis. Ég skyldi þá hljóðrita allt saman á meðan á samtalilnu stæði, senda sér síðan hljóðskrána og hann kæmi því svo saman.

Ég hafði heyrt af þessari aðferð og fannst hún athyglisverð, en aldrei reynt hana sjálfur. Afraksturinn fylgir hér. Tekið skal fram að ég var þessu algerlega óviðbúinn.

Ég sendi honum hljóðritið um leið og ég komst í sæmilegt netsamband.

Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

In English

On July 14 2014 I and my wife were driving en North-west Iceland heading south towards the Gauksmýri Lodge . As we had been travelling for some time we decided to take a rest in Bitrufjörður. We went to a side road and turned off tghe engine.Shortly afterwards the phone played The East is read and when I answered a producer from PRI

In Boston, David Leveille, was on the phone. I had caught his attention on a post list and he had contacted me earlier regarding some of my recordings. Now he wanted to make a Skype interview. As I was a little reluctant, due to the fact that the quality might not be satisfying, he asked if I did have a recorder with me. It would be possible to have the interview. I just needed to have my phone in on hand and the recorder in the other palm. I would record the whole conversation and my voice would later on be mixed together with his voice. As I had heard of this methode before and never used it in my broadcast work, I was eager to try it. The result is here below.

The interview is marked by the fact that I was not quite prepared. But the sound environment is quite interesting.

Recorded with an Olympus LS-11.

The interview was later broadcast on August 26 2014.

http://www.pri.org/stories/2014-08-26/name-city-china-where-confucius-lived

 

 

 


Apinn sem keypti grænmeti og aura - Birgir Þór Árnason í hljóðmynd

Fimmtudaginn 8. október 2008 útvarpaði ég stuttum þætti um börnin í leikskólanum í Tjarnarási í Hafnarfirði. Þátturinn hverfðist um Birgi Þór, barnabarn okkar Elínar sem þá var þriggja ára. Sagði hann mér þá söguna um apann sem keypti bæði grænmeti og aura og Krista Sól Guðjónsdóttir sagði frá músinni sem renndi sér niður rennibrautina.
Í morgun bauð Hrafnkell Daði, yngsti bróðir Birgis Þórs okkur föður sínum í morgunmat. Hann er nú í Tjarnarási eins og eldri bræðurnir, Birgir Þór og Kolbeinn tumi.
Þátturinn er í fullum hljóðgæðum. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var með Sennheiser MD21U og Shure VP88 hljóðnemum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinnuslys á sjó

Haustið 1996 fótbrotnaði ég og lá á Borgarspítalanum í tæplega viku. Um svipað leyti stórslasaðist Jóhann Páll Símonarson, sjómaður, um borð í Brúarfossi er hann var við störf í Færeyjum. Hann var fluttur til Íslands og lenti á sömu stofu. Með okkur tókst vinátta.
Við ræddum saman um öryggismál sjómanna og árið 1999 gerði ég útvarpsþáttinn Vinnuslys á sjó. Þættinum var útvarpað í dymbilviku þegar fá skip voru á sjó og á þeim tíma sem flestir eyða fyrir framan sjónvarpstækin. Því hlustuðu fáir sjómenn.
Ýmislegt hefur gerst síðan þessum þætti var útvarpað og margt breyst til betri vegar. Þessir eru viðmælendur í þættinum:
Jóhann Páll Símonarson les skeyti sem hann sendi Halldóri Blöndal, samgöngumálaráðherra, , Örn Hilmisson, Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun, Hilmar Snorrason hjá Slysavarnaskóla sjómanna, Gunnar Tómasson, þáverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, Jóhann Páll símonarson, Eyþór Ólafsson hjá Eimskipafélagi Íslands, Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður og formaður Sjómannadagsráðs.
Tónlistin í þættinum er eftir Sigfús Halldórsson.
Notaðir voru Sennheiser ME62 og ME65 hljóðnemar. Hljóðritað var með Sony MD30 minidisktæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rökrásin - vel heppnað útvarpsleikrit

Útvarpsleikhúsið frumflutti leikritið Rökrásina eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Með aðalhlutverkin fóru þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Tónlist samdi Kristín Anna Valtýsdóttir og Harpa Arnardóttir var leikstjóri.

Leikritið er margslungið snilldarverk um öldruð hjón sem starfrækja útvarpsstöð á heimili sínu. Brugðið er upp svipmynd af hjónunum og hlustendur fá að heyra hvernig þau liðsinna hlustendum sínum. Einnig bregða þau á leik og samfarir gömlu hjónanna í beinni útsendingu voru mjög sannfærandi.

Tæknivinnslan var innt af hendi af mikilli prýði, enda undir stjórn Einars Sigurðssonar.

Hlustað var á leikritið í vefvarpi Ríkisútvarpsins og valinn kosturinn Netútvörp. Útsendingin á netinu var afleit. Svo mikið er hljóðið þjappað að ýmsir aukadónar fylgja með tónlistinni og s-hljóðin verða hálfgert hviss. Nýmiðladeild Ríkisútvarpsins hlýtur að gera grein fyrir þessum löku hljóðgæðum. Breska útvarpið BBC sendir út í miklum hljóðgæðum og hið sama á við um fjölda tónlistarstöðva sem eru á netinu.

Hlustendum til fróðleiks fylgir hljóðsýni.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Suð fyrir eyra - útvarpsþáttur frá 1999

Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.

Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: “Þetta er suðið mitt”!

Og þetta er einnig suðið mitt.

Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.

Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tónsnældan - kassettan - fimmtug

Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að Philips í Hollandi setti tónsnælduna eða kassettuna á markað. Óhætt er að segja að snældan hafi valdið byltingu í lífi margra og hún varð eitt helsta hjálpartæki blindra námsmanna. Ekki má gleyma hlut hennar í hljóðbókaútgáfu um þriggja áratuga skeið.
Við tvíburarnir eignuðumst kassettutæki í maí árið 1965, en það reyndist gallað og skiptum við því út fyrir spólutæki.
Sumarið 1967, nánar tiltekið 21. júní, keyptum við kassettutæki hjá Elís Guðnasyni á Eskifirði, en hann flutti þau inn frá Hollandi. Hljóðrituðum við ýmislegt á snælduna sem fylgdi með tækinu. Hún er enn til og hafa tóngæðin haldist allvel.
Fimmtudaginn 24. janúar 2007 minntist ég þess í þættinum "Vítt og breitt" að 40 ár voru liðin frá árinu 1967. Þá dró ég fram snælduna og útvarpaði nokkrum brotum af því sem við hljóðrituðum um sumarið. Einnig slæddist frumútgáfa lagsins Fréttaauka af gamalli útvarpssspólu.
Hljóðritað var með hljóðnemanum sem fylgdi tækinu.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leynifélagið í heimsókn hjá Birgi Þór Árnasyni

Í kvöld var útvarpað viðtali við Birgi Þór Árnason, átta ára gamalt barnabarn okkar Elínar, í þættinum "Leynifélagið" á Rás eitt. Tryggir hlustendur Hljóðbloggsins kannast við sveininn, enda hafa við hann birst nokkur viðtöl undanfarin ár á þessum vettvangi.
Okkur Elínu ömmu þótti viðtalið vel heppnað og því er það birt hér.
Þeir sem vilja heyra fleiri viðtöl við piltinn og bræður hans, Hring og Kolbein Tuma, er bent á flokkinn "Vinir og fjölskylda" á þessum síðum.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjörutíu ára farsæld - um sigurgeir Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóra Seltjarnarness

 

Sigurgeir Sigurðsson var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness í 40 ár og þar af sveitar- og bæjarstjóri í 37 ár (1965-2002. Það var því heil kynslóð Seltirninga sem ólst upp á tímabili hans.

Veturinn 2006, fjórum árum eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra og hætti í bæjarstjórninni, varð að ráði að hann segði mér af ævi sinni. Ríkisútvarpið hafði áhuga á að útvarpa þætti um hann daginn eftir bæjarstjórnakosningarnar þá um vorið og taldi það sæma „þessum nestor íslenskra sveitarstjórnarmanna", eins og það var orðað í tölvuskeyti frá Ríkisútvarpinu.

Sigurgeir tók það skýrt fram að hann vildi gjarnan að samherjar sínir og andstæðingar segðu kost og löst á sér, enda ætti þátturinn ekki að verða nein lofræða. Eftir að ég hafði unnið þáttinn þótti mér frásögnin svo heilsteypt og góð, að ég hvarf frá þessu ráði og féllst hann á það.

Það hefur lengi verið ætlunin að setja þáttinn fjörutíu ára farsæld á hljóðbloggið og veitti Sigurgeir mér heimild til þess veturinn 2010, skömmu eftir að þessi síða var stofnuð. en af ýmsum ástæðum dróst það.

Myndir af Sigurgeiri er að finna m.a. í Ljósmyndasafni Seltjarnarnesss og er mönnum m vísað á þessa tengingu:

Úr fórum ljósmyndasafns Seltjarnarness

 

Tæknilegar upplýsingar

 

Samtölin voru hljóðrituð í febrúar og mars 2006 að heimili Sigurgeirs. Notaðu var Nagra Ares-M hljóðriti og Senheiser ME-62 hljóðnemi. Sigurgeir hélt sjálfur á hljóðnemanum, enda hefur sú aðferð gefist einkar vel, þegar um samfellda frásögn er að ræða. Vi kynningar var notaður Senheiser ME-65 hljóðnemi.

Þátturinn var unnin með Soundforge-hugbúnaði frá Sony.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Af baráttu fyrri tíðar - viðtal úr Eyjapistli við Helgu Rafnsdóttur

 

Þriðjudaginn 1. maí árið 1973 útvarpaði Gísli Helgason, annar umsjónarmaður Eyjapistils, viðtali við Helgu Rafnsdóttur, hina ódeigu baráttukonu, sem bjó ásamt eiginmanni sínum, Ísleifi Högnasyni og börnum þeirra hjóna, í Vestmannaeyjum um langt árabil.

Viðtalið er birt hér að ábendingu umsjónarmanns.

Helga Rafnsdóttir

 


Friðgeir og Erró

Friðgeir Þ. Jóhannesson varð fyrir 30 tonna beltagröfu hinn 16. desember árið 1998 og stórslasaðist. Í slysinu missti hann sjónina.

Friðgeir var staðráðinn í að gefast ekki upp og tæpu ári síðar fékk hann leiðsöguhundinn Erró. Erró þjónaði honum allt fram til ársins 2008, að krabbamein lagði hann að velli. Hann hafði verið mjög þjáður av verkjum, en lagði þó eiganda sínum lið eftir fremsta megni.

Erró var annar hundurinn, sem starfaði sem blindrahundur hér á landi. Vorið 2000 hitti ég Friðgeir að máli og sagði hann mér sögu sína. Þeir félagarnir fóru skömmu síðar saman í gönguferð. Við Vigfús Ingvarsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins, fylgdumst með þeim úr fjarlægð og hljóðrituðum það sem gerðist. Hljóðnemum var komið fyrir á Erró og Friðgeiri og námu þeir það sem fyrir eyru bar. Vakin er sérstök athygl á því hvernig Erró brást við óvæntum aðstæðum, sem ekki voru settar á svið.

Þættinum var útvarpað í júní árið 2000 og er birtur hér með samþykki Friðgeirs.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband