Spaugilegt | 28.2.2011 | 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag átti ég leið á Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýri í Reykjavík. Þar er starfsfólkið lipurt og vill viðskiptavinum allt hið besta.
Nokkuð virðist skorta á þjálfun sumra sem þar eru við störf. Ég fékk mér sæti í biðsalnum og dró upp Olympus LS-11 varahljóðritann, en hann hefur nýlega hlotið 3. verðlaun sem tækninýjung ársins 2010 á sviði hljóðrita. Hugðist ég hljóðrita umhverfið eins og stundum áður. Fremur lítil umferð var um miðstöðina. Þó mátti heyra rennihurðina fara fram og aftur um dyraopið, skemmtilegt skóhljóð, ferðatösku dregna áfram, mas og skvaldur.
Í tvígang var kallað í hátalarakerfi hússins. Fyrri tilkynningin skildist alls ekki. Ef grannt er hlustað á seinni tilkynninguna, sem hefst á 27. sek. 3. mínútu (02:27) heyrist ekki betur en að farþeggar til Hveragerði, Selfoss, Hvolsvöllur, Flúðir og Borgarfjörður séu beðnir að ganga um borð - ekkert eignarfall.
Íslendingar hafa furðulítinn metnað fyrir hönd þjóðtungu sinnar á sjálfu afmælisári Jóns Sigurðssonar. Væri ekki ráð að kenna starfsfólki Umferðarmiðstöðvarinnar hvernig eigi að lesa slíkar tilkynningar? Ætli tilkynningalestur sé kenndur á ferðamálabrautum framhaldsskólanna?
Hljóðritað var rétt fyrir kl. 17:00 á 24 bitum, 44,1 kílóriðum. Notaður var Olympus LS-11 hljóðriti með áföstum hljóðnemum.
Samgöngur | 27.2.2011 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun, 25. febrúar, tók ég leið 11 austur á Hlemm. Kom vagninn þangað um kl. 09:45. Samkvæmt ábendingu settist ég fremst í vagninn, aftan við bílstjórabúrið, en þar á leiðsögnin að vega greinilegust. Ég greindi nokkurn veginn orðaskil. Fátt ar í vagninum en bílstjórinn hafði útvarpið sæmilega hátt stillt svo að sennilega hefur popptónlistin borist víða um vagninn. Í þessum vagni er leiðsögnin stillt með því hæsta sem gerist. Hún er væntanlega gagnslaus heyrnarskertu fólki og þegar farþegar masa sín á milli.
Þetta hljóðblogg var fyrst og fremst hugsað mönnnum til fræðslu og fróðleiks en ekki itl sem baráttutæki. En lífið er barátta, sagði Mao formaður og því ber að virkja hvað sem er sem getur orðið góðum málstað að liði.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 á 44,1 kílóriðum og 24 bitum.
Samgöngur | 25.2.2011 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://gislihelgason.blog.is
Í gær og í dag hef ég verið á ferðinni með strætó, alls 7 sinnum. Einungis í eitt skipti mátti greina hvað sagt var.
Ég býð hlustendum að athuga hvort þeir greini orðaskil í meðfylgjandi hljóðritum. Athugasemdir verða vel þegnar.
Samgöngur | 23.2.2011 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bræðurnir Sigursveinn og Örn Magnússynir, sem skipa með öðrum fjölskylduhljómsveitina Spilmenn Ríkínís, komu á fund í Kvæðamannafélaginu Iðunni föstudaginn 8. janúar síðastliðinn og fluttu nokkur þjóðlög, einkum tvísöngva. fyrst á dagskrá þeirra var kvæðið um Bakkabræður eftir Jóhannes úr Kötlum, sem þeir kváðu við þjóðlag, sennilega úr Ólafsfirði. Leyfðu þeir ritstjóra þessarar síðu að birta hljóðritið. Ástæða er til að benda hlustendum á einstaklega fágaðan flutning þeirra, en sjaldgæft er að heyra íslenskan fimmundarsöng jafnvel fluttan.
Í fyrra gáfu Spilmenn Ríkínis út hljómplötu með íslenskum þjóðlögum. Á diskinum er leikið undir á ýmis miðaldahljóðfæri. Vitað er að einhver slík hljóðfæri voru til hér á landi. Efast má um að þjóðlög þessi hafi nokkru sinni verið jafnvel flutt og raun ber vitni um.
Hljómdiskur Spilmanna Ríkínís ætti að vera skyldueign allra unnenda íslenskrar þjóðlagatónlistar.
Tónlist | 21.2.2011 | 22:26 (breytt 22.2.2011 kl. 16:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kuldaboli hélt sig stundum í stiganum niður í kjallara og það heyrðist í honum gegnum skráargatið á hurðinni, þessi margtóna, síbreytilegi hvinur. Nautin í Hábæ og í Dölum öskruðu eða bölvuðu, en Kuldaboli var engu skárri.
Þegar ég kom heim frá því að selja Viðskiptablaðið í gær hvein suðvistanáttin í örmjórri gætt á stofuglugganum. Ég lagði Olympus LS11 í gluggakistuna og hvarf á braut. Hljóðneminn nam einræður Kuldabola. Glöggir hlustendur heyra einnig tifið í stofuklukkunni og einhver hljóð að utan.
Hljóðritið nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Ef einhver á ljósmynd af Kuldabola væri hún vel þegin.
Þjóðlegur fróðleikur | 16.2.2011 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Þriðjudaginn 15. febrúar verður Birgir Þór Árnason 6 ára. Þótt aldurinn sé ekki hár verða ýmis tímamót þegar menn komast á 7. ár. Þeir byrja í skóla, verða grunnskólanemar í stað leikskólanema, mi ssa tennur og sitthvað fleira, sem markar spor í vitund þeirra.
Á þessum tímamótum þótti rétt að taka kappann tali og forvitnast um framtíðaráætlanir hans.
Vinir og fjölskylda | 13.2.2011 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þykir rétt að tilnefna Erluís við Faxafen heilnæmustu ísbúð borgarinnar, en þar fæst sykurskertur eða jafnvel sykurlaus ís.
Einn góðan veðurdag í febrúar, skömmu fyrir kvöldfréttir Ríkisútvarpsins, settumst við niður og gæddum okkur á ís. Stjórnarmaður Maoíska ísklúbbsins fékk sér rjómaís með bjór frá Kalda og kom hann á óvart.
Hljóðriti var í vasanum og var hann dreginn upp. Gjörið svo vel að hlusta á hljóðritið í góðum hljómtækjum eða heyrnartólum og njótið íssins.
Matur og drykkur | 12.2.2011 | 21:21 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á litla hagyrðingamótinu, sem haldið var á síðasta fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar 4. febrúar síðastliðinn, var ort um súrt, rammt og sætt. Helgi Zimsen stýrði mótinu að vanda. Auk hans komu fram þeir Gunnar Thorsteinsson og Höskuldur Búi Jónsson. Ingi Heiðmar Jónsson forfallaðist og flutti Helgi vísur hans.
Ljóð | 11.2.2011 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 4. febrúar 2011, fluttu Iðunnarfélagar tvo vísnabálka eftir Helga Zimsen. Fyrri bálkurinn fjallar um íslenskan mat. En þar sem ekki var snæddur íslenskur matur á fundinum nema þá pönnukökur, fór Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar, þess á leit við Helga að hann orti eina lokavísu. Þær urðu 7 og mátti hún velja eina þeirra. Hún kaus að láta flytja þær allar vegna valkvíða.
Matargikksbálkur
Aftur kominn enn á ný
árs er víst á fresti
ýmsir blóta þorra því
þá er úldnað nesti.
Freðinn ref ef finn á grund
fráleitt neita að borð'ann
úldna rollu eða hund
allt má drýgja forðann.
Gamalt nesti nörtum í
næring feðra vorra
borðum þetta bara af því
blóta verðum þorra.
Hákarl siginn sigla fær
svona oní maga:
brennivín um bitinn rær
bragð má þannig laga.
Súrinn virðist sumum best
sviðin aðrir kjósa
háfsins illri ýldupest
ýmsir jafnvel hrósa.
Sviðin eru mönnum mæt
metið þau við getum
snoppan er svo ósköp sæt
að við hana étum.
Þorra blóta, yrki óð,
önd og búknum hlýnar.
Finnst mér þá sem flæði blóð
fornt um æðar mínar.
Kjaftur bítur, lína er lögð
lengst úr fyrri tíma.
Þorrakrása kynleg brögð
kýs ég við að glíma.
Gengnir áar gæddu sér
á gömlum mat og þráum,
vegna þessa í veislu hér
vistir góðar fáum.
Punga þunga og súran sel
með sviði í kviðinn læði.
Metið get ég magál vel,
mikið spikið snæði.
(Helgi Zimsen)
Ábótarvísur
Kvæðamannafundir fljótt
fylla gesti kæti.
Flæðir rímið fram á nótt
fjörið held það bæti.
Iðunn glæðist óðs á stund,
örvast fjör og gaman.
Gamlar hefðir gleðja lund,
glöggt það finnum saman.
Hér nú yrkjum hress og slyng.
Hér er skáldafákur.
Hér er ekkert hrafnaþing.
Hér eru engar krákur.
Gaman er á gleðistund,
gefst þó fátt að éta.
Kvæðamannakempufund
kann ég vel að meta
Enn við kveðum eina stund,
óð í góðum hópi
Heftir ekki hal og sprund
hér þótt Steindór skrópi.
Þorrin eru þessi ljóð
þau við kváðum saman
þó að blóti einhver óð
ekki súrnar gaman.
Víst hér enda verðum brag
vísnaflóði lýkur.
Nú er fundið lokalag
línan hinsta fýkur.
(Helgi Zimsen)
Kveðskapur og stemmur | 5.2.2011 | 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar