Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvađ er ađ gerast í Kína? Samskipti Kínverja og Íslendinga í áranna rás

Í morgun, 23. október var útvarpađ viđtali Óđins Jónssonar viđ Arnţór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Fariđ var vítt og breitt um sviđiđ.

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

40 ára farsćld - í minningu Sigurgeirs Sigurđssonar, bćjarstjóra á Seltjarnarnesi

Sigurgeir Sigurđsson, fyrrum bćjarstjóri á Seltjarnarnesi árin 1965-2002, lést ađ heimili sínu 3. ţessa mánađar á 83. aldursári.

Sigurgeir setti mikinn svip á samfélagiđ. Hann var tíđum umdeildur, en ţegar ferill hans er gerđur upp er niđurstađan sú ađ hann hafi veriđ farsćll í störfum sínum fyrir bćjarfélagiđ ţau 40 ár sem hann var í hreppsnefnd og bćjarstjórn.

Áriđ 2006 hljóđritađi ég viđtöl viđ hann sem útvarpađ var daginn eftir kosningar ţá um voriđ.

Fylgir útvarpsţátturinn hér fyrir neđan.

 

http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1240227/


Rafbílavćđingin á Íslandi - viđtal Óđins Jónssonar viđ Gísla Gíslason

Í Morgunútgáfunni á Rás eitt rćddi Óđinn Jónsson viđ Gísla Gíslason, einn frumkvöđla rafbílavćđingarinnar á Íslandi. Viđtaliđ er birt međ leyfi Óđins.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslandsbanki markar sér nýja stefnu í ađgengismálum blindra og sjónskertra

Athugasemd um vanefndir Íslandsbanka

 

Í júlí 2017 sagđi höfundur ţessa pistils upp ţjónustu Íslandsbanka vegna margítrekađra vanefnda á ađgengisstefnu bankans. Í undirbúningi er kćra til Fjármálaeftirlitsins.

Ţeim metnađi, sem fram kemur í međfylgjandi viđtali viđ Val Ţór Gunnarsson, hefur ekki veriđ fylgt eftir, en hann hćtti störfum viđ Íslandsbanka á útmánuđum 2017.

 

Um ţađ leyti sem netbankar voru stofnađir skömmu eftir aldamótin reiđ Íslandsbanki eđa hvađ sem hann hét ţá á vađiđ og setti sér metnađarfulla ađgengisstefnu.
Ţegar smáforrit fyrir Apple og Android-síma voru kynnt hér á landi fyrir tveimur árum var forrit Íslandsbanka gert ađ mestu ađgengilegt ţeim sem eru blindir og sjónskertir.
Í desember síđastliđnum var appiđ eđa smáforritiđ endurnýjađ og ţá hrundi ađgengi blindra snjallsímanotenda.
Eftir ađ bankanum bárust hörđ mótmćli var tekiđ til óspilltra málanna vegna lagfćringa á ađgenginu. Ţađ virtist snúnara en búist var viđ.
Valur Ţór gunnarsson, ţróunarstjóri Íslandsbanka, greindi frá ţessu í viđtali viđ höfund síđunnar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ađventuljóđ eftir Ragnar Inga Ađalsteinsson - hinn sanni bođskapur jólanna

Á jólafundi Kvćđamannafélagsins Iđunnar
9. desember síđastliđinn flutti Ragnar Ingi Ađalsteinsson kvćđi sitt Ađventuljóđ.
Ţar minnist hann á ýmis gildi sem fólk ćtti ađ hafa í heiđri um jólin og mćttu menn taka bođskap hans til rćkilegrar umhugsunar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Gleđibođskapur ađventunnar - predikun dr. Gunnlaugs A. Jónssonar, prófessors, á 4. sunnudegi í ađventu 18. desember 2016

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, predikađi í Seltjarnarneskirkju um gleđibođskap ađventunnar. Í ţessari predikun fléttađi hann saman ýmsa ţrćđi sem greina inntak og eđli kristinnar trúar. Rćđan var flutt af miklum lćrdómi og einlćgni sem höfundi er í blóđ borin.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Rökrásin - vel heppnađ útvarpsleikrit

Útvarpsleikhúsiđ frumflutti leikritiđ Rökrásina eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Međ ađalhlutverkin fóru ţau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Tónlist samdi Kristín Anna Valtýsdóttir og Harpa Arnardóttir var leikstjóri.

Leikritiđ er margslungiđ snilldarverk um öldruđ hjón sem starfrćkja útvarpsstöđ á heimili sínu. Brugđiđ er upp svipmynd af hjónunum og hlustendur fá ađ heyra hvernig ţau liđsinna hlustendum sínum. Einnig bregđa ţau á leik og samfarir gömlu hjónanna í beinni útsendingu voru mjög sannfćrandi.

Tćknivinnslan var innt af hendi af mikilli prýđi, enda undir stjórn Einars Sigurđssonar.

Hlustađ var á leikritiđ í vefvarpi Ríkisútvarpsins og valinn kosturinn Netútvörp. Útsendingin á netinu var afleit. Svo mikiđ er hljóđiđ ţjappađ ađ ýmsir aukadónar fylgja međ tónlistinni og s-hljóđin verđa hálfgert hviss. Nýmiđladeild Ríkisútvarpsins hlýtur ađ gera grein fyrir ţessum löku hljóđgćđum. Breska útvarpiđ BBC sendir út í miklum hljóđgćđum og hiđ sama á viđ um fjölda tónlistarstöđva sem eru á netinu.

Hlustendum til fróđleiks fylgir hljóđsýni.Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Suđ fyrir eyra - útvarpsţáttur frá 1999

Áriđ 1999 gerđi ég ţátt fyrir Ríkisútvarpiđ sem nefndist Suđ fyrir eyra. Fjallađi hann um ţennan leiđa kvilla sem hrjáir fjölda Íslendinga. Í ţćttinum er lýst súrefnismeđferđ og rćtt viđ lćrđa og leika um fyrirbćriđ.

Í upphafi ţáttarins heyrist suđ, en mér tókst ađ búa ţađ til međ ţví ađ setja hljóđnema innan í heyrnartól og skrúfa síđan upp styrkinn á hljóđrituninni. Ţegar ég leyfđi Garđari Sverrissyni ađ heyra suđiđ, hrópađi hann: “Ţetta er suđiđ mitt”!

Og ţetta er einnig suđiđ mitt.

Tćknivinna var í höndum umsjónarmanns. Tćknimađur Ríkisútvarpsins sá um ađ fćra ţáttinn á segulband.

Fjöldi fólks hefur fengiđ afrit af ţćttinum. Nú er talin ástćđa til ađ setja hann á netiđ.

Hvers konar afritun og notkun er heimil öllum sem not geta haft af. Einungis er ţess óskađ ađ getiđ sé hvađan ţátturinn sé kominn.

Eindregiđ er mćlt međ ađ hlustađ sé međ góđum heyrnartólum.Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íhreytur um Reykjavík og ađra landshluta

Kvćđamannafélagiđ Iđunn efndi til haustferđar laugardaginn 6. september 2014. Margt var ţar kveđiđ skemmtilegt.

Á leiđinni heim, ţegar ekiđ var í áttina ađ Ţrengslunum, kvađ Ţórarinn Már Baldursson, hagyrđingur og kvćđamađur, vísur ţar sem hann hreytir ónotum í Reykjavík og nágrannabći hennar. Landsbyggđin fćr einnig sinn skammt, enda er hann norđlenskur mađr.

Mćlt er međ góđum heyrnartólum.Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ying Manru, túlkur fyrstu íslensku sendinefndarinnar til Kína 1952, segir frá

Ying Manru, túlkur sendinefndarinnar frá 1952, les ljóđ Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta október, klökkvum rómi.Eins og mörgum er kunnugt voru dagbćkur Jóhannesar úr Kötlum frá árinu 1952 gefnar út í Kína í kínverskri ţýđingu nú í haust, en hann var formađur íslenskrar sendinefndar sem sótti Kínverska alţýđulýđveldiđ heim á ţví ári. Leiddi sú ferđ m.a. til stofnunar Kím haustiđ eftir. Tilefniđ var 60 ára afmćli Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Í bókinni eru einnig ljóđ sem Jóhannes orti í Kína.

 

Af ţessu tilefni var haldin hátíđ í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síđastliđinn. Mikla ađdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar áriđ 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku viđ Peking-háskóla. Hún er fćdd áriđ 1928 og er ţví 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.

 

Formađur Kím, Arnţór Helgason, hljóđritađi viđ hana stutt viđtal. Ţar greindi hún frá ánćgjulegu samstarfi viđ íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annađhovrt Ţórbergur Ţórđarson eđa Zophonías Jónsson) hefđi veriđ fiskimađur og risiđ árla úr rekkju. Sagđist hún einatt hafa hitt hann og hefđi hann dáđst mjög ađ landslaginu ţar sem hann var hverju sinni.

 

 

IN ENGLISH

 

In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband