Þann fyrsta nóvember í fyrra vorum við Elín á göngu um Suðurnesið og heyrðum það að mikið var buslað og svamlað í Daltjörninni. Var þar hópur fugla og mikið kvakað. Fuglana bar svo í sólina sem var lágt á lofti að Elín átti erifitt að greina hvaða fuglar voru þar á ferð en taldi sig þekkja að þar væru lóur á ferð. Kvakið þótti okkur torkennilegt. Hljóðritinn var meðferðis og var því brugðið upp tveimur hljóðnemum að fanga kvakið. Síðar staðfesti Jóhann Óli Hilmarsson að hér væri um vetrarkvak lóunnar að ræða, en lóan kvakar öðruvísi þá en á vorin og sumrin.
Það er ekki langt síðan við Elín heyrðum í lóunni á Seltjarnarnesi og ef til vill er hún hér enn. Fróðlegt væri að frétta frá hlustendum hvort þeir hafi séð til lóunnar nýlega. Ef til vill væri rétt að reyna að koma sér austur í Friðlandið í Flóa að forvitnast um hvort enn sé þar kvakað.
Fuglar | 31.10.2010 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Að kvöldi síðasta sumardags 22. október, var haldin söngvaka í félagsheimilinu Þjórsárveri. Þí stjórnaði Ingi Heiðmar Jónsson. Auk þróttmikils söngs var ýmislegt á dagskrá. Má þar nefna snilldarlega sagðar gamansögur Þrastar Sigtryggssonar og afburðagóðan kveðskap hins ágæta kvæðamanns, Ingimars Halldórssonar, en hlustendur þessarar síðu geta hlýtt á Ingimar undir flokkunum Kveðskapur eða tónlist.
Auk Inga Heiðmars sem lék undir á flygil, stýrðu dætur hans, Halla Ósk og Sigríður Embla, fjöldasöng og léku undir á gítar.
Í farteski okkar Elínar var Nagra Ares-M vasapeli og hellti ég á hann hljóðsýni. Verður það nú birt hlustendum til greiningar. Hér er um að ræða úrvals sýni íslensks fjöldasöngs.
Tónlist | 23.10.2010 | 13:01 (breytt 24.10.2010 kl. 10:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Eins og áður segir á þessum síðum sóttum við Ingi Heiðmar Jónsson heim öldunginn Jón Ragnar Haraldsson, bónda í Gautsdal í Austur-Húnavatnssýslu þegar við vorum á ferð um Húnaþing 17. september síðastliðinn. Hér er birtur drjúgur hluti samtals þeirra Jóns og Inga Heiðmars.
Viðtöl | 21.10.2010 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður vikið að tónleikum, sem haldnir voru í Seltjarnarneskirkju í sumar þar sem hluti þess efnis, sem er á geisladiskinum, var fluttur. Það er skemmst frá því að segja að flutningurinn er hin prýðilegasti og útsetningar Atla Heimis hefja þessi lög í annað veldi en menn hafa þekkt hingað til. Leyfi ég mér að spá því að mörg lögin þeirra Ása og Oddgeirs eigi eftir að hljóma á einsöngstónlekum og tekið verði mið af útsetningum Atla Heimis þegar útsett verður fyrir kóra eða hljómsveitir.
Við Ási í Bæ áttum ævinlega góð samskipti og sem unglingi þótti mér undurvænt um Oddgeir Kristjánsson. Það hríslaðist um mig sælukennd þegar ég hlýddi á flutning laga eins og "Ég veit þú kemur", Sólbrúnir vangar, Heima auk fleiri laga.
Ekki eru öll ljóð Ása á diskinum sem hann samdi við lög Oddgeirs en flest þau bestu. Freyja, sem er sonardóttir Ása hefur staðið einstaklega vel að þessari útgáfu.
Kjartan Sveinsson, kenndur við sigurrós, og Birgir Jón Birgisson hljóðrituðu og hljóðjöfnuðu. Hafa þeir leyst verk sitt prýðilega af hendi.
Aðstandendum disksins eru færðar einlægar heillaóskir í tilefni útgáfunnar. Jafnfram er þeim þakkað fyrir að flytja útsetninguna sem Atli Heimir gerði af þessu tilefni og skilar svo vel efni ljóðsins Fréttaauka.
Telja verður víst að tónlistarunnendur taki þessari útgáfu fegins hendi og er hún einn fjársjóðurinn í menningararfi Vestmannaeyinga og reyndar þjóðarinnar allrar.
Tónlist | 16.10.2010 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Föstudaginn 17. september síðastliðinn vorum við Ingi Heiðmar Jónsson á ferð um æskuslóðir hans í Austur-Húnavatnssýslu. Þá heimsóttum við Jón Ragnar Haraldsson, bónda í Gautsdal. Hann flutti þangað með foreldrum sínum árið 1929 þegar hann var 5 ára gamall og hefur búið þar alla tíð síðan.
Jón tók okkur afar vel og féllst á að við hljóðrituðum frásagnir hans. Hann talaði tæpitungulaust og þannig að frásagnir hans njóta sín fyrst og fremst sé hlustað á þær.
Jón er óneitanlega mikið hreystimenni og hefur lítt hlíft sé þótt skrokkurinn sé fremur veikbyggður og reyndar handónýtur eins og hann orðaði það. Hann fæddist árið 1924 og er enn ótrúlega hraustur. Þegar við héldum úr hlaði voru gangnamenn að koma með tugi hrossa til hans sem hann ætlaði að geyma þá um nóttina.
Við sátum hjá Jóni í eldhúsinu. Hann sneri ekki ævinlega að hljóðnemanum og ber hljóðritið þess nokkur merki. en frásögnin var óþvinguð og eðlileg og andrúmsloftið kemst vel til skila. Spyrill auk undirritaðs var Ingi Heiðmar, en þeir Jón þekkjast og Ingi Heiðmar þekkti einnig föður hans.
Þann 12 janúar árið 1975 lenti Jón í ótrúlegum hremmingum þegar hann þurfti að koma frá sér mjólkinni, en færi var þá afleitt vegna snjóa. Áður en sú frásögn hófst vikum við talinu að kveðskap og spurðum hvort hann hefði ekki ort eitthvað eins og margir Húnvetningar. Að lokum leiddist svo talið að dráttarvél sem var lengi á býlinu.
Viðtöl | 12.10.2010 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já, þetta voru frábærar aðstæður, steypt bryggja út í sjó, öldurnar brotnuðu beggja vegna og nokkru fjær var sandfjara þar sem öldurnar brotnuðu mjúklegar. Fuglarnir voru svona þrjátíu metra frá landi. Þarna var mjög hægur vindur svo að lítið sem ekkert vindhljóð kom með á upptökuna. Heldur engin truflandi bílaumferð.. Ég stillti hljóðnemann á víðustu stillinguna.
Þess skal getið að Pétur hefur notað Shure VP88 um 5 ára skeið með undraverðum árangri eins og þetta snilldarhljóðrit ber vitni um.
Það er mér bæði sérstakur heiður og ánægja að kynna Pétur sem fyrsta gestahljóðritara Hljóðbloggsins.
Pétur bætti við tveimur hljóðritum. Í öðru hljóðritinu heyriist hvernig sjórinn leikur sér við grjótgarðinn á Grenivík. Í því þriðja brotna öldurnar með hefðbundnum hætti, ördauft vélarhljóð heyrist í vinstri rás og greina má hljóð í mávum og hávellu.
Þessi hljóðrit fá best notið sýn í góðum heyrnartólum eða hátölurum.
Sjórinn | 10.10.2010 | 00:52 (breytt 11.10.2010 kl. 17:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kveðskapur og stemmur | 9.10.2010 | 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðmundur var eitt merkasta rímnaskáld 17. aldar, hafsjór af fróðleik og kennari víðfrægur. Hann var mjög fatlaður.
Vatnsnesingar studdu þá Steindór með ráðum og dáð og bóndinn á Stöpum léði land undir minnismerkið. Eitthvað þótti honum 8 manna flokkur letilegur við framkvæmdirnar þegar minnismerkinu var komið fyrir. Um þann atburð orti Agnar J. Levy, bóndi í Hrísakoti, vísur sem kveðnar voru þegar minnisvarðinn var afhjúpaður. Á fundi Iðunnar 8. október kvað Steindór Andersen vísurnar og skaut inn nokkrum skýringum.
Kveðskapur og stemmur | 9.10.2010 | 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar