Fiðluleikarar og óperusöngvarar í Hofi himinsins í Beijing

Íslendingur kynnist leyndardómum kínverskrar fiðlu 

 

 

Sunnudaginn 30. október síðastliðinn höfðum við 5 Íslendingar verið á ferð og flugi meðfram austurströnd Kína til þess að leita hugmynda um það hvernig halda megi upp á 60 ára afmæli Kínversk-íslenska menningarfélagsins veturinn 2013-14. Ákveðið var að menn fengju frí á sunnudeginum, sem var síðasti heili dagurinn í Beijing.

 

Leiðsögumaður okkar og góð vinkona mín, Lv Yanxia, bauð mér að fara með sér á rand og hófumst við handa í Hofi himinsins, sem var eitt meginhofa Beijing á öldum áður.

 

Garðarnir umhverfis hofið iða af lífi um helgar. Þar kemur fólk saman, gerir margs kyns æfingar, ssyngur af hjartans list, leikur á hljóðfæri eða gengur um og nýtur lífsins. Mjög ber þar á aldurhnignu fólki.

Eftir að hafa verið við hljóðritanir á

söng og hljóðfæraslætti rákumst við á hóp manna sem léku á ýmsar fiðlur, svo sem Jinghu, sem einkum eru notaðar í Pekingóperum. Úr þessu varð hinn skemmtilegasti hljóðhræringur.  Í fjarska heyrðust söngvar og jafnvel kínversk rokktónlist.

 

Þegar nálgast lok hljóðritsins heyrist sungin aría úr byltingaróperunni Hvernig Tigurfjall var tekið með herkænsku.

 

English

 

On Sunday October 30, my friend, Lu Yanxia, took me to the gardens of the Temple of Heaven in Beijing where people gather and carry on with all kinds of entertainments as singing, dancing, gymnastics etc. After having recorded some singing we came across a group of men playing Jinhu, the traditional 2 string violine, used in the Peking opera. In the distance all kinds of music were heard. One singer sang wholeheartedly some arias from the opera Taking Tigermountain by strategy.

This all created a wonderful cacophony.

 

Recorded on an Olympus LS-11.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband