Rigning í Beijing og á Ísafirði

Vatnið er ótrúleg uppspretta alls kyns hljóða.

Þann 9 ágúst 1986 átti ég mjög athyglisvert viðtal við tvær ungar stúlkur austur í Bejing. Vinurminn og félagi, Emil Bóasson, lagði einnig til spurningar enda vorum við saman við að afla okkur efnis í 8 þætti fyrir Ríkisútvarpið. Eftir að viðtalinu lauk urðu nokkuð ákafar umræður á milli okkar Emils og stúlknanna og hlaust af nokkur hávaði. Við bjuggum þá á gistiheimili Vináttusamtakanna í Beijing sem er í gömlu og rótgrónu hverfi sem nefnist Jiaodakou eða Vegamót. Kom húsvörður til þess að vita hvað gengi á. Honum var sagt að einungis stæðu yfir rökræður og hvarf hann á braut. Stúlkurnar hurfu líka á brott skömmu síðar.

Þegar þær voru nýfarnar skall fyrirvaralítið á ógurlegt úrhelli með þrumum og eldingum. Við Emil ræddum að þetta væri eins og í byltingaróperu, en þegar leikar stæðu þar hæst skylli einatt á þrumuveður, samanber 1. þátt Rauðu kvennaherdeildarinnar. Ég stóðst ekki mátið þrátt fyrir áhyggjur af stúlkunum, opnaði dyrnar og hljóðritaði ósköpin. Einungis þéttriðið flugnanet var á milli mín og rigningarinnar.

Hinn 29. júlí árið 2009 vorum við Elín á Ísafirði. Um 5-leytið síðdegis fór hún að kaupa í matinn en ég beið í bílnum. Þungbúið hafði verið um daginn en þegar Elín fór í innkaupaleiðangurinn gerði hellidembu. Ég stóðst ekki mátið og hljóðritaði það sem fyrir eyru bar.

Heilmikill munur er á þessum rigningum. Fyrra hljóðritið er gert með Sony TCD5. Notuð var Sony metal-snælda. Hljóðneminn var Sennheiser MD21U.

Tuttug og fjórum árum síðar notaði ég Nagra Ares BB+ og tvo Sennheiser ME62 hljóðnema. Rigningin á Ísafirði var ekki eins þétt og í Beijing og hvorki fylgdu þrumur né eldingar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Alltaf gaman að hlusta á rigningu þegar maður er í skjóli.

Fyrir þremur árum var ég staddur við Lakagíga ásamt reiðhjóli mínu þegar það skall á rosalegasta þrumuveður sem ég hef lent í hér á landi. Rigningin sem þessu fylgdi var slík að svört auðnin, sem ég var staddur í, varð hvít af endurkasti regndropana og ég varð logandi hræddur um að verða fyrir eldingu þar sem þeim laust niður allstaðar í kringum mig. Mér var auðvitað hugsað til upptökutækisins því öflugra þrumuveðri hef ég líklega ekki áður lent í. En sú hugsun hvarf fljótlega þegar vatnið fór að renna niður eftir bakinu á mér og skórnir að fylltust af vatni. Það blotnaði bókstaflega allt. Það komst meir að segja vatn ó Ortlieb töskurnar

Magnús Bergsson, 13.6.2010 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband