Hljóðnemi í reiðhjólstösku

Um verslunarmannahelgina árið 2002 var vesturheimsk frænka mín og vinkona okkar hjóna, Cindy Anderson, hjá okkur. Föstudaginn 2. ágúst þvældum við henni á reiðhjóli um alla borg. Vorum við Elín á Orminum bláa, tveggjamanna hjólinu sem Elín gaf mér í afmælisgjöf en var sérhannað handa henni sem stýrimanni en Cindy reið DBS-hjóli sem Elín á.Fyrst fórum við út í Nauthólsvík og sleiktum sólskinið, héldum svo sem leið lá austur á Elli- og hjúkrunarheimilið Eiri að heimsækja móður mína, nutum svo náttúrunnar í Elliðaárhólmunum og héldum þaðan heim á leið.

Seinna um kvöldið fórum við vestur á Seltjarnarnes að horfa á sólarlagið. Þegar við hjóluðum eftir göngustígnum yfir nesið flaug mér í hug að setja lítið minidisk-tæki í hjólatöskuna og vita hvernig til tækis. Þegar hlustað er á hljóðritið er ótrúlegt að heyra öll hin margbreytilegu hljóð sem eitt reiðhjól gefur frá sér. Það er sem heil verksmiðja fari í gang. Sá, sem er utan töskunnar, heyrir hins vegar fæst þessara hljóða.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Hljómar eins og úrverk í gamalli klukku :-)

Magnús Bergsson, 13.2.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Skemmtilegt.

Árni Davíðsson, 20.2.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband