Niðurinn í Elliðaárhólma

Elliaárhólmarnir eru sælureitur í Reykjavík. Þegar unað er við nið lækja og fossa liggur við að umferðargnýrinn hverfi gersamlega.

Í dag var um 20 stiga hiti í Reykjavík og héldum við hjónin hjólandi austur í Elliðaárhólmana. Komum við okkur fyrir á grasflöt skammt frá rafveituheimilið í námunda við bogabrúna.

Skammt þar frá rennur lækur yfir klappir út í árkvíslina. Það heyrist greinilega að lækurinn glímir við klappir. Ég freistaðist til að hljóðrita hjal hans. Beindi ég hljóðnemunum örlítið niður á við til þess að ná undirtónum lækjarins og hljóðritaði í 24 bita upplausn án nokkurs afskurðar.

Litlu ofar, nær stíflunni, eru flúðir og foss í nánd. Sama aðferð var notuð til þess að fanga undirtóna vatnsins.

Hlustendum er ráðlagt að njóta þessa hljóðrits í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum. Hljóðritið er birt í 16 bita upplausn og 44,1 kílóriðum. Nokkurn tíma getur tekið að opna skrárnar og er fólk beðið að sýna þolinmæði.

Notaðir voru 2 Sennheiser ME62 og Nagra Ares BB+.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband