Negldir hjólbarðar - margfaldir skaðvaldar

Nú má merkja að sumir bílstjórar hafi skipt yfir á sumardekk bifreiða sinna. Enn er þó nokkur hópur sem ferðast um með neglda hjólbarða undir rennireiðum sínum. Hjólbarðarnir valda rykmengun, spæna upp göturnar og gera umferðina háværari en góðu hófi gegnir.

Í dag var hljóðnemum stillt upp í íbúðarhverfi. Gatan liggur samsíða fjölfarinni umferðargötu og var þess gætt að hús væri millum hljóðnemans og umferðargötunnar. Hlustendur geta auðveldlega greint þann gríðarlega mun sem er á negldum og ónegldum hjólbörðum. Síðar í vor verður hljóðritað á sama svæði og verður þá umferðin vonandi hljóðlátari.

Notuð var MS-stereo uppsetning. Grunnhljóðneminn var Röde NT-2a og mijuhljóðneminn Sennheiser ME62. Hann framkalar dálítið suð en ég held að það sé ekki til skaða.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband