Helgaslysið við Faxasker 7. janúar 1950

Þessi þáttur var frumfluttur í Ríkisútvarpinu 16. janúar 2000, en 7. þess mánaðar voru liðin 50 ár frá því að Helgi VE 333 fórst við Faxasker í Vestmannaeyjum ásamt 7 manna áhöfn og þremur farþegum.

Þátturinn byggir á viðtölum sem tekin voru á árunum 1994-2000.
Rakin er saga skipsins frá upphafi smíði þess árið 1935 allt til þess að rekinn úr því var nýttur við Breiðafjörð.
Eftirtaldir koma fram:
Guðrún Stefánsdóttir, ekkja Helga Benediktssonar, útvegsbónda í Vestmannaeyjum,
Séra Halldór E. Jonsson (fórst með Helga),
Björn Sigurðsson frá Hallormsstað (vann að smíði skipsins),
Gísli Brynjóúlfsson, sonur Brynjúlfs Einarssonar, bátasmiðs,
Halldóra Úlfarsdóttir (vann hjá Guðrúnu og Helga),
Vernharður Bjarnason (starfaði um árabil við inn- og útflutning hjá Helga Benediktssyni),
Hallgrímur Hallgrímsson (sonur Hallgríms Júlíussonar, skipstjóra á Helga),
Andrés Gestsson, háseti á Helga um nokkurra ára skeið,
Einar Vilhjálmsson, fv. tollvörður,
Sigtryggur Helgason (sonur Guðrúnar og Helga),
Aðalheiður Steina Scheving,
Jón Hjörleifur Jónsson, fv. skólastjóri,
Árni Ingvarsson, fyrrum háseti á Herðubreið,
Sigríður Ólafsdóttir (Sirrý í Gíslholti), vinkona og fyrrum vinnustúlka hjá Helga og Guðrúnu,
Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð,
Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrum hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi Vestmanneyja,
Gunnar Eyjólfsson frá Lambavatni á Rauðasandi,
Ari Ívarsson frá Melanesi á Rauðasandi,
Eigill Ólafsson frá Hnjóti í Örlygshöfn,
Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk.

Lesari var Sigrún Björnsdóttir og kynnir í lok þáttar Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

Kór Langholtskirkju flutti kvæði Halldórs E. Johnsons í lok þáttarins við lag Arnþórs Helgasonar

 

Sigtryggur Helgason kostaði gerð þáttarins.

Tæknimaður við samsetningu var Vigfús Ingvarsson.

Höfundur handrits: Arnþór Helgason

 

Vakin skal athygli á þættinum "Faxasker" sem er neðar á síðunni. Þar er fjallað um sögu þeirra þriggja skipa sem fórust við skerið á síðustu öld. Í þættinum koma fram ítarlegri upplýsingar um Helga VE 333 og ýmislegt sem tengist Helgaslysinu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband