Færsluflokkur: Heilsa og heilsuvernd

Meingunarslysið um borð í Röðli í janúar 1963

Þessi þáttur er byggður á viðtölum sem Hugi Hreiðarsson tók árið 1998 við skipverja sem lifðu af skelfilegt meingunarslys um borð í togaranum Röðli í janúar 1963. Þættinum var útvarpað í júlí 1999. Sögumenn eru Bárður Árni Steingrímsson og Þórir Atli Guðmundsson.
Afleiðingar slyssins settu mark sitt á þá sem lifðu af og flestir hafa þeir þurft að glíma við afleiðingar eitrunarinnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Suð fyrir eyra - útvarpsþáttur frá 1999

Árið 1999 gerði ég þátt fyrir Ríkisútvarpið sem nefndist Suð fyrir eyra. Fjallaði hann um þennan leiða kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í þættinum er lýst súrefnismeðferð og rætt við lærða og leika um fyrirbærið.

Í upphafi þáttarins heyrist suð, en mér tókst að búa það til með því að setja hljóðnema innan í heyrnartól og skrúfa síðan upp styrkinn á hljóðrituninni. Þegar ég leyfði Garðari Sverrissyni að heyra suðið, hrópaði hann: “Þetta er suðið mitt”!

Og þetta er einnig suðið mitt.

Tæknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tæknimaður Ríkisútvarpsins sá um að færa þáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengið afrit af þættinum. Nú er talin ástæða til að setja hann á netið.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er þess óskað að getið sé hvaðan þátturinn sé kominn.

Eindregið er mælt með að hlustað sé með góðum heyrnartólum.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykjavíkurmaraþonið 2011

 

Aldrei hafa fleiri skráð sig í Maraþon og hálf-Maraþon Íslandsbanka en í gær, 20. ágúst. Hið sama átti við um 10 km hlaupið.

http://mbl.is/mm/greinilegur/frett/1588519/

Nokkrum sinnum hefur undirritaður reynt að hljóðrita skemmtiskokkið og eru hljóðrit frá árinu 1998 og 2010 á þessum síðum. Í gær, laugardaginn 20. ágúst, viðraði einstaklega vel. Fyrstu Maraþonhlaupararnir fóru vestur Nesveginn við Tjarnarból 14 um kl. 08:50. Komið var fyrir Røøde NT-2A og NT-55 hljóðnemum í vindhlíf. Notuð var MS-uppsetning. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ á 24 bitum og 44,1 kílóriðum.

 

Óvænt truflun

 

skemmtiskokkið var einnig hljóðritað. Rétt áður en það hófst hljómaði lagið Austrið er rautt í farsímanum, en ég hafði gleymt að slökkva á honum. Glöggum hlustendum, sem hlusta á hljóðritið með heyrnartólum, skal bent á að vel heyrist að ég sat fyrir aftan hljóðnemana. Hlustendur eru hvattir til að láta ekki hávaða vélknúinna ökutækja fæla sig frá því að hlusta á hljóðritið.

 

In English

 

The day of Reykjavik is 18. August. The first Satureday after 18. August is called „Cultural night" probably because when it was first celebrated the main emphasis was on evening and night activities. But now the festival takes place during the day.

http://menningarnott.is/

 

Before the start of the cultural activitees there are some sport events organized by the Bank of Iceland - Marathon, Half-Marathon and 10 km run. On August 20 this year 684 people took part in the Marathon, 1852 in half-Marathon and 4.431 in the 10 km run.

First the Marathon and Half-Marathon runners passed by my house at around 08:30 (the first recording) and at around 09:40 both the Marathon runners as well as 10 km runners starting flowing from east to west.

 

Unexpected Disturbance

 

Just after the second recording was started my mobile phone began playing The East is Red as I had forgotten to turn it off. Those, who listen to the recording with stereo headphones, will notice that I was sitting behind the microphones.

I used the same setup as in previous recordings.

Do not let the noise from passing cars disturbing you from enjoying the recording and the atmosphere.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Óvænt hetjusaga

Í gær brá ég mér út á Eiðistorg að sinna ýmsum erindum. Þegar ég kom út úr apótekinu tók ég eftir því að farið var að rigna. Dró ég þá upp Olympus LS-11 hljóðrita og brá honum á loft. Ég var ekki með nein heyrnartól en vissi nokkurn veginn hversu mikinn styrk væri óhætt að setja inn á tækið.

Í miðri hljóðritun heilsaði mér Eiríkur Einarsson, þýðandi, en hann býr einnig á Seltjarnarnesi. við höfðum ekki hist áður og tókum tal saman um hagi okkar. Ekki hafði ég slökkt á hljóðrituninni og kom því samtalið allt inn á tækið. Með leyfi Eiríks er það nú birt hér á blogginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Í minningu Hauks Lárusar Haukssonar

Þriðjudaginn 23. þessa mánaðar greindi Morgunblaðið frá því að Haukur Lárus Hauksson, blaðamaður og ráðgjafi, hefði látist á Landspítalanum við Hringbraut 21. nóvember síðastliðinn eftir áralanga baráttu við krabbamein.

Haukur var fæddur í Reykjavík 28. júní 1957 og voru foreldrar hans hjónin Edith Olga Clausen húsfreyja og Haukur Bragi Lárusson vélstjóri. Hann var yngstur í hópi þriggja systkina, en systkini hans eru Elísabet Hauksdóttir og Karl Pétur Hauksson.

Haukur ólst upp í Langholtshverfinu í Reykjavík. Hann bjó í Danmörku á árunum 1980-1987 en þar stundaði hann nám í sálfræði. Haukur starfaði lengst af sem blaðamaður á DV. Á síðustu árum starfaði hann sem ráðgjafi í almannatengslum hjá fyrirtækinu AP almannatengsl.

Haukur var virkur í baráttu sinni við krabbamein. Hann ferðaðist meðal annars um landið með fyrirlestur um glímu sína við sjúkdóminn. Haukur var einn stofnenda félagsins Framför en það stendur fyrir átakinu Karlar og krabbamein.

Haukur giftist Heru Sveinsdóttur, fótaaðgerðafræðingi, 30. desember 1982. Börn þeirra eru Arinbjörn, ferðamálafræðingur, í sambúð með Láru Sigríði Lýðsdóttur og Edda Þöll, sjúkraliðanemi og starfsmaður á hjúkrunarheimilinu við Sóltún.

Leiðir okkar Hauks lágu saman sumarið 2007. Þá fékk ég það verkefni á vegum Morgunblaðsins að ræða við Þráin Þorvaldsson og fleiri um nýjungar í meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli. Skömmu eftir að greinin birtist hringdi Haukur og vakti athygli mína á ýmsum staðreyndum sem snerta krabbamein og fæðuval. Varð að ráði að hann kæmi til mín og ræddi þessi mál í útvarpsviðtali.

Um þetta leyti var ég með fasta pistla í Ríkisútvarpinu á fimmtudögum og hugðist útvarpa viðtölunum þar. Öðru þeirra var útvarpað að hluta, en öðrum umsjónarmanni þáttarins hugnaðist það ekki og rauf útsendinguna áður en því lauk. Seinna viðtalinu var því aldrei útarpað. Hins vegar var það birt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.

Ég ræddi við Hauk stuttlega í síma í fyrravetur vegna starfa minna á vegum Viðskiptablaðsins. Hann var þá farinn að vinna heima. Þrekið fór þverrandi enda sótti sjúkdómurinn á. Hann sagðist láta hverjum degi nægja sínar þjáningar en hlakkaði jafnan til þess að fá að lifa einn dag enn.

Til minningar um þennan æðrulausa og hugdjarfa baráttumann eru viðtölin birt sem hljóðskrár með þessari færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mengunarslysið um borð í Röðli árið 1963

Í janúar árið 1963 varð skelfilegt mengunarslys um borð í togaranum Röðli. Þeir, sem urðu fyrir menguninni, hafa aldrei beðið þess bætur og nokkrir þeirra fyrirfóru sér.

Hugi Hreiðarsson, markaðsfræðingur, tók viðtal við nokkra skipverja og aðra sem komu að þessu máli og bjó hljóðritið til flutnings í útvarpi. Vegna anna vannst honum ekki tími til að ganga endanlega frá verkinu og fól mér að annast lokaþáttinn.

Það er nú svo að hver maður fer sínum höndum um heimildirnar. Breytti ég því handriti þáttarins talsveert með samþykki Huga.

Þessi útvarpsþáttur var frumfluttur sumarið 1999 og vakti fádæma athygli. Í þættinum eru áhrifamiklar lýsingar á þeim hörmungum sem áhöfnin varð að ganga í gegnum, lýsingar sem engum líða úr minni sem á hlýðir.

Viðmælendur Huga voru Bárður Árni Steingrímsson, Þórir Atli Guðmundsson, Fríða Einarsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson.

Skipshljóin fengust af geisladiskum sem BBC gaf út og eru í eigu Ríkisútvarpsins. Tæknimaður var Georg Magnússon.

Þessi þáttur er birtur hér á Hljóðblogginu vegna eindreginna tilmæla.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband