Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Í dag var efnt til kynningar á nýjum, íslenskum talgervli, sem unnið er að á vegum Blindrafélagsins, félags lesblindra og fleiri aðila. Sjá m.a.
Talgervlaverkefni Blindrafélagsins
Nú hefjast prófanir á röddunum og er gert ráð fyrir að talgervillinn verðði jafnvel tilbúinn til dreifingar í maí á næsta ári. Honum verður dreift til blindra, sjónskertra og lesblindra notenda þeim að kostnaðarlausu.
Hér fylgir hljóðsýni af upplestri Dóru og Karls á texta úr íslenskri kennslubók. Tekið skal fram að ekkert hefur verið átt við leshraðann, en hann geta notendur væntanlega aukið og minnkað þegar talgervillinn hefur verið tengdur skjálesurum.
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2011 | 17:21 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er óhætt að fullyrða að Hinsegin dagar og þá einkum gleðigangan séu orðin tákn þeirra sem berjast fyrir því að auðugt mannlíf sé virt og menn njóti fjölbreytileika þess. Samtök eins og aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands ættu að geta lært heilmikið af þeim árangri sem samkynhneigt fólk hefur náð að undanförnu. Það hefur komist svo langt að fá notið sín þrátt fyrir og vegna sérstöðu sinnar.
Þannig á það að vera um fleiri. Þeir eiga að njóta þess að vera eins og þeir eru þrátt fyrir og vegna þess að vera eins og þeir eru. Þess vegna nýt ég lífsins og nýt þess að vera blindur. Um leið vorkenni ég þeir sem vantreysta þessum fámenna hópi Íslendinga.
Við hjónin áttum þess ekki kost að taka þátt í gleðigöngunni en létum þó sjá okur í mibæ Reykjavíkur upp úr kl. 16:00. Brugðið var á loft Olympus LS-11 vasahljóðrita og andrúmsloftið fangað á Ingólfstorgi. Þaðan var haldið um Austurstræti að Arnarhóli þar sem Hera Björk gladdi mannskapinn. Beðist er velvirðingar á lökum hljóðgæðum í lokin, en þau eru eingöngu sök hljóðmeistara síðunnar.
In English
The Gaypride festival in Reykjavik has become a symbol for all groups who fight for their equal rights and want people who enjoy their life even though they are as the are and because they are as they are. The Organasation of Disabled in Iceland should learn from the struggle of the homosexuals who have learned how to enjoy their life both because and though they are as theyy are. I enjoy my blindness both because I am as I am and though I am as I am. I feel sorry for those who distrust the blind community of the world and prevent them from normal participation in the society because of lack of understanding and knowledge.
I and Elin were not able to join the March of Happiness. Later on at around 16:00 we went downtown and I recorded the atmosphere, as about 30% of the population of Iceland had gathered in the center of Reykjavik to participate in the happiness. A small Omympus LS-11 was used to capture the atmosphere. Faults in the sound quality in some parts of the recording are due to mistakes of the recorrdist.
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2011 | 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við sátum úti á svölum. Klukkan var nærri miðnætti. Notaður var Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnemi.
Stjórnmál og samfélag | 5.7.2011 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynt var að fanga umhverfi og nýtur hljóðritið sín best í góðum heyrnartólum.
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2011 | 23:43 (breytt 19.6.2011 kl. 12:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Séra Skírnir Garðarsson flutti athyglisverða prédíkun í Lágafellskirkju í gær, 15. maí. Þar gerði hann að umræðu umgengnina við landið, þar sem maðurinn skilur einatt eftir sig auðn á einum stað um leið og náttúrugæðum er veitt annað.
Prédíkunin er birt hér óstytt með leyfi séra Skírnis.
Stjórnmál og samfélag | 16.5.2011 | 00:01 (breytt 24.5.2011 kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að lokinni ræðu Signýjar hóf hljómsveit að leika og syngja á ensku. Hrökkluðumsv við hjónin þá af Austurvelli og hlustuðum í stað þess á eiginlega kjarabaráttu sem háð var við vesturbakka Reykjavíkurtjarnar. Þar var maður með barn sitt og gáfu öndum og mávum brauð. Þegar barnið og faðirinn héldu á brott skyldu þeir eftir nokkurt góðgæti og varð harðvítug barátta um þessar leifar.
Færra var um manninn á austurvelli en á Ingólfstorgi í fyrra. Enn var íslenskri alþýðu boðið upp á íslenska alþýðutónlist á enskri tungu. Er ekki nóg að sótt sé að íslenskunni á öllum sviðum þótt verkalýðshreyfingin ýti ekki undir hnignun hennar?
Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti. Stafalogn var á og því þurfti ekki að skera neðan af tíðnisviðinu.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2011 | 17:42 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2006 hljóðritaði hann nokkur lög á geisladisk hjá ríkisútvarpinu og færði mér eintak hans. Það varð til þess að ég útvarpaði við hann örstuttu samtali í þættinum Vítt og breitt 4. janúar 2007. Í lok þessa samtals flutti hann brot úr tónverki sínu sem nefnist Viðeyjarstjórnin þar sem lýst er samskiptum þeirra félaga, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Oddssonar. Síðar útvarpaði ég mun lengra samtali við Magnús þar sem hann sagði frá lífshlaupi sínu. e.t.v. verður það birt hér síðar.
Fyrra lagið sem heyrist er af diski Magnúsar. Tónverkið um Davíð og Jón Baldvin var hljóðritað í stofunni hjá Magnúsi. Notaður var Sennheiser ME62 og Nagra Ares-M.
Stjórnmál og samfélag | 9.4.2011 | 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://gislihelgason.blog.is
Í gær og í dag hef ég verið á ferðinni með strætó, alls 7 sinnum. Einungis í eitt skipti mátti greina hvað sagt var.
Ég býð hlustendum að athuga hvort þeir greini orðaskil í meðfylgjandi hljóðritum. Athugasemdir verða vel þegnar.
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2011 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Njótið vel og jólist ykkur vel.
Stjórnmál og samfélag | 24.12.2010 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér verður birt hljóðrit af nokkrum hluta fundarins. Varaformaður Eflingar flutti ávarp og í lokin flutti formaður Landsambands framhaldsskólanema ræðu. Fundinum lauk síðan með Nallaum sem Lúðrasveit verkalýðsins og Svanur fluttu. fór þá sæluhrollur um hljóðritarann og hugsaði hann um gömul og góð lög eins og Syngjum um hinn mikla, réttláta og óskeikula, kínverska kommúnistaflokk.:)
Auglýst hafði verið að hljómsveitin Hjaltalín flytti baráttutónlist. Í staðinn framdi hún hávært popp með enskum textum og lagði þannig lið þeirri viðleitni að ganga á milli bols og höfuðs á íslenskri tungu. Kunnu hennir ýmsir litla þökk fyrir.
Ég var með 2 örsmáa hljóðnema frá Sennheiser sem ég festi á gleraugnaspangir. Héldu sumir að ég væri með nýtt hjálpartæki sem hjálpaði mér að skynja umhverfi mitt.
Hljóðritað var á 24 bitum, 44,1 kílóriðum.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2010 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 65515
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar