Mengunarslysið um borð í Röðli árið 1963

Í janúar árið 1963 varð skelfilegt mengunarslys um borð í togaranum Röðli. Þeir, sem urðu fyrir menguninni, hafa aldrei beðið þess bætur og nokkrir þeirra fyrirfóru sér.

Hugi Hreiðarsson, markaðsfræðingur, tók viðtal við nokkra skipverja og aðra sem komu að þessu máli og bjó hljóðritið til flutnings í útvarpi. Vegna anna vannst honum ekki tími til að ganga endanlega frá verkinu og fól mér að annast lokaþáttinn.

Það er nú svo að hver maður fer sínum höndum um heimildirnar. Breytti ég því handriti þáttarins talsveert með samþykki Huga.

Þessi útvarpsþáttur var frumfluttur sumarið 1999 og vakti fádæma athygli. Í þættinum eru áhrifamiklar lýsingar á þeim hörmungum sem áhöfnin varð að ganga í gegnum, lýsingar sem engum líða úr minni sem á hlýðir.

Viðmælendur Huga voru Bárður Árni Steingrímsson, Þórir Atli Guðmundsson, Fríða Einarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson.

Skipshljóin fengust af geisladiskum sem BBC gaf út og eru í eigu Ríkisútvarpsins. Tæknimaður var Georg Magnússon.

Þessi þáttur er birtur hér á Hljóðblogginu vegna eindreginna tilmæla.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er vægast sagt skelfileg saga.

Lítið meira um það að segja. 

Magnús Bergsson, 19.8.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband