Kínversk-íslenskur matur

 

Síðdegis, laugardaginn 28. maí, héldum við hjónin í leiðangur um reykjavíkursvæðið. Þessu sinni fórum við akandi enda náði yfirferð okkar yfir 5 sveitarfélög og tvö kjördæmi.

Að leiðangri loknum stóð svo á að klukkan var að verða 9 og kvöldverður ósnæddur. Því var numið staðar við Don Huang í Hafnarfirði og keyptur dýrindis matur, smokkfiskur í sterkri sósu og kjúklingur, pönnusteiktur, með gómsætu meðlæti.

http://www.kinaferdir.is/

Við fengum okkur sæti á meðan við biðum eftir matnum. Vasahljóðritinn, Olympus LS-11, nam andrúmsloftið. Um það leyti sem hljóðritun hófst bar að fólk sem hafði pantað mat og í fjarska heyrðist skarkað í pottum og pönnum í eldhúsinu. Kínverska og íslenska heyrist einnig og dauf tónlist í hljóðkerfi staðarins.

Ekki þurfti lengi að bíða þess að okkur yrði fengið þetta lostæti og héldum við með það heim á leið.

Njótið vel reyksins af réttunum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband