Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Af þessu tilefni var haldin hátíð í tungumálastofnun Peking-háskóla 28. október síðastliðinn. Mikla aðdáun og undrun gesta vakti túlkur íslensku sendinefndarinnar árið 1952, frú Ying Manru, sem kenndi lengi ensku við Peking-háskóla. Hún er fædd árið 1928 og er því 85 ára gömul. Hún mundi enn tvö nöfn úr sendinefndinni, Mister Úr Kötlum og Nanna Ólafsdóttir.
Formaður Kím, Arnþór Helgason, hljóðritaði við hana stutt viðtal. Þar greindi hún frá ánægjulegu samstarfi við íslensku sendinefndina. einn nefndarmanna (annaðhovrt Þórbergur Þórðarson eða Zophonías Jónsson) hefði verið fiskimaður og risið árla úr rekkju. Sagðist hún einatt hafa hitt hann og hefði hann dáðst mjög að landslaginu þar sem hann var hverju sinni.
IN ENGLISH
In October 2013 the diaries of the Icelandic poet, Jóhannes úr Kötlum, from the year of 1952, were published in a Chinese translation to mark the 60th anniversary of the founding of The Icelandic Chinese Cultural Society. Jóhannes was the chairman of the first Icelandic delegation which visited China in 1952, but this trip lead among other things to the founding of I.C.C.S. in 1953. Arnthor Helgason, chairman of I.C.C.S. recorded a short interview with the interpreter of the delegation, Mrs. Ying Manru, who was then 85 years old.
Stjórnmál og samfélag | 25.12.2013 | 22:29 (breytt 3.1.2014 kl. 23:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudaginn 15. þessa mánaðar var nýr íslenskur talgervill kynntur formlega og hafa birst um það fréttir í fjölmiðlum síðustu daga. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari verkefnisins, hleypti honum af stokkunum. Um er að ræða karlmanns- og kvenmannsrödd.
Talgervillinn er mikil framför frá því sem notendum talgervils hefur boðist að hlýða á hér á landi. Eftir er að sníða vissa annmarka af talgervlinum. sumt gæti þó verið erfitt að lagfæra í fljótu bragði, en hugbúnaðinn verður hægt að uppfæra og bæta eftir því sem efni standa til.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
1. Of lítill munur er á hrynjandi eftir því hvort á eftir fer komma eða punktur. Á þetta einkum við um karlröddina.
2. Allmikið ber á svokallaðri p-sprengingu í kvenröddinni í orðum eins og upphrópun. Þar virðist vera um galla í hljóðriti að ræða.
3. Framburður verður nokkuð óskýr ef hert er á lestrinum. Kann það m.a. að stafa af því að lesarar hafi lesið of hægt. Þetta er einkum áberandi í upplestri karlraddarinnar.
4. Þá ber nokkuð á því að síðasta atkvæði í orðum, sem karlröddin les, hverfi að mestu í upplestri.
Þetta eru vissulega smámunir, sem vonandi verða lagfærðir í náinni framtíð. Aldrei verður brýnt nægilega vel fyrir aðstandendum verkefna, sem snúast um málefni fatlaðra, að neytendur séu hafðir með í ráðum á öllum stigum verkefnisins.
Að öðrum mönnum ólöstuðum skal formanni blindrafélagsins, Kristni Halldóri einarssyni, þökkuð sú þrautsegja og útsjónarsemi sem hann hefur sýnt við vinnslu þessa verkefnis. Notendum íslenska talgervilsins er hér með óskað til hamingju með þennan merka áfanga.
Þessari færslu fylgir frétt úr Morgunblaðinu í dag, sem Stefán Gunnar Sveinsson hefur skrifað. Eru lesendur hvattir til að hlusta á báðar raddirnar.
A new Icelandic Speech synthesizer
On August 15 Mrs. Vigdís Finnbogadóttir, former president of Iceland, launced a new, Icelandic speech synthesizer. To this blog is attached an mp3-file containing an article from Morgunblaðið by Stefán Gunnar Sveinsson, read by the new voices.
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2012 | 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séra Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörinn biskup, flutti prédikun. fylgir hún þessari færslu sem hljóðrit.
Kvennamessa við Þvottalaugarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.6.2012 | 00:16 (breytt 16.7.2012 kl. 17:26) | Slóð | Facebook
Sautjándi júní var haldin hátíðlegur um allt land í dag.
Eftir að hafa hlýtt guðsþjónustu í dómkirkjunni og hlustað á hátíðarhöldin á Austurvelli, héldum við sem leið lá með skrúðgöngu upp í Hólavallakirkjugarð að leiði Jóns Sigurðssonar. Í fararbroddi fór Lúðrasveit verkalýðsins og lék íslensk ættjarðarlög. Í með var Olympus LS-11 hljóðriti. Vegna golunnar var nauðsynlegt að skera af 100 kílóriðum. Dreifingin í hljóðritinu er allsérstök.
Hljóðritið er birt með samþykki formanns Lúðrasveitar verkalýðsins.
In English
The Icelanders celebratet their national day on June 17. After the ceremony at the Cathedral of Reykjavik we listened to the performances and the speechof the prime minister outdoors. Then we went with the parade to the grave of Jón Sigurðsson, our national heroe. The Workers Brassband lead the parrade and played songs in praise of the motherland.
An Olympus LS-11 was used as the recorder. due to the breeze I had to cut of frequencies under 100 kHz.
This recording is published with the permission of the chairman of the brassband.
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2012 | 23:40 (breytt kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurgeir Sigurðsson var í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Seltjarnarness í 40 ár og þar af sveitar- og bæjarstjóri í 37 ár (1965-2002. Það var því heil kynslóð Seltirninga sem ólst upp á tímabili hans.
Veturinn 2006, fjórum árum eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra og hætti í bæjarstjórninni, varð að ráði að hann segði mér af ævi sinni. Ríkisútvarpið hafði áhuga á að útvarpa þætti um hann daginn eftir bæjarstjórnakosningarnar þá um vorið og taldi það sæma þessum nestor íslenskra sveitarstjórnarmanna", eins og það var orðað í tölvuskeyti frá Ríkisútvarpinu.
Sigurgeir tók það skýrt fram að hann vildi gjarnan að samherjar sínir og andstæðingar segðu kost og löst á sér, enda ætti þátturinn ekki að verða nein lofræða. Eftir að ég hafði unnið þáttinn þótti mér frásögnin svo heilsteypt og góð, að ég hvarf frá þessu ráði og féllst hann á það.
Það hefur lengi verið ætlunin að setja þáttinn fjörutíu ára farsæld á hljóðbloggið og veitti Sigurgeir mér heimild til þess veturinn 2010, skömmu eftir að þessi síða var stofnuð. en af ýmsum ástæðum dróst það.
Myndir af Sigurgeiri er að finna m.a. í Ljósmyndasafni Seltjarnarnesss og er mönnum m vísað á þessa tengingu:
Úr fórum ljósmyndasafns Seltjarnarness
Tæknilegar upplýsingar
Samtölin voru hljóðrituð í febrúar og mars 2006 að heimili Sigurgeirs. Notaðu var Nagra Ares-M hljóðriti og Senheiser ME-62 hljóðnemi. Sigurgeir hélt sjálfur á hljóðnemanum, enda hefur sú aðferð gefist einkar vel, þegar um samfellda frásögn er að ræða. Vi kynningar var notaður Senheiser ME-65 hljóðnemi.
Þátturinn var unnin með Soundforge-hugbúnaði frá Sony.
Stjórnmál og samfélag | 16.5.2012 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kröfuganga var farin í Reykjavík í dag, 1. maí, sennilega í 90. skipti. Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fóru fyrir göngunni. Svanurinn var eftri og fylgdum við Elín honum. Fátt var um baráttulög, en heilmikið um skemmtilegar útsetningar.
Olympus LS-11 hljóðriti var með í för. Vegna norvestan-áttarinnar var skorið af 80 riðum. Kröfugangan fylgir hér í heild mönnum til ánægju og yndisauka.
IN ENGLISH
A demonstration was held in Reykjavik om May first as usually as well as a meeting at Ingolfs Square.
Two brassbands lead the demonstration. The workers Brassband and Svanur (swan).
An Olympus LS-11 was used to record the atmosphere. Due to the westerly wind I had to cut off frequencies below 80herz.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2012 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudaginn 1. maí árið 1973 útvarpaði Gísli Helgason, annar umsjónarmaður Eyjapistils, viðtali við Helgu Rafnsdóttur, hina ódeigu baráttukonu, sem bjó ásamt eiginmanni sínum, Ísleifi Högnasyni og börnum þeirra hjóna, í Vestmannaeyjum um langt árabil.
Viðtalið er birt hér að ábendingu umsjónarmanns.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2012 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðgeir var staðráðinn í að gefast ekki upp og tæpu ári síðar fékk hann leiðsöguhundinn Erró. Erró þjónaði honum allt fram til ársins 2008, að krabbamein lagði hann að velli. Hann hafði verið mjög þjáður av verkjum, en lagði þó eiganda sínum lið eftir fremsta megni.
Erró var annar hundurinn, sem starfaði sem blindrahundur hér á landi. Vorið 2000 hitti ég Friðgeir að máli og sagði hann mér sögu sína. Þeir félagarnir fóru skömmu síðar saman í gönguferð. Við Vigfús Ingvarsson, tæknimaður Ríkisútvarpsins, fylgdumst með þeim úr fjarlægð og hljóðrituðum það sem gerðist. Hljóðnemum var komið fyrir á Erró og Friðgeiri og námu þeir það sem fyrir eyru bar. Vakin er sérstök athygl á því hvernig Erró brást við óvæntum aðstæðum, sem ekki voru settar á svið.
Þættinum var útvarpað í júní árið 2000 og er birtur hér með samþykki Friðgeirs.
Stjórnmál og samfélag | 4.2.2012 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem leiðsögukerfið er einna hæst stillt er á mörkunum að það nýtist og kvarta aldraðir farþegar einatt undan því að þeir heyri lítið. Á móti kemur að heiti biðstöðövanna birtast á skjá sem flestir sjá.
Því hefur verið haldið fram að vagnstjórarnir geti ekki lengur lækkað í kerfinu sjálfir, en grunur leikur á að einhver brögð séu að því að þeir lækki í leiðsögukerfinu. Undirritaður hefur margsinnis bent á að í leið 13 sé ástandið einkar slæmt og nýlega hafa einnig borist spurnir af a.m.k. einum vagni á leið nr 1, þar sem vart heyrist í kerfinu.
Í morgun ók ég með leið 13. Fáir farþegar voru í vagninum. Ég sat fremst hægra megin og greindi vart það sem sagt var. Hlustendur geta reynt að hlusta eftir nöfnum biðstöðvanna sem lesnar voru upp.
Til samanburðar skeytti ég við hljóðriti frá Höfuðborgarflugvellinum í Beijing, sem gert var 31. október, en þá ókum við ferðafélagar með lest frá innritunarsalnum að brottfararsal. Vélarhljóðið í lestinni varmun hærra en í strætisvagninum. Kínverska leiðsögnin var mun skýrari en sú íslenska, en enska talið nokkru lægra, sennilega vegna þess að þulurnn hefur verið fremur hikandi.
Skorað er á lesendur að láta í ljós álit sitt á þessum samanburði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11, 16 bitum og 44 kílóriðum á mjög svipuðum styrk.
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2012 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir af þremur þátttakedum forfölluðust. Annar gat ekki komið til leiks, en hinn gleymdi að yrkja. Mótsstjórinn, Helgi Zimsen, var önnum kafinn við að taka á móti þriðja barninu, sem Rósa Jóhannesdóttir, kvæðakona, hefur alið honum.
Eysteinn Pétursson, þriðji þátttakandinn, skemmtil því Iðunnargestum með kveðlingum og fórst það vel úr hendi. Fylgir hér brot af því sem hann fór með. Þar sem þjóðlaganefnd Iðunnar sá um efni fundarins voru yrkisefnin þjóð, lag og fundur.
Hljóðritað var með Røde NT-1A hljóðnema og Nagra Ares BB+.
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2012 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 65291
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar