Áhrif vindsins og nýting hans

Um verslunarmannahelgina 2007 vorum við Elín í Skálholti og gerðum þaðan út um suðurland. Norðan hvassviðri var allan tímann og setti það svip sinn á það sem var hljóðritað. Ég hafði meðferðis Nagra Ares-m hljóðrita, víðómshljóðnema sem smellt er á tækið og einn ME62 hljóðnema frá Sennheiser. Ég útvarpaði örstuttum pistli um ferðina og verða hlustendur að sætta sig við kynningar mínar því að frumgögnin eru mér ekki tiltæk af einhverjum ástæðum. Atriðin eru þessi:

Vindurinn leikur sér að fánaborginni í Skálholti, pólskir ferðalangar berjast á móti vindinum í Þjórsárdal, Lars Eek leikur á harmoniku í Árnesi og lúpínan sprengir fræbelgina.

Til þess að ná hljóðinu í fánaborginni varð ég að leggjast á jörðina. Hið sama var upp á teniningnum með lúpínuna. Þá notaði ég ME62 og lét hann eiginlega liggja á jörðinni. Annars hefði vindurinn náð yfirhöndinni, en gnauðið heyrist eigi að síður.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband