
Á fyrsta sunnudegi í aðventu er margs að hlakka til. Jólin eru á næsta leyti og innan skamms fer daginn að lengja að nýju. Þessu og ýmsu öðru fagna Íslendingar með því að njóta birtu marglitra ljósa sem lýsa upp skammdegið.
Árið 2007 söng Hringur Árnason fyrir mig lítið aðventuvers sem ég orti við kínverska þjóðlagið Austrið er rautt sem er bæði ástar og byltingarsöngur. Stefnt er að því að yrkja fullkominn jólasálm innan tíðar við þetta ágæta lag.
Hljóðritið var gert 7. desember 2007. Úti geisaði fárviðri sem glöggt má heyra ef grannt er hlustað. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88.
Aðventan | 28.11.2010 | 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukur var fæddur í Reykjavík 28. júní 1957 og voru foreldrar hans hjónin Edith Olga Clausen húsfreyja og Haukur Bragi Lárusson vélstjóri. Hann var yngstur í hópi þriggja systkina, en systkini hans eru Elísabet Hauksdóttir og Karl Pétur Hauksson.
Haukur ólst upp í Langholtshverfinu í Reykjavík. Hann bjó í Danmörku á árunum 1980-1987 en þar stundaði hann nám í sálfræði. Haukur starfaði lengst af sem blaðamaður á DV. Á síðustu árum starfaði hann sem ráðgjafi í almannatengslum hjá fyrirtækinu AP almannatengsl.
Haukur var virkur í baráttu sinni við krabbamein. Hann ferðaðist meðal annars um landið með fyrirlestur um glímu sína við sjúkdóminn. Haukur var einn stofnenda félagsins Framför en það stendur fyrir átakinu Karlar og krabbamein.
Haukur giftist Heru Sveinsdóttur, fótaaðgerðafræðingi, 30. desember 1982. Börn þeirra eru Arinbjörn, ferðamálafræðingur, í sambúð með Láru Sigríði Lýðsdóttur og Edda Þöll, sjúkraliðanemi og starfsmaður á hjúkrunarheimilinu við Sóltún.
Leiðir okkar Hauks lágu saman sumarið 2007. Þá fékk ég það verkefni á vegum Morgunblaðsins að ræða við Þráin Þorvaldsson og fleiri um nýjungar í meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli. Skömmu eftir að greinin birtist hringdi Haukur og vakti athygli mína á ýmsum staðreyndum sem snerta krabbamein og fæðuval. Varð að ráði að hann kæmi til mín og ræddi þessi mál í útvarpsviðtali.
Um þetta leyti var ég með fasta pistla í Ríkisútvarpinu á fimmtudögum og hugðist útvarpa viðtölunum þar. Öðru þeirra var útvarpað að hluta, en öðrum umsjónarmanni þáttarins hugnaðist það ekki og rauf útsendinguna áður en því lauk. Seinna viðtalinu var því aldrei útarpað. Hins vegar var það birt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Ég ræddi við Hauk stuttlega í síma í fyrravetur vegna starfa minna á vegum Viðskiptablaðsins. Hann var þá farinn að vinna heima. Þrekið fór þverrandi enda sótti sjúkdómurinn á. Hann sagðist láta hverjum degi nægja sínar þjáningar en hlakkaði jafnan til þess að fá að lifa einn dag enn.
Til minningar um þennan æðrulausa og hugdjarfa baráttumann eru viðtölin birt sem hljóðskrár með þessari færslu.
Heilsa og heilsuvernd | 25.11.2010 | 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir Árni Hjartarson, jarðfræðingur og Pétur Eggerz, leikari, tóku saman versta níðið úr kjöftumþeirra kappanna og fluttu á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 5. nóvember síðastliðinn. Þeir Pétur og Árni eru báðir góðir hagyrðingar, rithöfundar og er sitthvað fleira til lista lagt.
Samantekt þessi er birt m.a. í tilefni þess að um þessar mundir fagnar Pétur Eggerz fimmtugsafmæli sínu, en hann var í heiminn borinn 19. nóvember á því herrans ári 1960.
Kveðskapur og stemmur | 18.11.2010 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Tæknigrúskurum skal sagt að notaður var Nagra BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 44,1 kílóriðum og 24 bitum. Hljóðneminn var shure VP88 sem settur var á þrengstu víðómsstillingu.
Kveðskapur og stemmur | 9.11.2010 | 16:28 (breytt 13.11.2010 kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Ég hef þekkt Níels Árna Lund lengi. Sjönunda maí síðastliðinn kom hann á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór með frumortar gamanvísur. Þær hefur hann gefið út á einkar skemmtilegum geisladiski sem hann selur á vægu verði.
Einfaldast er að hafa samband við hann á netfanginu lund@simnet.is og panta hjá honum disk sem kostar 1500 kr.
Njótið heil.
Spaugilegt | 6.11.2010 | 01:18 (breytt 8.11.2010 kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar