Áramótaskothríđin 2010-2011

Gleđilegt ár.

fyrsti áratugur aldarinnar endađi vel. Miklu var skotiđ af flugeldum en púđurreykurinn ekki jafnmikill og stundum áđur. Veđurguđirnir sáu fyrir ţví.

Hamagangurinn var svo mikill ađ ég stóđst ekki mátiđ og dró fram tćkjabúnađinn. Hélt ég mig á svölunum á 3. hćđ Tjarnarbóls 14 međ tvo sennheiser Me62-hljóđnema. Hljóđritađ var á Nagra Ares BB+ á 24 bitum, 44,1 kílóriđum.

Fyrst skar ég neđan af 100 riđunum en ákvađ síđan ađ láta skeika ađ sköpuđu og afnam afskurđinn. Drunurnar verđa ţví býsna tilkomumiklar og örlítiđ kann ađ bera á yfirmótun.

Ţeir sem hafa gaman af samanburđarrannsóknum geta boriđ saman skothríđina um ţessi áramót og hin síđustu. Vćntanlega verđur ţessum hljóđritunum haldiđ áfram nćstu ár og fćst ţá samanburđur á milli stađa auk ţess sem áćtla má magn ólíkra tegunda flugelda af hljóđunum sem rata inn á minniskortiđ.

Hljóđritiđ nýtur sín best í góđum heyrnartólum eđa hljómtćkjum. Höfundur hljóđritsins tekur hvorki ábyrgđ á heyrnar- né tćkjaskađa.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ţetta er ótrúlega flott upptaka Arnţór.

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 17:29

2 identicon

Ég óska ţér, Arnţór, góđra daga á nýju ári, sem og gnćgđ hugmynda og orđmynda í stökur eđa stćrri verk svo ég láti stuđlana njóta sín frekar en einhverja rökhugsun.

 Viđ kaupum bara stjörnuljós á mínu heimili svo ég er búinn ađ spila ţessa góđu upptöku ţína frá í gćrkveldi fyrir köttinn og ađra sem eru í námunda viđ bókaherbergiđ mitt en svo fengum viđ líka góđan skammt af buldrinu hér úti fyrir í gćrkveldi. Bestu kveđjur til frú Elínar. Kannski hittumst viđ á Iđunnarkvöldi, ég ţyrfti ađ segja félögunum ţar frá nýju bókinni Guđríđar í Austurhlíđ sem heitir Ţessi kona. Ingi Heiđmar

IHJ (IP-tala skráđ) 1.1.2011 kl. 20:47

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Mjög góđ upptaka Arnţór. ME62 kemur lika skemmtilega á óvar í ţessari upptöku.

Ţetta voru annars daufustu skoteldaáramót sem ég man eftir, ţó beri litiđ á ţví á upptökunni hjá ţér Arnţór. Mér fannst skoteldaupptakan svo dauf hjá mér í smáíbúđaherfinu ađ ég varđ ađ bera ţađ saman viđ fyrri áramót.  

Niđurstöđuna er ađ finna hjá mér á http://fieldrecording.net 

Magnús Bergsson, 3.1.2011 kl. 00:12

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband