Búðaráp í Beijing 9. ágúst 1986

Við Emil Bóasson dvöldumst í Beijing um nokkurra vikna skeið sumarið 1986. Helst höfðum við það fyrir stafni að hitta forystumenn í kínversku mennta- og menningarlífi ásamt hagfræðingum, ferðamálafrömuðum og Íslandsvinum. Öfluðum við efnis í þætti handa ríkisútvarpinu sem tengdust flestir með einum eða öðrum hætti Beijing. Við sóttum einnig heim ýmsa trúarsöfnuði og sumt af þessu efni rataði inn í þætti okkar sem urðu 8 ef ég man rétt. Okkur var hvarvetna vel tekið. Kann skýringin að hafa verið sú meðal annars að Steingrímur Hermannsson var þá væntanlegur í heimsókn um haustið. Kínversku viáttusamtökinn áttu einnig drúgan hlut að málum.

Við fórum á stúfana að morgni laugardaginn 9. ágúst 1986 og gengum á milli verslana í hverfinu Jiaodakou þar sem við bjuggum. Emil, sem er afbragðs sögumaður og vel máli farinn, lýsti varningnum sem á boðstólum var og sagði frá verði hlutanna. Rétt er að taka fram að þá voru 12 íslenskar krónur í einu Rnminbi og umreiknuðum við verðið jafnóðum til íslensks verðgildis. Þá voru meðalaun embættismanna 100 Renminbi og höfðu þá hækkað um tæp 90% frá árinu 1975.

Gríðarlegar breytingar harfa orðið á kjörum almennings á þeim rúmu tveimur áratugum sem liðnir eru síðan þetta hljóðrit var gert. Auk Emils ber ýmislegt fyrir eyru. Hlustendur taka væntanlega eftir því hvað reiðhjól voru áberandi í umferðinni á þessum tíma. Samt þótti okkur nóg um bílaumferðina í miðborg Beijing árið 1986.

Hljóðritað var með Sony TCD5 snældutæki og Shure 63L hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband