Nýr íslenskur talgervill í burðarliðnum

 

Í dag var efnt til kynningar á nýjum, íslenskum talgervli, sem unnið er að á vegum Blindrafélagsins, félags lesblindra og fleiri aðila. Sjá m.a.

Talgervlaverkefni Blindrafélagsins

 

Nú hefjast prófanir á röddunum og er gert ráð fyrir að talgervillinn verðði jafnvel tilbúinn til dreifingar í maí á næsta ári. Honum verður dreift til blindra, sjónskertra og lesblindra notenda þeim að kostnaðarlausu.

 

Hér fylgir hljóðsýni af upplestri Dóru og Karls á texta úr íslenskri kennslubók. Tekið skal fram að ekkert hefur verið átt við leshraðann, en hann geta notendur væntanlega aukið og minnkað þegar talgervillinn hefur verið tengdur skjálesurum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Það er næsta víst að nú fer ég alvarlega að spá í alvöru talgervil. Í tölvuorðabókinni frá Fast Pro fylgir talgervill, lí­klega Snorri. Ég hef talsvert notað hann til að lesa langa texta í tölvuni og hlustað um leið og ég hef sinnt einhverjum störfum. Gallinn hefur hinsvegar verið sá að ég hef ekki geta stoppað í miðjum texta eða breytt hraðanum, sem er fremur bagalegt.

Vona að þessi nýji talgervill verði ekki á bílverði

Ég þarf svo að verða mér út um enskan talgervil. Ég á mun betur með að skilja talaða ensku en skrifaða...nema áhuginn fyrir efninu sé þess mun meiri.  :-)

Magnús

Magnús Bergsson, 24.11.2011 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband