Fćrsluflokkur: Bćkur

í minningu tengdamóđur minnar, Sólveigar Eggerz Pétursdóttur

Blessunin hún tengdamóđir mín, Sólveig Eggerz Pétursdóttir, var jarđsungin frá Fossvogskirkju í dag. Gerđi séra Svanhildur Blöndal ţađ af stakri snilld.
Sólveig var kunn myndlistarkona, málađi, teiknađi og varđ fyrst Íslendinga til ţess ađ mála á rekaviđ.
Í maí 2010 hélt hún sýningu á málverkum sem hún kallađi Svipina í hrauninu og hún hafđi málađ međ akríl-litum, en Sólveig hafđi ţá nýlega tekiđ ađ nota ţá viđ listsköpun sína. Af ţví tilefni setti ég á hljóđbloggiđ viđtal viđ hana. Í dag birti ég ţađ á ný, bćđi klippta og óklippta útgáfu, en ţar kemur frásagnarlist Sólveigar glögglega í ljós. Hver hefđi trúađ ţví ađ ţar talađi 85 ára gömul kona?
Til minningar um kveđjustundina set ég á milli viđtalanna 23. sálm Davíđs, sem sunginn var í dag af kammerkór undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Lagiđ er tileinkađ Elínu, eiginkonu minni og var einnig sungiđ viđ útför föđur hennar, Árna Jónssonar. Ţađ var upphaflega frumflutt í Seltjarnarneskirkju áriđ 2003 og samiđ ađ tilhlutan Gunnlaugs A. Jónssonar.

 

Sólveig Eggerz Pétursdóttir á góđri stund í Laugardalsgarđinum 2015


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Af séra Jóni Ísleifssyni

Af séra Jóni Ísleifssyni 

Sigurđur Sigurđarson, dýralćknir, er einna skemmtilegastur ţeirra Íslendinga, sem nú eru á dögum. Nú er nýkomin úr prentsmiđju bókin „Sigurđur dýralćknir". Sigurđur lýsir bókinni svo:

„Hún fjallar um ćvi mína fram ađ utanferđ til náms. Í bókinni eru sögur um ýmsa sérkennilega menn sem eg hefi mćtt á lífsferđinni eđa heyrt um frá mínu fólki og alţýđlegar frásagnir af nokkrum búfjársjúkdómum. Ţessa bók hefeg skrifađ ađ mestu leyti sjálfur međ góđri ađstođ Gunnars Finnssonar fyrrum skólastjóra, frćnda míns frá Selalćk.

Viđmiđunarverđ í bókabúđ er kr. 5980,- Verđ í Eymundsson er kr 5.999 í dag. Verđ í Bónusi í morgun sýndist mér aftur á móti vera kr 4.385.- (Bónus gamli er reyndar lítt útreiknanlegur og getur hćkkađ og lćkkađ slíkt tilbođ frá degi til dags, jafnvel innan dags).

Ég mun afhenda bókina áletrađa ţeim sem óska fyrir kr 4.500.- međan birgđir endast. Eg fekk nokkra tugi af bókum á afsláttarverđi frá forlaginu. Ţá myndi sendingarkostnađur falla niđur. Ef einhverjir vilja fá bókina senda, er ţađ hćgt. Ţá leggst viđ burđargjald međ fóđruđu umslagi kr 1155.- Sending í póstkröfu yrđi um kr 1500.- á hverja sendingu.

Framhaldiđ af ţessari bók er vćntanlegt ađ ári međ frásögnum af dýralćknisnámi, störfum og baráttu viđ pestir og viđ andleg og veraldleg yfirvöld. Inn í ţann texta verđur fléttađ skemmtisögum eins og í ţessu bindi, sem bođiđ er til kaups. Ţar verđa einnig vísur og ljóđ og á geisladiskum, greyptum í bókarkápu, frumsamin sönglög og messusvör auk passíusálma, sem eg hefi sett ţekkt kvćđalög viđ."

 

Sigurđur las upp úr bókinni kaflann um séra Jón Ísleifsson, á Iđunnarfundi 4. ţessa mánađar. Hljóđritiđ er birt međ samţykki hans.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Síđustu andartök Karítasar Jónsdóttur vestur í Skálavík

Kristín Marja Baldursdóttir skóp listakonuna Karítas Jónsdóttur í bókum sínum, Karítas án titils og Óreiđa á striga. Fáar persónulýsingar hafa haft jafndjúp áhrif á mig undanfarna áratugi. Karítas fćddist vestur í Skálvík aldamótaáriđ 1900.

Sagan lýsir fjandsamlegri ást ţeirra Karítasar og eiginmanns hennar, Sigmars Hilmarssonar sem fara hvort sína leiđ, en Sigmar virđist ţó hafa yfirhöndina ţar til síđast – eđa hvađ? Hún hafđi heitiđ ađ hvíla honum viđ hliđ norđur á Akureyri ţar sem hann var jarđađur. En skömmu fyrir 100 ára afmćli sitt sagđi hún viđ sonardóttur sína ađ nú mćtti ţađ fara í heitasta helvíti, hún vćri ađ verđa hundrađ ára. Héldu ţćr síđan vestur í Skálavík og fylgdust sonardóttirin og vinkona hennar međ ţví hverniđ sú gamla stjáklađi um í fjörunni ţar til hún hvarf ţeim sjónum. Ég eftirlćt lesendum bókarinnar ađ rifja upp lýsinguna og hvet ađra til ađ kynna sér bćkur Kristínar.

Ég velti ţví fyrir mér hvađ borist hefđi henni Karítas til eyrna eđa flogiđ um huga hennar um ţađ leyti sem öndin hvarf frá henni. Ţessar hugrenningar birtast í međfylgjandi hljóđmynd.

Notađ var öldugjálfur vestan úr Skálavík sem hljóđritađ var ţar á góđviđrisdegi 2. júlí 2009. Bćtt var ofan á hljóđriti klukkna Landakirkju í Vestmannaeyjum frá 4. Des. 1999.

Öldugjálfriđ var hljóđritađ međ Nagra Ares BB+ og Sennheiser hljóđnemum ME62, sem voru látnir mynda um 100° horn og vísuđu ţeir hvor frá öđrum. Á millum ţeirra var u.ţ.b. 1 metri. Kirkjuklukkurnar voru hljóđritađar međ Sony minidisktćki og Sennheiser MD21U sem var hannađur áriđ 1954.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband