Skemmtilegur tvísöngur

Í dag setti ég upp tvo Røde NT-2A hljóðnema í MS-uppsetningu. Kom ég þeim fyrir á svölunum og beindi þeim í u.þ.b suðvestur. Ég skar af 80 riðunum vegna örlítillar golu.

 

Tilraunin heppnaðist að mestu leyti. Mér vannst ekki tími til þess að fínstilla þá, þar sem afar skemmtilegir tvísöngshljómleikar hófust fljótlega. Fyrst bar að  einn hrafn og kannaði hvaða fyrirbæri þessir loðhausar væru. Síðan bar að annan og hófst þá skemmtunin. Var krunkið bæði fjölbreytilegt og skemmtilegt og jafnvel slettu þeir í góm.

 

Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti og hljóðritað var með 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

Mælt er með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.

 

Stundum óska ég þess að umferðin væri minni, þegar svona skemmtanir eru haldnar, en hún er víst hluti þess veruleika sem kaupstaðarbúar búa við. Þó stefni ég að því að reyna að hljóðrita í hljóðlátara umhverfi innan borgarmarkanna, helst einhverjum garði, þar sem margt er um fugla.

 

IN ENGLISH

 

Today I decided to make some experiments with 2 Røde NT-2A microphones in an MS-setup. I placed them on my balcony facing towards south-west. I used the filter to cut of 80 kHz due to a gentle breeze and covered them with a „dead chicken“.

 

Before I was able to fine-tune the setup a raven appeared to have a look at these furry phenomenons. Shortly after another one came and the concert started. The sounds were amazingly variable.

 

The recording was made in 24 bits, 44,1 kHz on a Nagra Ares BB+.

Good headphones are recommended.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er skemmtilegt. Alveg glimrandi góð upptaka og hrafninn kominn farinn að kirja ástarsöngva. Þó hrafn sé í mínu hverfi hef ég ekki fengið að heyra hann í þessum ham.

Notaðir þú SD302 í þessari upptöku?

Magnús Bergsson, 19.1.2012 kl. 14:49

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég hljóðritaði beint á Nagra-tækið, enda er best að hafa sem fæsta milliliði og ég var eingngu með tvo hljóðnema. Ég hafði látið mér detta í hug að nota SD-302, en hvarf frá því.

Arnþór Helgason, 19.1.2012 kl. 15:51

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég spurði nú bara því mér fannst svolítið rásaflökt þegar hrafninn flaug hjá. Ég á það til að lenda stundum í því sama við MS hljóðritanir. Spurning hvort miðjan hafi verið Omni hjá þér?

Magnús Bergsson, 20.1.2012 kl. 01:32

4 Smámynd: Arnþór Helgason

Ég komst að því, þegar hljóðrituninni var lokið, að ég hafði gleymt að stilla fremri hljóðnemann og var hann einnig stilltur á áttu. Það skekkir mjög afraksturinn, en eins og ég sagði í færslunni, brast krummi á þegar ég var að undirbúa hljóðritið og tímdi ég ekki að gera hlé.

Ég var reyndar að hugsa um að nota SD-302 því að afskurðurinn á honum hentar mjög vel.

Þetta með omni-hljóðnemann og MS-uppsetningu, hefur reynst mér þannig, að mér finnst ME-62 koma mun betur út en -64 og hefur m.a. Hrein Valdimarsson, tæknimaður útvarpsins, mælt frekar með notkun víðs hljóðnema en Nýra. Af einhverjum ásætðum gengur mér verr að stilla saman NT-55 og NT-2A í stað NT-45. Þegar ég byrjaði að nota hann fannst mér árangurinn verða stórum betri.

Arnþór Helgason, 20.1.2012 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband