Nýir kvæðamenn í Iðunni

 

Sá merkisatburður varð á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar í gær, föstudaginn 9. nóvember, að tvær kvæðameyjar kvöddu sér hljóðs og kváðu Innipúkavísur eftir Helga Zimsen, föður sinn.

Þær Iðunn Helga, 6 ára og Gréta Petrína, fjögurra ára, eru dætur þeirra Helga Zimsens, hagyrðings og Rósu Jóhannesdóttur, kvæðakonu. Móðir þeirra hafði orð á því að þær hefðu gleymt að draga seiminn í lok hverrar vísu, en það stendur nú væntanlega til bóta.

Kveðskap meyjanna var tekið af mikilli hrifningu eins og má m.a. heyra af orðum Ragnars Inga Aðalsteinssonar, formanns Iðunnar, þegar systurnar höfðu lokið kveðskapnum.

 

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Røde NT-2A hljóðnemum í MS-uppsetningu.

 

Two young rhapsodists

 

At a meeting in Idunn, a society which engages in traditional Icelandic poetry and chanting, two sisters, Iðunn Helga, 6 years and Gréta Petrína, 4 years old. chanted some rhymes composed by their father. The rhymes were set to an Icelandic folk-melody. Their performance was warmly received.

These little sisters are daughters of Helgi Zimzen, a well-known rhymester and Rósa Jóhannesdóttir, a noted rhapsodist.

Recorded with Nagra Ares BB+ and Røde NT-2A in MS-setup.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Daginn eftir storminn

 

Í dag, laugardaginn 2. nóvember, hafði storminn lægt nokkuð.

Ég uppgötarði að ég hafði notað Nýrað Røde NT45 sem miðjuhljóðnemann í MS-uppsetningunni á fyrra hljóðritunu í stað NT-55 sem er víður hljóðnemi. Eftir rækilegan samanburð gerði ég annað hljóðrit í dag, en þar kemur dreifingin mun betur fram. Ríslið eða suðið, sem heyrist, er í jarðaberjaplöntu, sem er ekki langt frá hljóðnemunum.

 

THE DAY AFTER THE STORM

 

Today, November 2, the storm has calmed a little bit.

I noticed that yesterday I had used a cardoid mic of NT-45 in the MS-setup instead of Nt55 which is an omni. Therefore I made another recording today to show better the spreading of the sound. To my experience this setup shows much better the location of the sound-sorce

A small hiss, which is heard, comes from a strawberry plant nearby the microphones.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stormasker - Stormy Iceland

 

Undanfarið hefur geysað stormur á landinu. Kl.15:00 í dag voru sagðir 14m að norðan á sekúndu, en úti á Seltjarnarnesi er hvassviðrið mun meira, sennilega fara hvössustu vindhviðurnar upp í 30m/sek.

Meðfylgjandi hljóðrit var gert á svölunum á Tjarnarbóli 14 rétt fyrir kl. 14 í dag. Notaðir voru Röde NT-2A og NT-45 í MS-uppsetningu. Aðeins var skorið af 40 riðum, og njóta því djúpir tónar illviðrisins sín vel.

 

In English

 

the weather has been stormy all over Iceland for the past few days. At Seltjarnarnes the wind has reached at least 30 m/sek. This recording was made at the balkony facing southh-west. The wind was blowing from the north.

Røde Nt-2A and NT-45 were used in an MS-setup. No filters used. The deep tones of the weather are therefore quite audible.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband