Við ylströndina í Nauthólsvík

Fólk nýtur lífsins í Nauthólsvík (ljósmynd)Það var ylur í lofti í dag og norðvestangolan hlý. Hitamælirinn á Orminum bláa neitaði að fara niður fyrir 22 stig. Sólin hlýtur að hafa ofhitað hann.

Við hjónakornin lögðum land undir hjól og riðum orminum til Nauthólsvíkur. Þar var hann tjóðraður og við gengum að veitingasölunni. Settumst við þar á bekk og ég hljóðreit mannlífið. Börn skríktu, fólk spjallaði, buslaði, þrammaði um og golan strauk blíðlega hljóðnemunum og mér um norðvestur-vangann.

Myndina tók sérlegur ljósmyndari hljóðbloggsins, sem verið hefur eiginkona mín í 21 ár og 1 dag.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband