Á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, sem haldinn var 5. Apríl
síðastliðinn, var dagskráin fjölbreytt að vanda. Þegar leið að lokum fundarins
kvað kvæðamaðurinn snjalli, Ingimar Halldórsson vísur eftir hagyrðinginn vinsæla,
Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum. Að endingu kváðu undirritaður og Ingimar
Lækjarvísur Gísla við tvísöngsstemmu þeirra Páls og Gísla. Nánar er fjallað um kveðskapinn
og vísurnar á vef Iðunnar.
Hljóðritað var með Nagra Ares BB+ og notaðir tveir Røde
NT-2A hljóðnemar í MS-uppsetningu ásamt Røde NT-1A, sem var við ræðustólinn.
Kveðskapur og stemmur | 22.4.2013 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjónin Sveinn Jónsson og Þórunn Pétursdóttir í Varmahlíð á Stöðvarfirði hafa fóðrað fugla í garðinum hjá sér undanfarin ár. Garðurinn iðar af lífi allt árið um kring.
Í bígerð var að hljóðrita fugla í byrjun mars, en þá skall á slíkt illviðri að ófært varð um allt land.
Að morgni þriðjudagsins 9. apríl 2013 heimsóttum við Hrafn Baldursson þau heiðurshjón og settum upp Röde NT-2A og NT-55 í MS-uppsetningu. Hér eru birt tvö sýni úr tveggja klst hljóðriti. Hið fyrra hófst kl. 09:30 en það síðara kl. 10:30.
Mest ber á skógarþröstum sem heyja harða baráttu um fæðið. Þótt nokkrir snjótittlingar væru innan um og saman við bar ekkert á þeim.
Í síðara hljóðritinu heyrist fyrst í snjótittlingum og undir lokin tyllir einn þeirra sér á hljóðnemahlífina. Skvaldur fýla og hænsna heyrist einnig.
Notaður var Nagra Ares bb+ hljóðriti.
Myndina tók Hrafn Baldursson síðdegis 12. apríl.
Mælt er með að hlustað sé með heyrnartólum.
IN ENGLISH
Sveinn Jónsson and Þórunn Pétursdóttir, who live in the house of Varmahlíð at Stöðvarfjörður, East Iceland, have fead birds in their garden for many years. Their garden is known for many speeces which come there all the year around.
I went there together with my friend, Hrafn Baldursson on April 9 2013 and placed a Rode NT-2A and NT-55 there in an MS-setup. The recording lasted for 2 hours.
The first sample started ad 09:30 and the second an hour later. Redwings were most eye-catching, but there were also some Snow Buntings around and they can be heard in the second sample. One of them took a short rest on the top of the Blimp.
A Nagra Ares BB+ was used.
The photo is by Hrafn Baldursson and was taken in the afternoon on April 12.
Good headphones are recommended.
Fuglar | 12.4.2013 | 22:47 (breytt 13.4.2013 kl. 00:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
KKambanes er yst á fjallgarðinum sem skilur að Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Þar stendur bærinn Heyklif, sem þau Sturlaugur Einarsson og Valgerður Guðbjartsdóttir eiga.
Í dag fórum við Hrafn Baldursson og sóttum þau hjón heim. Erindið var að kanna hljóðumhverfið. Héldum við að Illa bás til að kanna hvort ritan væri sest upp. Nokkrar þeirra voru farnar að huga að hreiðrum sínum og var ákveðið að reyna að fanga skvaldur þeirra og muldur sjávarins. Klettarnir hinum megin bássins eru nokkru hærri og er því hljóðumhverfið nær fullkomið.
Um það leyti sem við settum upp Rode NT-2A og NT-55 hljóðnema í Blimp-vindhlíf fór að kula að norðaustri. Má greina á hljóðritinu að veður fer heldur vaxandi.
Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti. Hljóðritað var á 24 bitum og 44,1 kHz. Meðhjálparar voru þeir Hrafn og Sturlaugur.
Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
Hljóðritað var í MS-stereó.
INENGLISH
The farm Heyklif is located on the peninsula Kambanes between Stöðvarfjörður and Breiðdalsvík in Eastern Iceland.
Today on April 10 2013 I and my friend, Hrafn Baldursson, went there to visit the farmers there. We wanted to see if the sea swallows had started thinking about their nests.
We went down to the shore, where there is a narrow channel into the coast, called Evil Stall. The cliffs on the opposite side are a little higher and therefore the ambience perfect.
While setting up the Rode NT-2A and NT-55 in a Blimp the wind started blowing from the north-east, which can be heard in the recording.
A Nagra Ares BB+ was used. My helping hands were Hrafn Baldursson and the farmer, Sturlaugur Einarsson.
Photos will be published later.
Good headpphones are recommended.
The recording was made in MS-stereo.
Fuglar | 10.4.2013 | 23:59 (breytt 11.4.2013 kl. 22:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 65777
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar