Fćrsluflokkur: Menntun og skóli

Breiđdalssetur - vaxandi menningar- og vísindastofnun

Erla Dóra Vogler er verkefnastjóri á Breiđdalssetri.

Á Breiđdalsvík er starfrćkt Breiđdalssetur. Setriđ er til húsa í Gamla kaupfélaginu, en ţađ var byggt áriđ 1906. Húsiđ hefur nýlega veriđ endurnýjađ og gert ađgengilegt. Ţar er m.a. lyfta á milli hćđa svo ađ flestir sem fara ţar um eiga ađ geta notiđ ţeirra sýninga sem eru í setrinu.

 

Á setrinu eru um ţessar mundir sýningar um tvo merka vísindamenn, sem hvor um sig markađi djúp spor í vísindasögu Austfjarđa. Á jarđhćđ er sýning um Dr. George Walker, breskan jarđfrćđing, sem rannsakađi m.a. berglög á Austurlandi og skrifađi um ţau merkar vísindagreinar.

 

Á efri hćđ hússins er sýning um Dr. Stefán Einarsson frá Höskuldsstöđum í Breiđdal, prófessor, en hann var einn af fremstu málvísindamönnum Íslendinga á síđustu öld. Hann vann mestan hluta ćvi sinnar í Bandaríkjunum, en hafđi óbilandi áhuga á varđveislu ţjóđlegra frćđa og varđ fyrstur íslenskra frćđimanna til ţess ađ hljóđrita á segulbönd ţjóđlegan fróđleik, svo sem frásagnir, vísur og kvćđalög, sem tengdust Breiđdalnum. Ţá var hann einn af hvatamönnum útgáfu safnritsins Breiđdćlu, sem enn kemur út. Á hluta ţessa merka hljóđritasafns má hlusta í Breiđdalssetri ásamt ýmsu öđru sem tengist ćvi Stefáns og störfum, s.s. bréfaskriftum ţeirra Halldórs Laxness.

 

 

Erla Vogler, verkefnastjóri Breiđdalsseturs, sagđi mér frá starfi ţess, er ég átti ţar leiđ um ásamt Hrafni Baldurssyni. Ţess má geta ađ á fimmtudagskvöldum er gengiđ um ţorpiđ á Breiđdalsvík og saga ţorpsins rakin.

 

Á heimasíđu setursins eru einnig fleiri upplýsingar, en stöđugt bćtist nýtt efni á síđuna.

http://breiddalssetur.is/


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslenskan á Umferđarmiđstöđinni

 

Í dag átti ég leiđ á Umferđarmiđstöđina viđ Vatnsmýri í Reykjavík. Ţar er starfsfólkiđ lipurt og vill viđskiptavinum allt hiđ besta.

Nokkuđ virđist skorta á ţjálfun sumra sem ţar eru viđ störf. Ég fékk mér sćti í biđsalnum og dró upp Olympus LS-11 varahljóđritann, en hann hefur nýlega hlotiđ 3. verđlaun sem tćkninýjung ársins 2010 á sviđi hljóđrita. Hugđist ég hljóđrita umhverfiđ eins og stundum áđur. Fremur lítil umferđ var um miđstöđina. Ţó mátti heyra rennihurđina fara fram og aftur um dyraopiđ, skemmtilegt skóhljóđ, ferđatösku dregna áfram, mas og skvaldur.

Í tvígang var kallađ í hátalarakerfi hússins. Fyrri tilkynningin skildist alls ekki. Ef grannt er hlustađ á seinni tilkynninguna, sem hefst á 27. sek. 3. mínútu (02:27) heyrist ekki betur en ađ farţeggar til Hveragerđi, Selfoss, Hvolsvöllur, Flúđir og Borgarfjörđur séu beđnir ađ ganga um borđ - ekkert eignarfall.

Íslendingar hafa furđulítinn metnađ fyrir hönd ţjóđtungu sinnar á sjálfu afmćlisári Jóns Sigurđssonar. Vćri ekki ráđ ađ kenna starfsfólki Umferđarmiđstöđvarinnar hvernig eigi ađ lesa slíkar tilkynningar? Ćtli tilkynningalestur sé kenndur á ferđamálabrautum framhaldsskólanna?

Hljóđritađ var rétt fyrir kl. 17:00 á 24 bitum, 44,1 kílóriđum. Notađur var Olympus LS-11 hljóđriti međ áföstum hljóđnemum.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Birgir Ţór 6 ára

Birgir Ţór 6 ára

Ţriđjudaginn 15. febrúar verđur Birgir Ţór Árnason 6 ára. Ţótt aldurinn sé ekki hár verđa ýmis tímamót ţegar menn komast á 7. ár. Ţeir byrja í skóla, verđa grunnskólanemar í stađ leikskólanema, mi ssa tennur og sitthvađ fleira, sem markar spor í vitund ţeirra.

Á ţessum tímamótum ţótti rétt ađ taka kappann tali og forvitnast um framtíđaráćtlanir hans.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Elsa á Bítlatónleikum

Veturinn 2007 var haldiđ skemmtikvöld á vegum starfsmanna Öskjuhlíđarskóla. Ţar sagđi Birgir Ţór Baldursson, kennari, frá ferđ á Bítlaslóđir í Liverpool og annar kennari, Elsa Guđmundsdóttir, frá ţví er hún fór á bítlatónleika í borginni Brighton í Bretlandi sumariđ 1964, en hún var ţar á sumarskóla. Frásögn Elsu var fyrir ýmsa hluti stórmerkileg og fékk ég hana til ađ segja mér hana inn á Nagra-hljóđpelann. Ég útvarpađi hluta frásagnarinnar í ţćttinum Vítt og breitt ţá um voriđ en varđ ađ stytta hana talsvert. Hér birtist hún óstytt - öllu innihaldi pelans hellt gagnasafn mbl.is.

Elsa tók myndir á tónleikunum og fađir hennar, sem var ljósmyndari, hjálpađi henni viđ ađ framkalla ţćr og lagfćra.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Feldenkrais - athyglisverđ heilsubótarmeđferđ

PICT0039

Fyrir fjórum árum var mér bent á ađ Sibyl Urbancic ćtlađi ađ halda námskeiđ í svokallađri Feldenkrais tćkni. Ađferđin byggir á ađ ná stjórn á líkama sínum og auka hreyfifćrni hans međ fíngerđum hreyfingum. Eftir ađ hafa sótt kynningu hjá henni ţótti mér ţessi ađferđ svo merkileg ađ ég fékk Sibyl til ţess ađ rćđa viđ mig fyrir Ríkisútvarpiđ. Var viđtalinu útvarpađ í september 2006. Ţađ er enn í fullu gildi og er ţví birt hér međ samţyki hennar.

Ţess má geta ađ Sibyl heldur námskeiđ í Feldenkrais-tćkninni í byrjun nćsta mánađar og fylgir auglýsingin ţessari fćrslu sem viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband