Fyrsta vísan

Birgir Þór Árnason, sem er tæpra 8 ára, kom afa sínum á óvart um daginn þegar hann fór með vísu sem hann hafði ort um Kolbein Tuma, bróður sinn. Afi varð einstaklega ánægður með ljóðstafina í vísunni.

 

Í gær var farið með Nagra Ares-M á vettvang og hljóðritað örstutt viðtal við höfundinn.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gert að afla Skáldu á Iðunnarfundi 9

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 11. janúar 2013, var stjórn félagsins fremur fáliðuð og ollu því meðal annars veikindi. Þá var fyrrum formaður félagsins fárveikur heima og hentu menn gaman að, enda þykir flestum félagsmönnum vænt um Steindór Andersen.

 

Í lok fundar gerði Helgi Zimsen, formaður vísnanefndar, að afla Skáldu, en það skip er gert út á Iðunnarfundum. Aflaðist sæmilega. Í vísunum er getið um Smára Ólason, en hann flutti gott erindi um geisladisk, sem Barbörukórinn hefur nýlega gefið út. Skreytti hann erindið með hljóðdæmum. Þá var Höskuldar Búa Jónssonar að góðu getið vegna vefsíðu Iðunnar, http://rimur.is.

 

Ýmsir hagyrðingar kannast við það sem ort varr um og þá sem ortu. Hljóðritið er birt með leyfi formanns vísnanefndar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugeldaskothríðin 2012-13 - Fireworks 2012-13

Hávaðinn var ærandi.

Á undanförnum árum hef ég hljóðritað áramótaskothríðina. Að þessu sinni virtist mér hamagangurinn hefjast síðar en oft áður vestur á Seltjarnarnesi. Skothríðin hófst um kl. 23:35 og tók að minnka þegar klukkan var 10 mínútur yfir miðnætti. Þéttleiki skothríðarinnar var svipaður og undanfarin ár, þó heldur meiri en í fyrra.

Hljóðritið, sem hér er birt, hófst kl. 23:48 og lauk 16 mínútum síðar. Notaðir voru tveir Røde NT-2A í AB-uppsetningu, þ.e. um 30 cm milli hljóðnemanna og þeir hafðir opnir. Loðfeldir frá framleiðanda voru notaðir. Skorið var af 40 riðum. Styrkurinn er óbreyttur frá upprunalegu hljóðriti.

Það gekk á með hvössum vindhviðum og er það ástæða þess að hljóðritið er heldur styttra – hljóðnemarnir fuku um koll.

Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum með Nagra Ares BB+.

Myndina tók konan mín, Elín Árnadóttir.

 

In english:

 

The fireworks in the Reykjavik area was almost the same as in previous years. It didn‘t last as long as sometimes before.

The recording is a little shorter than expected. As the wind was sometimes rather storng the mics fell. This recording started at 23:48 and finished around 16 minutes later. Two Røde NT-2A were used in an AB-setup. The microphones were covered with a furcode from Røde. The recorder was Nagra Ares BB+.

The photo was taken by my wife, Elín Árnadóttir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband