Kvennamessan í prýðilegu veðri

Fjölmenni naut ágætrar guðsþjónustu á vegum kvenna á kvenréttindadaginn. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir stýrði athöfninni ásamt hópi systra sinna úr guðfræðingastétt. Jafnan hef ég hrifist af einurð og skeleggri framsetningu Auðar. Hún er einn af einlægustu prestum landsins og flytur boðskap sinn svo að eftir verður tekið. Ekki urðu áheyrendur varir við mikla rigningu, en nokkrir dropar féllu öðru hverju.

 

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörinn biskup, flutti prédikun. fylgir hún þessari færslu sem hljóðrit.

 

 


mbl.is Kvennamessa við Þvottalaugarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband