göngugata í Beijing

Sunnudaginn 23. maí 2004 héldum við í skoðunarferð um Beijing. Tækifærið var notað og verslað. Á meðan félagar mínir styrktu kínverskan efnahag hljóðritaði ég dálítið fyrir utan verslunina. Síðan var haldið í áttina að umferðaræðunum þar sem bíllinn beið okkar. Á leiðinni heyrðist hvernig nútíð og fortíð ófust saman. Leikið var á Guan-hljóðpípu, tilkynningar bárust úr hátölurum, f´ólk fór um á reiðhjólum og að lokum lék maður nokkur Austrið er rautt á erhu-tveggja strengja fiðlu.

Notað var Sony B-100 minidiskatæki.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband