Í minningu Halldóru Magnúsdóttur, hagyrðings

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 7. þessa mánaðar, kvað Bára Grímsdóttir nokkrar vísur eftir Halldóru Magnúsdóttur, sem var um áratugaskeið félagi í Iðunni. Halldóra fæddist í Hrísási í Melasveit 17. júní 1921 og lést 11. ágúst síðastliðinn. Hún ól mestallan aldur sinn í Reykjavík.

Halldóra var góður hagyrðingur og birtust vísur hennar víða. Vísur þær, sem Bára kvað á fundinum, voru ortar á árunum 1981-92. Helgi Zimsen tók þær saman úr Fréttabréfi Iðunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bílaþvottastöðin Löður

 

Stundum förum við Elín með sjálfrennireiðina Rebba á bílaþvottastöðina Löður. Mig hefur lengi langað til að hljóðrita atganginn og lét verða af því í kvöld.

Mikill munur er á styrk hljóðanna. Upphafið er mjög hljóðlágt og því eru hlustendur beðnir að missa ekki þolinmæðina. Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hvorki er tekin ábyrgð á heyrn fólks né hljómtækjum.

Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Notaður var Nagra Ares BB+ og Shure VP88 víðómshljóðnemi.

Hljóðin eru skemmtilegri en óloftið.

 

 

IN ENGLISH

 

Sometimes I and Elín bring our car to an automatic car wash. I recorded the process this afternoon as I have long desired.

The beginning is very low so please be patient before switching off.

ÐI used Nagra Ares BB+ and recorded on 24 bits, 44,1 kHz. The Microphone was a Shure VP88.

This recording is best enjoyed with good headphones. The recordist takes no responsibility on hearing damages or destroyed laudspeakers.

 

The sound is better than the smell.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Njálsrímur

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var í gær, 7. október, kvað Njáll Sigurðsson Njáls rímur eftir Jón Ingvar Jónsson. Rímurnar eru hér birtar með leyfi kvæðamanns og höfuðskáldsins.

 

 

IN ENGLISH

 

Rimur is a special form of Icelandic poetry which can be traced back to the 14th century. In rimur stories are told about heroes mainly from the past.

 

The rimur are performed in a special way, most often with rather simple melodies and with a distinguished way of using the voice. Here Njáll Sigurðsson performs a new rima by Jón Ingvar Jónsson, who gives his own description of the story of Njáll Þorgeirsson, one of the main persons of the world famous Icelandic saga of Njals saga.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband