Leynifélagið í heimsókn hjá Birgi Þór Árnasyni

Í kvöld var útvarpað viðtali við Birgi Þór Árnason, átta ára gamalt barnabarn okkar Elínar, í þættinum "Leynifélagið" á Rás eitt. Tryggir hlustendur Hljóðbloggsins kannast við sveininn, enda hafa við hann birst nokkur viðtöl undanfarin ár á þessum vettvangi.
Okkur Elínu ömmu þótti viðtalið vel heppnað og því er það birt hér.
Þeir sem vilja heyra fleiri viðtöl við piltinn og bræður hans, Hring og Kolbein Tuma, er bent á flokkinn "Vinir og fjölskylda" á þessum síðum.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fuglar, flugvélar og geðvondur hundur

Veðrið í Reykjavík laugardaginn 16. mars var bjart og svalt. Dálítill andvari gældi við eyrun. Um kl. 14:30 var hitinn við frostmark. Þeir Birgir Þór og Kolbeinn Tumi Árnasynir, 8 og fjögurra ára gamlir, fóru með ömmu og afa niður að tjörn að bæta svolitlu brauði við stærstu brauðsúpu heims. Fuglarnir virtust hafa góða lyst á kræsingunum, en börnunum, sem voru þarna, þóttu svanirnir helsti frekir.
Á eftir var farið inn á lóð leikskólans Tjarnarborgar. Á meðan við stóðum þar við gelti gamall og geðvondur hundur utan við girðinguna.
Eitt einkenni vetrardaga í Reykjavík, þegar kyrrt er veður og heiðskírt, er mikil umferð einkaflugvéla. Þar sem ég beindi sjónum mínum að mestu í suð-austur er greinilegt hvert vélarnar fóru og hvaðan þær komu.
Notaðir voru eyrnahljóðnemar frá Sound Professionals og hljóðritað með Nagra Ares BB+. Ef notuð eru góð heyrnartól virðist hljóðið berast úr öllum áttum.

IN ENGLISH
The 16 March 2013 was a bright day in Reykjavik with some gentle wind which played with my ears. Two of our
grandsons, 8 and 4 years old, went with us to the lake to feed the birds which seemd quite hungry. The children didn't like how aggressive the swans were.
When the bread was finished we went to a plaing-ground nearby. Outside an old and irritated dog was barking.
Bright winterdays in Reykjavik are usually market with the traffic of small aeroplanes. As I was mainly facing south-east it is quite audible where the planes were coming from or heading to.
Binaural mics from Sounds Professionals were used together with a Nagra Ares BB+
If good headsets are used the sound is really omnidirectional.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Litla hagyrðingamótið 8. mars 2013



Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar þann 8. mars
síðastliðinn var að venju haldið hið svokallaða Litla hagyrðingamót. Hagyrðingar
á palli voru Ingi Heiðmar Jónsson,  Sigurður Sigurðarson og Steindór
Andersen. Yrkisefni voru: þeir - þær - þau.



Allir mættu og Ingi Heiðmar hafði að auki vísur frá Jóa í
Stapa sem þykir sjálfkjörinn varamaður eða aukamaður þegar færi gefst. Vísur og
hljóðrit eru á http://rimur.is. Auk þess er
hljóðskjalið á þessari síðu.



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjórir mansöngvar við nýorta rímu

Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað nýr stjórnarmaður félagsins, Þórarinn Baldursson, fjóra mansöngva við óorta rímu.

http://rimur.is/?p=1976#content


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband