Þýsk æskujól

Martina Brogmus (ljósmynd).

Martina Brogmus fluttist hingað til lands frá Þýskalandi árið 1981 ásamt Sigurjóni Eyjólfssyni, manni sínum. Hún rifjaði upp fyrir mér æskujólin. Pistlinum var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 27. desember 2007, en frásögnin er sígild. Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Sennheiser MD-21U hljóðnema, en hann var hannaður um svipað leyti og hún fæddist.

i


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvartsár jólasveinn og fótspor

Birgir að fylgjast með Bjúgnakræki 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

 

 

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

 

Birgir Þór Árnason stundar nú nám í fyrsta bekk við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Í gær, 20. desember, voru litlu jólin haldin. Að þeim loknum sótti Elín amma hann og fóru þau saman á Þjóðminjasafnið að hitta Bjúgnakræki. Þaðan var svo haldið á Tjarnarbólið til ömmu og afa og eyddi Birgir Þór deginum þar.

Áður en hann fór að hátta um kvöldið tók ég hann tali um lífið og tilveruna. Þar á meðal sagði hann frá dularfullum fótsporum og miða með kvörtun frá Stúfi.

 

Birgis Þórs hefur áður verið getið á Hljóðblogginu. Hér er vísað í nokkra pistla þar sem hann kemur við sögu.

  

Kvöldstund hjá ömmu og afa.

 

Birgir Þór 6 ára.

 

Jólavænting.

 

Birgir Þór er býsnastór.

 

Apinn sem keypti grænmeti og aura.

  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Smári Ólason flytur gamlan jólasálm og fjallar um uppruna orðsins hátíð

Smári Ólason er manna fróðastur um sálmasöng hér á landi og ýmislegt sem snertir helgisiði.

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 8. desember 2006 fræddi hann fundargesti um uppruna orðanna hátíð og tíð. Þá söng hann gamlan sálm sem fluttur var að kvöldi aðfangadags jóla.

Þessu efni var útvarpað í þættinum Vítt og breitt 21. desember 2006. Smári veitti góðfúslega leyfi sitt til birtingar efnisins á Hljóðblogginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hátíð fer að höndum ein

Nú hefur verið stofnaður nýr flokkur á Hljóðblogginu: "Hringitónar".

Fyrstu tónarnir eru upphaf íslenska þjóðlagsins "Hátíð fer að höndum ein".

In ENGLISH

"A festival is approaching" is an old folksong from Iceland. This ringtone is made from the first lines of the song.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið

Á litla hagyrðingamótinu, sem haldið var á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 9. þessa mánaðar, fluttu þeir Helgi Zimsen, Sigurður Þór Bjarnason og sigurður Sigurðarson frumortar vísur.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haglél í Garðabæ

 

Hver árstíð á sín sérstöku hljóð. Nú birtast vetrarhljóðin hvert af öðru.

Að kvöldi laugardagsins 20. nóvember 2011 skall á haglél um kl. 19:30, þar sem ég beið í rennireið okkar hjóna við stórmarkað í Garðabæ. Litla Olympustækið LS-11 var í vasanum og því sjálfsagt að hljóðrita það sem fyrir eyrun bar. Ekkert hefur verið átt við hljóðritið.

 

IN ENGLISH

 

Every season of the year has it‘s own sounds. Now the winter sounds appear one by one.

 

In the evening of November 20, 2011, there was a short hailstorm in Garðabær, one of the subburbs south of Reykjavík. I was waiting in our car infront of a supermarket and my Olympus LS-11 in the right pocket. The sound was therefore recorded. No changes have been made to the recording.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband