Síðustu andartök Karítasar Jónsdóttur vestur í Skálavík

Kristín Marja Baldursdóttir skóp listakonuna Karítas Jónsdóttur í bókum sínum, Karítas án titils og Óreiða á striga. Fáar persónulýsingar hafa haft jafndjúp áhrif á mig undanfarna áratugi. Karítas fæddist vestur í Skálvík aldamótaárið 1900.

Sagan lýsir fjandsamlegri ást þeirra Karítasar og eiginmanns hennar, Sigmars Hilmarssonar sem fara hvort sína leið, en Sigmar virðist þó hafa yfirhöndina þar til síðast – eða hvað? Hún hafði heitið að hvíla honum við hlið norður á Akureyri þar sem hann var jarðaður. En skömmu fyrir 100 ára afmæli sitt sagði hún við sonardóttur sína að nú mætti það fara í heitasta helvíti, hún væri að verða hundrað ára. Héldu þær síðan vestur í Skálavík og fylgdust sonardóttirin og vinkona hennar með því hvernið sú gamla stjáklaði um í fjörunni þar til hún hvarf þeim sjónum. Ég eftirlæt lesendum bókarinnar að rifja upp lýsinguna og hvet aðra til að kynna sér bækur Kristínar.

Ég velti því fyrir mér hvað borist hefði henni Karítas til eyrna eða flogið um huga hennar um það leyti sem öndin hvarf frá henni. Þessar hugrenningar birtast í meðfylgjandi hljóðmynd.

Notað var öldugjálfur vestan úr Skálavík sem hljóðritað var þar á góðviðrisdegi 2. júlí 2009. Bætt var ofan á hljóðriti klukkna Landakirkju í Vestmannaeyjum frá 4. Des. 1999.

Öldugjálfrið var hljóðritað með Nagra Ares BB+ og Sennheiser hljóðnemum ME62, sem voru látnir mynda um 100° horn og vísuðu þeir hvor frá öðrum. Á millum þeirra var u.þ.b. 1 metri. Kirkjuklukkurnar voru hljóðritaðar með Sony minidisktæki og Sennheiser MD21U sem var hannaður árið 1954.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er stórskemmtileg upptaka. Hljómar eins og Karitas hafi í lokin gengið í sjóinn og það í bóla kaf. Hálf draugalegur endir.

Magnús Bergsson, 9.2.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband