Smeykir fuglar - Nervous birds

Að kvöldi 28. júní síðastliðinn tókum við hjónin okkur gistingu á bænum Bjarnargili í fljótum, en sveitin, sem áður nefndist Fljótahreppur, er nú hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Við hjónin höfðum áður gist á Bjarnargili hjá þeim Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Trausta Sveinssyni, en ég mundi vel eftir Trausta frá því að ég var barn og hann vann hjá föður mínum í Vestmannaeyjum veturinn 1963.

Ég hljóðritaði um nóttina frá miðnætti og fram til rúmlega 8 um morguninn. Lítið gerðist framan af nóttu, en um miðmorgunsmund, upp úr kl. 6, vaknaði heimilisfólk við mikinn hávaða í garðinum. Taldi húsfreyja að refur hefði komið á vettvang. Einnig mátti greina í fjarska hrafn og eitthvað varð til að rasta ró þrasta, músarrindla, maríuerlu og annarra mófugla að ógleymdun jaðrakanum, sem kvartaði sáran. Atgangur í þröstunum var svo mikill að einn þeirra flaug á hljóðnemana. Það má heyra þegar tæpar 10 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Fuglahljóðin eru yfirleitt lág, eins og algengt er þegar hljóðritað er í íslenskri náttúru. Því eru hlustendur varaðir við að hávaðinn verður skerandi þegar um 6 mínútur eru liðnar af hljóðritinu.

Nokkuð dró úr atganginum, en greinilegt var að fuglarnir voru ósáttir við eitthvað sem læddist um í grasinu. Það má heyra, ef grannt er eftir hlustað.

Notuð var MS-uppsetning með Røde NT-2A og NT55. Hljóðritinn var sem fyrr Nagra Ares BB+. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.

 

In english

 

In the evening of June 28, I and my wife went to the farm Bjarnargil, but Sigurbjörg Bjarnadóttir and Trausti Sveinsson have been engaged in the tourist trade for several years. Bjarnargil is in the community of Fljót, which belongs to the municipality of Skagafjörður in Northwest-Iceland.

I placed the microphones south of the farmhouse and started the recording ar midnight. Around 6 o‘clock in the morning of June 29, something happened and we woke up with some noise. The mistress thought that a fox might have entered the garden, and if one listens carefully something can be heard sneaking around. At least the blackbirds, waggtails, wrens, redshanks and other birds were very upset. One of the blackbirds even flewinto the windscreen as can be heare when almost 10 minutes have passed.

Headphones are recommended. However it should be noted that some of the birds are far away and the sounds are rather low as usually in the Icelandic nature. When the birds were attacking their enemy in the garden they wrer quite close to the microphones and very noisy.

Røde Nt-2A and NT55 were used in an MS-setup as well as Nagra Ares BB+.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Þetta er mjög athygglsvert.
Þessi þröstur hefur verið ansi kaldur að þora þessu. 
Að skella sér á bak á rebba.
Hugsanlega er grár köttur eða tófa í nágrenninu sem fuglinn hefur áður þorað að ganga hart að. Hann gerir þetta reyndar ekki fyrr en eftir nokkur "könnunar flug" yfir Blimpinum
Ég hef séð fuglana fælast Blimpinn hjá mér, en enginn þeirra hefur verið svo djarfur að ráðast á hann, ekki einu sinni Kría inni í miðju varpi.
Ég hélt reyndar að fuglar gefðu gáfur til að sjá mun á dauðum og lifandi hlutum en það á greinilega ekki við í þessu tilfelli. Þrösturinn heldur áfram að gefa frá sér viðvörunarhljóð og fljúga yfir blimpinn í langan tíma.
Hvað var Blimpinn hátt frá jörðu?

Magnús Bergsson, 3.7.2012 kl. 20:43

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Blimpinn var rétt rúman metra yfir jörðu og ekki í pelsinum. Ég verð að viðurkenna að mér dauðbrá, þegar árásin var gerð. Ég hlustaði á þetta allt saman í heyrnartólum og þetta var eins og æsandi stríðsbókarlestur. Skemmtilegra hefði verið að skila friðsælla hljóðriti.

Á morgun bæti ég zip-skrá við færsluna í þeirri von að hljóðgæðin verði meiri fyrir þá sem hafa áhuga.

Arnþór Helgason, 3.7.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband