Morgunn á svölunum í mars

 

 

Á kyrrum vetrarmorgni í úthverfi stórborgar gera sé fáir grein fyrir þeim fjölda hljóða sem berst að eyrum fólks og rýfur kyrrðina. Þetta gerist jafnvel þótt úthverfið sé sjálfstætt sveitarfélag.

Í morgun var ttalsverður atgangur hrafna. Greip ég lítinn hljóðrita, skellti á hann vindhlíf og setti út á svalir. Eftir það flugu einungis tveir hrafnar framhjá og krunkuðu. Ýmislegt annað barst að eyrum.

Látið ykkur dreyma með góð heyrnartól á höfðinu. Lygnið aftur augunum og ímyndið ykkur hhvað þi sjáið og hvernig veðrið var.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þorsteinn Glúmsson segir frá upphafi kvikmyndasýninga að Laugum í Reykjadal

 

Árið 1945 gáfu fóstursystkinin, Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir, sem þá var matráðskona Landspítalans, Laugaskóla tvær 35 mm kvikmyndasýningarvélar af tegundinni Peerles. Voru vélarnar settar upp í íþróttahúsi skólans og sýningar hafnar um haustið. Svo segir í einni heimild:

 

Laugaskóla gefnar Kvikmyndavélar

 

„Laugaskóla hafa verið gefnar tvær vélar til kvikmyndasýninga. Voru það Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Kristbjörg Þorbergsdóttir fóstursystir hans sem færðu skólanum þessa rausnarlegu gjöf. Vélarnar voru sendar til Húsavíkur með skipi og þaðan fluttar til Lauga. Og ekki var lokið höfðingsskap Helga og Kristbjargar því þau báru einnig kostnað af uppsetningu vélanna og þeim lagfæringum sem gera þurfti á þeim, en skólinn greiddi fyrir breytingar sem gerðar voru á Þróttó svo það hentaði til kvikmyndasýninga. Var vélunum fundinn staður á svölum miðhæðar Þróttó og er nú hægt að sýna kvikmyndir í salnum. Kvikmyndasýningar hafa verið tíðar í vetur og Laugamenn verið duglegir að mæta í bíó."

 

Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem nú stýrir kvikmyndasýningum að Laugum, voru vélarnar notaðar framundir 1970, en þá hafði ný tækni rutt sér til rúms. Árið 2005 var ráðist í breytingar á íþróttahúsi skólans, samanber heimasíðu hans, http://laugar.is/

Þá var önnur vélin gerð upp og er nú til sýnis í glerskáp. Var hin vélin notuð sem varahlutir.

 

Gísli Helgason, sem áður hefur birt pistla á þessari síðu, hitti um daginn Þorstein Glúmsson frá Vallarkoti í Reykjadal, en hann man vel eftir því er kvikmyndasýningar hófust á Laugum.

 

Stefnt er að því að ná tali af Snæbirni Kristjánssyni, sem lengst stjórnaði kvikmyndasýningum á Laugum og forvitnast nánar um uppsetningu vélanna. Í heimildinni, sem vitnað var í hér að ofan, kemur fram að breyta hafi þurft vélunum. Gera má ráð fyrir að það hafi stafað af þeim mismun sem var á rafkerfi Bandaríkjanna og þess er algengast var á Íslandi um þessar mundir.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eiríkur formaður eftir Grím Thomsen og Þóri Baldursson

 

á aðalfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar söng Steindór Andersen, formaður félagsins, kvæði Gríms Thomsens um Eirík formann við gítarundirleik Lárusar H. Grímssonar. Lagið er eftir Þóri Baldursson.  Kemur þa út á diski sem ennþá er nafnlaus.  Á þeim diski og í þessu lagi leikur Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Guðmundur Pétursson á gítar og Tómas Tómasson á bassa.  Önnur lög á diskinum eru þekkt rímnalög, flest með útsetningum Hilmars Arnar Hilmarssonar. 

„Það efni höfum við verið að flytja á tónleikum víða um Evrópu á undanförnum árum," segir Steindór. „Má nefna Banja Luka í Bosníu, Belgrad, Rovereto á Ítalíu, Berlín, Oxford festival, Cardigan í Wales og síðast vorum við í Lublin í Póllandi.  Ætli ég hafi ekki talið upp alla staðina.  Þar sem við komum í önnur lönd höfum við fengið þarlenda hljóðfæraleikara til að vinna með okkur, venjulega fjóra."

Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á meðferð Steindórs á kvæðinu. Hann gætir þess að ljóðstafirnir njóti sín og eru því áherslurnar frábrugðnar því sem hlustendur eiga að venjast í flutningi höfundarins.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvæði af Hrómundi Grips syni

Á aðalfundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, 4. mars 2011, kvað Rósa Jóhannesdóttir Kvæði af Hrómundi Grips syni við seltirnska stemmu sem hún sagði kennda við Arnþór Helgason.

Þessari færslu fylgja þrjú skjöl. formáli rósu að kvæðinu, kvæðið sjálft og að lokum texti þess sem færður hefur verið til samræmis við íslenska nútímastafsetningu.

Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og Shure VP88 hljóðnema.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband