Eftir að áhöfnin hafði skrýðst hjálmum var haldið af stað. Hjólað var um Seltjarnarnesið og niður á höfn. Þar sem við námum staðar á miðbakkanum mátti heyra hvar togarinn Vigri var sandblásinn úti í Örfirisey, sem eitt sinn hét Effersey og er sennilega kennd við Effers nokkurn, sem hefur væntanlega verið þar kaupmaður.
Örlítil tilraun var gerð til þess að fanga hljóðheiminn umhverfis okkur, þótt einungis væri Olympus LS-11 með í för og gola sem truflaði hljóðritunina.
Þaðan var haldið austur í Laugarnes og lagst þar í guðs grænni náttúrinni. Þangað bárust hljóðin frá Vigra. Sum hljóð berast ótrúlega langt.
Þá var haldið lengra austur á bóginn, farið um Elliðaárhólmana og beygt vestur á bóginn um Fossvogsdalinn út á Seltjarnarnes eftir göngu- og hjólreiðastígum. Sums staðar hafa verið markaðir sérstakir stígar fyrir hjólreiðamenn og aðrir fyrir gangandi vegfarendur. Ótrúlegamargir viða ekki þessi mörk og getur það valdið vissum vandræðum.
Hjólreiðar | 28.5.2011 | 23:03 (breytt 29.5.2011 kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síðdegis, laugardaginn 28. maí, héldum við hjónin í leiðangur um reykjavíkursvæðið. Þessu sinni fórum við akandi enda náði yfirferð okkar yfir 5 sveitarfélög og tvö kjördæmi.
Að leiðangri loknum stóð svo á að klukkan var að verða 9 og kvöldverður ósnæddur. Því var numið staðar við Don Huang í Hafnarfirði og keyptur dýrindis matur, smokkfiskur í sterkri sósu og kjúklingur, pönnusteiktur, með gómsætu meðlæti.
Við fengum okkur sæti á meðan við biðum eftir matnum. Vasahljóðritinn, Olympus LS-11, nam andrúmsloftið. Um það leyti sem hljóðritun hófst bar að fólk sem hafði pantað mat og í fjarska heyrðist skarkað í pottum og pönnum í eldhúsinu. Kínverska og íslenska heyrist einnig og dauf tónlist í hljóðkerfi staðarins.
Ekki þurfti lengi að bíða þess að okkur yrði fengið þetta lostæti og héldum við með það heim á leið.
Njótið vel reyksins af réttunum.
Matur og drykkur | 28.5.2011 | 22:47 (breytt kl. 23:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun hljóðprófaði ég nokkra hljóðnema og þa á meðal Røde NT-1A. Ekki bar mjög mikið á umferðinni eftir Nesveginum, en annað kom í ljós þegar ég hækkaði styrkinn upp úr öllu valdi til þess að kanna hvort ég fengi greint grunnsuðið, sem gefið erupp aðséu 5 db. Þá varð úr þessu alls herjar heimilishljóðasull. Uppþvottavélin var í gangi, það heyrðist gengið um frammi á gangi og á efstu hæð hússis, hávaðinn í umferðinni varð meiri en góðu hófu gegndi og tifið í stofuklukkunni heyrðist prýðilega.
Seinna reyndi ég MS-hljóðritun, en hún mistókst. Meðal annars sneri áttu-hljóðneminn öfugt svo að hægri og vinstri rás víxluðust.
Upphaflegt hljóðrit er á 24 bitum og 48 kílóriðum. Eindregið er mælt með að fólk noti heyrnartól.
Heimilishljóð | 26.5.2011 | 21:01 (breytt 28.7.2012 kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóðritað var með sony minidisk-tæki og Sennheiser ME-65 hljóðnema.
Sögur af sjó | 21.5.2011 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun kom hópur barna upp í vagninn við Öldugranda og var synd að missa af innrás þeirra.
Hljóðritað var með Olympus LS-11 og kynningin með Røde NT-1A.
Samgöngur | 18.5.2011 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Séra Skírnir Garðarsson flutti athyglisverða prédíkun í Lágafellskirkju í gær, 15. maí. Þar gerði hann að umræðu umgengnina við landið, þar sem maðurinn skilur einatt eftir sig auðn á einum stað um leið og náttúrugæðum er veitt annað.
Prédíkunin er birt hér óstytt með leyfi séra Skírnis.
Trúmál | 16.5.2011 | 00:01 (breytt 24.5.2011 kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skálda er látin ganga um salinn á fundum Kvæðamannafélagsins Iðunnar og veiða vísur. Á fundi félagsins, 6. maí síðastliðinn, gerðu þeir Helgi Zimsen og Sigurður Sigurðarson, yfirdýralæknir Iðunnar, að afla Skáldu.
Hljóðritað var í MS-stereó (miðjuvíðómi) með Røde NT-2A og Sennheiser ME-65. Notaður var Nagra Ares BB+ hljóðriti sem stilltur var á 48 kílórið og 24 bita. Mistökin voru sennilega þau að nota ME65 þar sem hann lagðist ekki nægilega vel að Røde-hljóðnemanum. Fólk er því hvatt til ð hlusta á hljóðritið í víðómstækjum.
Kveðskapur og stemmur | 15.5.2011 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ber þær gyllivonir í brjósti að árla morguns mætti hljóðrita fugla af svölunum á Tjarnarbóli 14, en þetta vorið hafa þeir haldið sig fjarri. Það leynist þó ýmislegt í kyrrðinni.
Hljóðneminn greinir ýmislegt sem mannseyrað verður varla vart við. Ætli þyturinn, sem heyrist og virðist grunnur hljóðritsins, sé ekki í vatnskerfi íbúðarhússins? Rétt fyrir kl. 6 í morgun átti geitungur leið framhjá hljóðnemunum. Þá bar að göngugarp og í fjarska mátti heyra í nokkrum fuglum.
Skömmu áður heyrðist í fjarska hvar kona nokkur hélt til vinnu sinnar og síðan heyrðist fólk kallast á. Ekki heyrði ég betur en að um árrisula Taílendinga væri að ræða. Hljóðin berast langt í morgunkyrrðinni.
Hljóðritað var með Røde NT-1A sem stiltur var á áttu og Sennheiser ME-64.
Notaður var Nagra Ares BB+ og SD-302 formagnari.
sér leið
Umhverfishljóð | 12.5.2011 | 07:42 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Bergsson hefur fengist við neðansjávarhljóðritanir að undanförnu og uppgötvað ýmislegt bæði skemmtilegt og merkilegt.
Leggið eyrun við þessu hljóðriti. Mælt er með að fólk hlusti með heyrnartólum.
http://fieldrecording.net/2011/05/10/fuglar-i-aetisleit/
Sjórinn | 11.5.2011 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkur hjónunum veittist sá heiður að vera boðið til einnar veislunnar og þegar hún stóð sem hæst vorum við kölluð í aðra. Það er ævinlega gott og gaman að heimsækja stöðvfirskt vinafólk og finna þann hýhug sem á móti okkur andar.
Í dag gengum við hjónakornin út með firðinum og upp í skógræktina sem er sunnan fjarðarins. Að sjálfsögðu bar þar mest á söng skógarþrasta, en mófugla heyrðum við í fjarska. Ekki komumst við í námunda við mófuglana til þess að hljóðrita kvak þeirra, en þrestirnir létu sitt ekki eftir liggja.
Í dældinni þar sem ég stóð var stafalogn og því var unnt að stilla Olympus LS-11 á mesta styrk. Í fjarska heyrist Ægir gamli gæla við gamla Frón.
Fuglar | 9.5.2011 | 22:29 (breytt 10.5.2011 kl. 09:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Aðventan
- Áramótahljóð
- Birds
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Cars and engines
- China
- Dægurmál
- Environmental sounds
- Ferðalög
- Fuglar
- Grímsey
- Heilsa og heilsuvernd
- Heimilishljóð
- Hjólreiðar
- Hringitónar - Ringtones
- Kínversk málefni
- Kínversk tónlist
- Kveðskapur og stemmur
- Lífstíll
- Ljóð
- Lystisemdir lífsins
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Minningar
- Music
- Religion
- Reykjavík
- Samgöngur
- Seltjarnarnes
- Sjórinn
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Strandabyggð
- Sögur af sjó
- Tónlist
- Trúmál
- Umhverfishljóð
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vatnið
- Veitingahús
- Veraldarvefurinn
- Vestmannaeyjar
- Vélar
- Viðtöl
- Vindurinn - The wind
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Water and waterfalls
- Wind
- Þjóðlegur fróðleikur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar