Raforkuvindmyllur - Wind Turbines

Hljóðið í einni vindmyllu er notalegt. En hver verða áhrifin er 80 myllur verða settar upp? Ljósmynd: Elín ÁrnadóttirNorðan við Búrfellsvirkjun eru tvær vindmyllur. Þegar okkur bar að garði 26. þessa mánaðar var vindur um 5-10 m/sek og raforkuframleiðsla einungis um 75 kW. Nokkru norðar er önnur vindmylla, sem ekki var opin, en þar sem enginn var við hana var hún valin til hljóðritunar.

Um það leyti sem hljóðritun hófst jókst vindurinn nokkuð. Það má heyra á hljóðritinu hvernig hljóðið breytist með mismunandi vindstyrk.

Eindregið er mælt með góðum heyrnartólum.


Á síðu landsvirkjunar segir m.a.:

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.

Lokið var við uppsetningu vindmyllanna í desember 2012 og á næstu misserum safnast upplýsingar um það hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind. Rannsóknirnar snúast ekki síst um rekstur vindmylla við séríslenskar aðstæður, ísingu, skafrenning, ösku- og sandfok. Ef vel gengur er markmiðið að vindorkuframleiðsla verði í framtíðinni mikilvæg viðbót við framleiðslu raforku með vatnsafli og jarðvarma.

Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu vindmylla til nota á landi. Um 60% vindmylla í Þýskalandi eru frá Enercon og um 7% vindmylla í heiminum.

Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð myllunnar 77 metrar. Frekari upplýsingar eru á

http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/throunarverkefni/vindmyllur


In english


Will the wind finally do some good?

In December, Landsvirkjun erected two wind turbines, in an area known as Hafið, within the construction area of Búrfell Power Station, in the south of Iceland. The turbines have a total of 2 MW of installed power. The project is part of Landsvirkjun’s research and development project on the advantageous of wind power in Iceland. There are a number of areas in Iceland that show great potential for the successful utilisation of wind energy.

The wind turbines each have a 900 kW capacity and together their generating capacity could be up to 5.4 GWh per year. The masts is 55 metres heigh and each spade measures 22 metres in length. When the spades are at their highest position the unit is 77 metres of height. Wind turbines developed for further energy production will in all likelihood be larger than the most powerful turbines presently operating in Iceland today, reaching 7.5MW.


When we were there on July 26 the wind was only 5-10 mYsec and the average power only about 75kW for each turbine. We went to the turbine further north as there were no tourists. There we captured the sound. It can be heard during the recording that the sound of the spades changes according to the wind.

Good headphones recommended.

For further information, see http://www.landsvirkjun.com/ResearchDevelopment/Research/WindPower/



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband