Á sunnanverðri Grímsey

Horft að vitanum úr norðaustri (ljósmynd)

Eftir hádegi 22. júlí blés hann upp með suðvestan kalda í Grímsey. Syðst á eyjunni stendur viti. Í nánasta umhverfi hans er fjölbreytt hljóðumhverfi sem seint verður fangað. Brimið brotnaði þar á klöppunum. Skilyrði til hljóðritunar voru ekki góð vegna vindsins. Ég brá því á það ráð að setja upp blimp-vindhlíf, troða í hana Shure VP88 hljóðnema, stilla á mið-víðóm og klæða síðan allt saman í loðkápu.

Ég hlustaði grannt eftir því sem hljóðritað var, bæði með heyrnartólum og með berum eyrum. Einkenilegt var hvað hljóðdreifingin var lítil. Ef til vill hefur vindurinn valdið þar nokkru um.

Um kvöldið gerði stililogn og fórum við Elín þá í göngu um nágrenni vitans ásamt dönskum hjónum. Þá brá svo við að álkan hafði talsvert til málanna að leggja og irtust fáir hafa áhuga á að muldra í kapp við hana. Hljóðnemarnir voru fjarri og þess vegna á ég erindi út í Grímsey til þess að hljóðrita álkuskvaldrið.

Morguninn eftir héldum við Elín enn á þessar slóðir. Fátt var um fugl í klettunum en þeir héldu sig þó nærri landi. Þá náði ég einstæðri hljóðritun af spjalli nokkurra langvía og greina þær sig vel hver frá annarri. Jafnvel heyrast ein eða tvær athugasemdir frá spakvitrum lundum. Hlustendum er eindregið ráðið að hlusta á hljóðritið í góðum heyrnartólum eða hátölurum svo að minnstu blæbrigði njóti sín.

Ljósmyndin var tekin vð þetta tækifæri og enn sem fyr var það Elín Árnadóttir, sérlegur hirðljósmyndari Hljóðbloggsins sem tók myndina.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta hljóðrit tekið 23. júní er ákaflega skemmtilegt.  Eitthvað sem maður getur vel hugsað sér að hafa í gangi á meðan maður er að bardúsa eitthvað eins og við tölvuna. Þetta er eins og að standa hátt upp í bjargi og heyra ölduna berja ströndina tugum ef ekki hundruð metrum fyrir neðan. 

Hvaða hljóðnema varstu með í þessari færslu? 

Magnús Bergsson, 29.7.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Í hljóðritinu frá 23. júlí notaði ég Sennheiser ME62. Hundrað riða hljóðsía var notuð, sem Nagra Ares BB+ býður, því að annars hefði golan orðið of áberandi. Hljóðin voru svo lág að hljóðrita þurfti með talsverðum styrk. Hljóðnemunum var beint í 90° á móti suðri. Ég hætti þegar ég heyrði Sæfara nálgast, en hljóðnemarnir greindu hljóðið löngu áður en eyru mín greindu hávaðann í skipsvélunum. Um 10 mínútum síðar sigldi ferjan inn á höfnina. Örlítið suð kunna menn að heyra, en það var suðið í gróðrinum.

Arnþór Helgason, 29.7.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband