Dulúðug sumarnótt - A Mysterious Summer Night

Fuglalífið við Kirkjuból er fjölskrúðugt.

Hjónin Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli I fyrir sunnan Hólmavík hafa komið upp myndarlegri gistiaðstöðu ásamt ýmsu, sem tengist sögu og menningu Strandamanna.

Við Elín gistum þar aðfaranótt 14. júlí í sumar. Um kl. Hálftvö um nóttina blés hann dálítið upp, en lægði síðan. Upp úr kl. 5 um morguninn fór að rigna og jókst rigningin framundir kl. 8:00.

Við Elín settum upp tvo Sennheiser ME-62 hljóðnema í AB-uppsetningu s.s. 12 metra frá íbúðarhúsinu. Sneru þeir upp í holtið og voru klæddir Rycode vindhlífum. Eins gott miðað við það sem á eftir fór.

Með þessari færslu fylgir 15 mínútna hljóðsýni frá því um kl. 01:23-01:38. Þá héldu fuglar sig fremur fjærri. Flóð var og heyrðist því vel öldugjálfrið frá fjörunni auk lækjarniðar.

Styrkur hljóðritsins hefur verið aukinn mjög mikið. Sum náttúruhljóðin eru svo lág a þau eru vart greinanleg með öðrum hætti. Þeir sem vilja lifa sig inn í hljóðritið ættu að nota góð heyrnartól ef þau eru fyrir hendi. Þá er eins og við heyrum hjal álfanna og annarra landsins vætta.

Þessa nótt voru hljóðritaðar með Nagra Ares BB+um 7 klst af efni. Meira verður birt á næstunni.


In English

At Kirkjubol south of the village of Hólmavík in North-west Iceland is a guesthous run by Jón Jónsson and his Wife, Ester Sigfúsdóttir. I and Elin stayed there the night before July 14 this summer. We set up 2 Sennheiser ME-62 mics in an AB-setup 12-14 m from the house, facing towards the hills. This sample of 15 minutes is from 01:23-01:38.

Just after the recording starts the wind increases. The tide is high and therefore the sound of the waves is heard as well as the klinging sounds of a small stream nearby. Most of the birds were so far away that some of them were hardly audible with human ears. As there are not much contrasts in this recording it was possible to increase the volume greatly.

Those who want to live themselve into the mysterious sounds of the Icelandic summer night can try to listen, if they can hear the sounds of the elfs and other supernatural beings of Iceland.

About 7 hours were recorded during this night with my excellent Nagra Ares BB+. More recordings are to be released later.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband