Vorkvöld í Skerjafirði

Stundum er algert logn við Skerjafjörðinn á kvöldin. Vorkvöld eitt í maí árið 2006 hljóðritaði ég umhverfið við göngustíginn framan við Skildingatanga. Viðstaddur var fullorðinn hundur sem nú er allur. Hann var stundum pirraður vegna þess að vegfarendur fóru í leyfisleysi um stíginn án þess að virða meintan rétt hans til yfirráða og gæslu.

Veðrið var svo gott að ég gat notað Shure VP88 hljóðnema án þess að verja hann með vindhlíf. Hljóðritað var með Nagra Ares-M á 44,1 kílóriðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband